Aukin vinnuþjarkavæðing gæti flutt störf frá Kína til vesturlanda Finnur Thorlacius skrifar 25. september 2015 11:13 Búist er við því að kostnaður við framleiðslu falli um 18 til 33 prósent til ársins 2025 vegna síaukinnar notkunar vinnuþjarka. Sílækkandi verð vinnuþjarka (róbota) sem notaðir eru við samsetningu bíla mun líklega flytja framleiðslu í auknu mæli frá löndum þar sem laun er lág aftur til baka til þróaðri iðnríkja á vesturlöndum, svo sem Þýskalands og Bandaríkjanna. Þetta er haft eftir forstjóra Magna International, Donald Walker á bílasýningunni sem nú stendur yfir í Frankfürt. Það sem hjálpað gæti þessari þróun enn frekar eru síhækkandi laun í Kína og kostnaðurinn við að flytja þunga íhluti á milli heimsálfa, svo sem þungra rafhlaða. Því sé hentugra að framleiða slíka íhluti nær samsetningarverksmiðjum heimafyrir. Búist er við því að kostnaður við framleiðslu falli um 18 til 33 prósent til ársins 2025 vegna síaukinnar notkunar vinnuþjarka. “Ég sé það fyrir mér að á næstu árum muni framleiðsla þungra og rúmmikilla íhluta í bíla flytjast nær þeim mörkuðum þar sem bílarnir eru seldir og með því minnka flutningar um heiminn og kostnaður lækkar í leiðinni”, sagði Walker. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent
Sílækkandi verð vinnuþjarka (róbota) sem notaðir eru við samsetningu bíla mun líklega flytja framleiðslu í auknu mæli frá löndum þar sem laun er lág aftur til baka til þróaðri iðnríkja á vesturlöndum, svo sem Þýskalands og Bandaríkjanna. Þetta er haft eftir forstjóra Magna International, Donald Walker á bílasýningunni sem nú stendur yfir í Frankfürt. Það sem hjálpað gæti þessari þróun enn frekar eru síhækkandi laun í Kína og kostnaðurinn við að flytja þunga íhluti á milli heimsálfa, svo sem þungra rafhlaða. Því sé hentugra að framleiða slíka íhluti nær samsetningarverksmiðjum heimafyrir. Búist er við því að kostnaður við framleiðslu falli um 18 til 33 prósent til ársins 2025 vegna síaukinnar notkunar vinnuþjarka. “Ég sé það fyrir mér að á næstu árum muni framleiðsla þungra og rúmmikilla íhluta í bíla flytjast nær þeim mörkuðum þar sem bílarnir eru seldir og með því minnka flutningar um heiminn og kostnaður lækkar í leiðinni”, sagði Walker.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent