Jordan Spieth tryggði sér Fed-Ex bikarinn 27. september 2015 22:39 Spieth hafði ríka ástæðu til að brosa í kvöld. Getty Jordan Spieth sigraði í sínu fimmta móti á PGA-mótaröðinni á árinu nú í kvöld en hann lék best allra á Coca Cola meistaramótinu, lokamóti mótaraðarinnar þetta tímabilið. Spieth átti eitt högg á Henrik Stenson fyrir lokahringinn og þeir börðust um efsta sætið framan af. Stenson missti þó einbeitinguna á seinni níu holunum sem hann lék á þremur yfir pari og Spieth nýtti sér það með því að fá örugg pör á síðustu sjö holurnar. Hann lék hringinn í kvöld á einu höggi undir pari og endaði fjórum höggum á undan næstu mönnum, á níu undir pari samtals. Danny Lee, Justin Rose og Henrik Stenson deildu öðru sætinu á fimm höggum undir pari en Bubba Watson, Dustin Johnson og Paul Casey komu þar á eftir á fjórum undir. Rory Mcilroy var í góðum málum fyrir lokahringinn og hefði með góðri frammistöðu getað gert atlögu að sigrinum. Hann fann sig þó alls ekki í kvöld og fékk hvern skollan á fætur öðrum en hann endaði jafn í 16. sæti á einu yfir pari. Coca Cola meistaramótið á East Lake var einnig lokamót Fed-Ex bikarsins þar sem milljarðir króna eru í verðlaunafé fyrir bestu kylfinga PGA-mótaraðarinnar. Með sigrinum í kvöld þarf Jordan Spieth því ekki að hafa áhyggjur af peningamálum næstu árin en hann fékk samtals 11.6 milljón dollara í verðlaun eða rúmlega einn og hálfan milljarð íslenskra króna. Henrik Stenson þarf að láta sér lynda þrjár milljónir dollara í verðlaunafé fyrir annað sætið sem verður þó að teljast ágætis búbót. Næst á dagskrá í golfheiminum er Forsetabikarinn sem fer fram snemma í október en seinna í mánuðinum hefst svo nýtt tímabil á PGA-mótaröðinni með Frys.com meistaramótinu. Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Jordan Spieth sigraði í sínu fimmta móti á PGA-mótaröðinni á árinu nú í kvöld en hann lék best allra á Coca Cola meistaramótinu, lokamóti mótaraðarinnar þetta tímabilið. Spieth átti eitt högg á Henrik Stenson fyrir lokahringinn og þeir börðust um efsta sætið framan af. Stenson missti þó einbeitinguna á seinni níu holunum sem hann lék á þremur yfir pari og Spieth nýtti sér það með því að fá örugg pör á síðustu sjö holurnar. Hann lék hringinn í kvöld á einu höggi undir pari og endaði fjórum höggum á undan næstu mönnum, á níu undir pari samtals. Danny Lee, Justin Rose og Henrik Stenson deildu öðru sætinu á fimm höggum undir pari en Bubba Watson, Dustin Johnson og Paul Casey komu þar á eftir á fjórum undir. Rory Mcilroy var í góðum málum fyrir lokahringinn og hefði með góðri frammistöðu getað gert atlögu að sigrinum. Hann fann sig þó alls ekki í kvöld og fékk hvern skollan á fætur öðrum en hann endaði jafn í 16. sæti á einu yfir pari. Coca Cola meistaramótið á East Lake var einnig lokamót Fed-Ex bikarsins þar sem milljarðir króna eru í verðlaunafé fyrir bestu kylfinga PGA-mótaraðarinnar. Með sigrinum í kvöld þarf Jordan Spieth því ekki að hafa áhyggjur af peningamálum næstu árin en hann fékk samtals 11.6 milljón dollara í verðlaun eða rúmlega einn og hálfan milljarð íslenskra króna. Henrik Stenson þarf að láta sér lynda þrjár milljónir dollara í verðlaunafé fyrir annað sætið sem verður þó að teljast ágætis búbót. Næst á dagskrá í golfheiminum er Forsetabikarinn sem fer fram snemma í október en seinna í mánuðinum hefst svo nýtt tímabil á PGA-mótaröðinni með Frys.com meistaramótinu.
Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira