Jordan Spieth fékk 1,7 milljón fyrir hverja holu á árinu 2015 Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. september 2015 10:45 Jordan Spieth á fyrir salti í grautinn og rúmlega það. vísir/getty Jordan Spieth, sigurvegari á Masters-mótinu og US Open í golfi þetta árið, fagnaði sigri á síðasta PGA-móti ársins í gær og vann um leið Fed Ex-bikarinn. Þessi ótrúlegi 22 ára gamli kylfingur frá Texas hirti um leið efsta sæti heimslistans af Jason Day þar sem Ástralinn endaði í tíunda sæti á Coca Cola-mótinu í gær. Spieth, sem vann fimm mót á árinu, fékk 1,485 milljón dollara fyrir sigurinn í gær fyrir utan tíu milljóna dollara bónusinn sem menn fá fyrir að vinna Fed Ex-bikarinn. Í heildina vann Spieth sér inn rétt ríflega 22 milljónir dollara á tímabilinu og hefur nú fengið 31 milljón á ferlinum. Enginn kylfingur í sögunni hefur unnið sér inn svo mikið á hans aldri. Hann setti met á árinu yfir tekjur á mótum fyrir utan tíu milljóna bónusinn. Tólf milljónirnar sem hann fékk eru einni milljón meira en met Vijay Singh frá árinu 2004. Spieth er yngsti maðurinn til að vinna fimm mót á einu og sama árinu síðan Horton Smith gerði það 21 árs árið 1929. Sem fyrr segir var heildarverðlaunafé Spieths á tímabilinu 2,8 milljarðar króna. Þegar því er deilt niður, eins og USA Today gerir, má sjá að Spieth vann sér inn 1,7 milljónir króna á hverri einustu holu sem hann spilaði og hvert högg var 466 þúsund króna virði.Tekjur Jordans Spieths: Heildartekjur: 2,8 milljarðar króna Fyrir hvert mót: 113 milljónir Fyrir hvern hring: 33 milljónir Fyrir hverja holu: 1,7 milljón Fyrir hvert högg: 466 þúsund Golf Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Jordan Spieth, sigurvegari á Masters-mótinu og US Open í golfi þetta árið, fagnaði sigri á síðasta PGA-móti ársins í gær og vann um leið Fed Ex-bikarinn. Þessi ótrúlegi 22 ára gamli kylfingur frá Texas hirti um leið efsta sæti heimslistans af Jason Day þar sem Ástralinn endaði í tíunda sæti á Coca Cola-mótinu í gær. Spieth, sem vann fimm mót á árinu, fékk 1,485 milljón dollara fyrir sigurinn í gær fyrir utan tíu milljóna dollara bónusinn sem menn fá fyrir að vinna Fed Ex-bikarinn. Í heildina vann Spieth sér inn rétt ríflega 22 milljónir dollara á tímabilinu og hefur nú fengið 31 milljón á ferlinum. Enginn kylfingur í sögunni hefur unnið sér inn svo mikið á hans aldri. Hann setti met á árinu yfir tekjur á mótum fyrir utan tíu milljóna bónusinn. Tólf milljónirnar sem hann fékk eru einni milljón meira en met Vijay Singh frá árinu 2004. Spieth er yngsti maðurinn til að vinna fimm mót á einu og sama árinu síðan Horton Smith gerði það 21 árs árið 1929. Sem fyrr segir var heildarverðlaunafé Spieths á tímabilinu 2,8 milljarðar króna. Þegar því er deilt niður, eins og USA Today gerir, má sjá að Spieth vann sér inn 1,7 milljónir króna á hverri einustu holu sem hann spilaði og hvert högg var 466 þúsund króna virði.Tekjur Jordans Spieths: Heildartekjur: 2,8 milljarðar króna Fyrir hvert mót: 113 milljónir Fyrir hvern hring: 33 milljónir Fyrir hverja holu: 1,7 milljón Fyrir hvert högg: 466 þúsund
Golf Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira