Íslenski boltinn

Andrea: Átti ekki von á þessu

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Andrea Rán er hún tók við verðlaununum í dag.
Andrea Rán er hún tók við verðlaununum í dag. Vísir/Anton
„Ég er mjög stolt af þessu og afrekunum hjá okkur stelpunum og öllu liðinu,“ sagði Andrea Rán Hauksdóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir að hafa tekið við verðlaunum sem efnilegasti leikmaður deildarinnar.

„Ég átti kannski ekki von á þessu en ég vissi að þetta væri möguleiki eftir tímabilið.“

Andrea var í úrvalsliði seinni hluta tímabilsins en hún var hluti af frábæru liði Breiðabliks í sumar. Hún tók undir að það væri verðskuldað að leikmenn liðsins væru að sópa til sín verðlaunum á afhendingunni.

„Stelpurnar hjálpuðu til og það var frábært að komast í úrvalsliðið, ætli við höfum ekki átt öll þessi verðlaun skilið.“

Frá athöfninni í dag.Mynd/KSÍ
Þorsteinn: Erum verulega sátt með tímabilið

„Þetta er verðskuldað að ég held, það er frábært að taka við þessu,“ sagði Þorsteinn H. Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, sáttur eftir verðlaunaafhendinguna í dag.

Þorsteinn var valinn besti þjálfari ársins en leikmenn hans sópuðu að sér verðlaunum enda verðskuldaðir Íslandsmeistarar.

„Það er alltaf gaman að fá verðlaun og þetta er sú uppskera sem við höfum sáð í. Það er varla hægt að fá fleiri verðlaun svo við förum héðan verulega sátt.“

Þrír varnarmenn og markvörður liðsins voru valdnir í úrvalslið seinni umferðarinnar en liðið fékk aðeins fjögur mörk á sig í vetur.

„Við erum mjög ánægð og stolt af okkar spilamennsku í sumar og við getum ekkert annað. Við erum lítið farin að hugsa út í næsta ár en það eina höfum rætt um er hvernig við getum bætt liðið og leikmennina,“ sagði Þorsteinn sem sagði varnarlínuna geta gert enn betur.

„Við getum fengið á okkur þrjú mörk,“ sagði Þorsteinn léttur að lokum.


Tengdar fréttir

Fanndís best og Andrea efnilegust

Breiðablik sópaði að sér verðlaunum þegar Pepsi-deild kvenna var gerð upp í húsakynnum Ölgerðarinnar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×