„Það verða allir stjarfir að fylgjast með“ Jakob Bjarnar skrifar 28. september 2015 11:29 Íslenska landsliðið í csgo er grátt fyrir járnum, í kvöld eru það hinir ógnarsterku Svíar sem keppt verður við. „Spennan í CS-samfélaginu er gríðarleg, allir spenntir fyrir þessum leik og það verða fáir að spila á þessum tíma, það verða allir stjarfir að fylgjast með,“ segir Ólafur Nils Sigurðsson, sem er einn af aðstandendum íslenska liðsins, í samtali við Vísi. Í kvöld, klukkan hálf níu, keppir íslenska landsliðið í CS við hina ógnarsterku Svía – sem er biti.Íslenska landsliðiðið að gera góða hlutiCS er stytting fyrir tölvuleikinn Counter-Strike, sem margir þekkja. Netíþróttir eru stærri en margir gera sér grein fyrir; milljónir fylgjast með og atvinnumenn á þessu sviði eru margir hverjir vellauðugir. Íslenska landsliðið í CS hefur verið að gera góða hluti, hafa komist í gegnum útsláttafyrirkomulag, eru nú að keppa í riðlakeppni og ef þeim tekst það eru þeir komnir í 16 liða úrslit Heimsmeistarakeppninnar í Counter-Strike.Vísir hefur fylgst með gangi mála eins og sjá má hér.Ólafur Nils segir mikla spennu ríkjandi í cs-samfélaginu íslenska vegna leiksins í kvöld, en undanfarið hefur iðkun leiksins færst mjög í aukana eftir að ný útgáfu leiksins var gefin út: Counter-Strike-Global-Offensive. Margir gamlir iðkendur drógu fram hólkana á ný og margir bættust í hópinn. „Það myndaðist gjá þegar Counter-Strike-Source útgáfan kom út. Mörgum líkaði hún ekki og hættu. Svo kom nýjasta útgáfan og sem náði að sameina kosti beggja og margir eru að byrja aftur,“ segir Ólafur Nils, sem er gamall kappi úr CS og hefur spilað leikinn allt síðan hann kom út fyrir um 16 árum.Klippa úr leiknum við Hvítrússa, sem okkar menn unnu örugglega. Stærra í sniðum en karfan og íshokkíiðÓkunnugir gera sér litla sem enga grein fyrir því hversu risastórt leikjasamfélagið er – og margir gera sig bera af fordómum þegar talað er um tölvuleiki. Ólafur Nils segir atvinnumenn í tölvuleikjum, eða tölvuíþróttum, lifa góðu lífi af því að iðka þá. Margir hverjir. „Það eru leikir sem eru stærri í áhorfendafjölda en CS; sá sem er rosalegastur er League of Legends. Heimsmeistaramótið í þeim leik var haldið í þremur löndum seinnipart síðasta árs og horfðu yfir 32 milljónir á úrslitaleikinn. Þetta er meira en nokkur leikur í NBA-lokakeppninni fékk, meira en Stanley Cup og má heita til marks um hversu stórt þetta er. Turner Media er að fara að byrja með deild sem verður sjónvarpað beint, verður haust og vor, tíu vikur hvort og þar verður sent beint út á sérstökum sjónvarpsrásum,“ segir Ólafur Nils. Þetta er sem sagt ekkert grín. CS er vinsæll leikur og má nefna sem dæmi að fyrir rúmum fimm vikum var haldið mót í Köln, ESL í Köln, á rúmlega leikvangi sem heitir Lanxess Arena. Troðfullt var, rúmlega 20 þúsund fylgdust með á leikvanginum sjálfum og yfir milljón manns horfðu á leikina á netinu.Vinsældir Counter-Strike jukust verulega þegar ný útgáfa leiksins, Counter-Strike-Global-Offensive kom út og drógu þá margar gamlar kempur fram hólkana á nýjan leik.En, aftur að okkar mönnum og leiknum í kvöld. Svíar eru taldir þeir sterkustu í heimi, liðið er skipað atvinnumönnum úr tveimur sterkustu CS-félagsliðum undanfarinna tveggja ára: NiP og Fnatic. „Þeir eru langbestir í heiminum. Fnatic hefur verið yfirburðalið síðustu tvö ár.“Svíarnir verða erfiðirÍslendingarnir eru ekki taldir sigurstranglegir en þó má sjá, á síðu þar sem veðjað er á leikina og eru þar miklir fjármunir undir, að líkurnar á íslenskum sigri eru metnar um 30 prósent. Ólafur Nils vill þó slá varnagla við þær líkur. Íslendingar hafa verið duglegir við að veðja á sína menn, þannig að stuðullinn er kannski ekki alveg í takti við væntingar og svo spilar inní að Hvítrússar, sem Íslendingarnir unnu nokkuð léttilega í fyrsta leik riðlakeppninnar, unnu Svía óvænt. Í leik þar sem líkurnar voru 91 gegn 9. Þar hafa einhverjir gert gott mót. Ólafur Nils segir aðspurður að þarna sé svarta hliðin, það hafi komist upp um lið sem „hafa hent frá sér leikjum“ en hann telur engar líkur á að því sé til að dreifa hvað þann leik varðaði.Ólafur Nils (tv) er þjálfari liðsins. Hann segir erfitt að meta hversu margir leggi stund á cs á Íslandi, þá að staðaldri en telur þá vera um sjö þúsund.En, sem sagt, það er mikið undir. „Svíþjóð í kvöld er stærsti bitinn sem við þurfum að eiga við. Á morgun munum við svo spila við Noreg, Belgía og Bosníu Hersegovínu. Þetta eru þrír leikir í röð á fremur skömmum tíma: Noregur 16:30, Bosnía Hersegóvína: 18:30 og Belgía klukkan 19:30.“ En okkar menn eru harðir í horn að taka. og hafa staðið sig mjög vel. „Ég er á hliðarlínunni, gríp inní ef menn eru að missa stjórn á skapinu. Ef menn missa fókus.“Um 7 þúsund sem stunda cs að staðaldriTíu leikmenn skipa hópinn og svo eru Ólafur Nils og Þórir Viðarsson í utanumhaldi og þjálfun, gamlar cs-kempur. „Auk Guðlaugs Árnasonar sem aðstoðar okkur við að setja upp aðstöðuna sem Síminn styrkir okkur með. Og RedBull hefur einnig komið að því að styrkja liðið – sem er ómetanlegt,“ segir Ólafur Nils og helst á honum að skilja að ekki sé hægur leikur að fá menn til að opna augun fyrir því hversu umfangsmikill og stór í sniðum þessi heimur er orðinn. Liðið hefur verið við stífar æfingar að undanförnu og í leikjum sitja menn hlið við hlið. Leikmennirnir eru eftirfarandi: Kristján „kruzer“ Finnsson - Spilar með TropaDeLeet Ólafur Barði „ofvirkur“ Guðmundsson – Spilar með TropaDeLeet Pétur Örn „peterr“ Helgason – Spilar með TropaDeLeet Páll Sindri „pallib0ndi“ Einarsson – Spilar með Malefiq.Tölvutek Víðir „Vejay“ Jóhannsson – Spilar með Malefiq.Tölvutek Erfitt er að henda reiður á hversu margir leggja stund á CS á Íslandi í dag, nú eftir að leikurinn gekk í endurnýjun lífdaga. „Það eru 2700 í hópi á Facebook þar sem leikurinn er til umræðu, en það eru alveg örugglega tvöfalt það. Ég hugsa að spilarar á landinu séu svona 5 til 7 þúsund.“ Vísir mun í kvöld opna sérstaka gátt þar sem fylgjast má með leiknum gegn Svíum. Leikjavísir Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Sjá meira
„Spennan í CS-samfélaginu er gríðarleg, allir spenntir fyrir þessum leik og það verða fáir að spila á þessum tíma, það verða allir stjarfir að fylgjast með,“ segir Ólafur Nils Sigurðsson, sem er einn af aðstandendum íslenska liðsins, í samtali við Vísi. Í kvöld, klukkan hálf níu, keppir íslenska landsliðið í CS við hina ógnarsterku Svía – sem er biti.Íslenska landsliðiðið að gera góða hlutiCS er stytting fyrir tölvuleikinn Counter-Strike, sem margir þekkja. Netíþróttir eru stærri en margir gera sér grein fyrir; milljónir fylgjast með og atvinnumenn á þessu sviði eru margir hverjir vellauðugir. Íslenska landsliðið í CS hefur verið að gera góða hluti, hafa komist í gegnum útsláttafyrirkomulag, eru nú að keppa í riðlakeppni og ef þeim tekst það eru þeir komnir í 16 liða úrslit Heimsmeistarakeppninnar í Counter-Strike.Vísir hefur fylgst með gangi mála eins og sjá má hér.Ólafur Nils segir mikla spennu ríkjandi í cs-samfélaginu íslenska vegna leiksins í kvöld, en undanfarið hefur iðkun leiksins færst mjög í aukana eftir að ný útgáfu leiksins var gefin út: Counter-Strike-Global-Offensive. Margir gamlir iðkendur drógu fram hólkana á ný og margir bættust í hópinn. „Það myndaðist gjá þegar Counter-Strike-Source útgáfan kom út. Mörgum líkaði hún ekki og hættu. Svo kom nýjasta útgáfan og sem náði að sameina kosti beggja og margir eru að byrja aftur,“ segir Ólafur Nils, sem er gamall kappi úr CS og hefur spilað leikinn allt síðan hann kom út fyrir um 16 árum.Klippa úr leiknum við Hvítrússa, sem okkar menn unnu örugglega. Stærra í sniðum en karfan og íshokkíiðÓkunnugir gera sér litla sem enga grein fyrir því hversu risastórt leikjasamfélagið er – og margir gera sig bera af fordómum þegar talað er um tölvuleiki. Ólafur Nils segir atvinnumenn í tölvuleikjum, eða tölvuíþróttum, lifa góðu lífi af því að iðka þá. Margir hverjir. „Það eru leikir sem eru stærri í áhorfendafjölda en CS; sá sem er rosalegastur er League of Legends. Heimsmeistaramótið í þeim leik var haldið í þremur löndum seinnipart síðasta árs og horfðu yfir 32 milljónir á úrslitaleikinn. Þetta er meira en nokkur leikur í NBA-lokakeppninni fékk, meira en Stanley Cup og má heita til marks um hversu stórt þetta er. Turner Media er að fara að byrja með deild sem verður sjónvarpað beint, verður haust og vor, tíu vikur hvort og þar verður sent beint út á sérstökum sjónvarpsrásum,“ segir Ólafur Nils. Þetta er sem sagt ekkert grín. CS er vinsæll leikur og má nefna sem dæmi að fyrir rúmum fimm vikum var haldið mót í Köln, ESL í Köln, á rúmlega leikvangi sem heitir Lanxess Arena. Troðfullt var, rúmlega 20 þúsund fylgdust með á leikvanginum sjálfum og yfir milljón manns horfðu á leikina á netinu.Vinsældir Counter-Strike jukust verulega þegar ný útgáfa leiksins, Counter-Strike-Global-Offensive kom út og drógu þá margar gamlar kempur fram hólkana á nýjan leik.En, aftur að okkar mönnum og leiknum í kvöld. Svíar eru taldir þeir sterkustu í heimi, liðið er skipað atvinnumönnum úr tveimur sterkustu CS-félagsliðum undanfarinna tveggja ára: NiP og Fnatic. „Þeir eru langbestir í heiminum. Fnatic hefur verið yfirburðalið síðustu tvö ár.“Svíarnir verða erfiðirÍslendingarnir eru ekki taldir sigurstranglegir en þó má sjá, á síðu þar sem veðjað er á leikina og eru þar miklir fjármunir undir, að líkurnar á íslenskum sigri eru metnar um 30 prósent. Ólafur Nils vill þó slá varnagla við þær líkur. Íslendingar hafa verið duglegir við að veðja á sína menn, þannig að stuðullinn er kannski ekki alveg í takti við væntingar og svo spilar inní að Hvítrússar, sem Íslendingarnir unnu nokkuð léttilega í fyrsta leik riðlakeppninnar, unnu Svía óvænt. Í leik þar sem líkurnar voru 91 gegn 9. Þar hafa einhverjir gert gott mót. Ólafur Nils segir aðspurður að þarna sé svarta hliðin, það hafi komist upp um lið sem „hafa hent frá sér leikjum“ en hann telur engar líkur á að því sé til að dreifa hvað þann leik varðaði.Ólafur Nils (tv) er þjálfari liðsins. Hann segir erfitt að meta hversu margir leggi stund á cs á Íslandi, þá að staðaldri en telur þá vera um sjö þúsund.En, sem sagt, það er mikið undir. „Svíþjóð í kvöld er stærsti bitinn sem við þurfum að eiga við. Á morgun munum við svo spila við Noreg, Belgía og Bosníu Hersegovínu. Þetta eru þrír leikir í röð á fremur skömmum tíma: Noregur 16:30, Bosnía Hersegóvína: 18:30 og Belgía klukkan 19:30.“ En okkar menn eru harðir í horn að taka. og hafa staðið sig mjög vel. „Ég er á hliðarlínunni, gríp inní ef menn eru að missa stjórn á skapinu. Ef menn missa fókus.“Um 7 þúsund sem stunda cs að staðaldriTíu leikmenn skipa hópinn og svo eru Ólafur Nils og Þórir Viðarsson í utanumhaldi og þjálfun, gamlar cs-kempur. „Auk Guðlaugs Árnasonar sem aðstoðar okkur við að setja upp aðstöðuna sem Síminn styrkir okkur með. Og RedBull hefur einnig komið að því að styrkja liðið – sem er ómetanlegt,“ segir Ólafur Nils og helst á honum að skilja að ekki sé hægur leikur að fá menn til að opna augun fyrir því hversu umfangsmikill og stór í sniðum þessi heimur er orðinn. Liðið hefur verið við stífar æfingar að undanförnu og í leikjum sitja menn hlið við hlið. Leikmennirnir eru eftirfarandi: Kristján „kruzer“ Finnsson - Spilar með TropaDeLeet Ólafur Barði „ofvirkur“ Guðmundsson – Spilar með TropaDeLeet Pétur Örn „peterr“ Helgason – Spilar með TropaDeLeet Páll Sindri „pallib0ndi“ Einarsson – Spilar með Malefiq.Tölvutek Víðir „Vejay“ Jóhannsson – Spilar með Malefiq.Tölvutek Erfitt er að henda reiður á hversu margir leggja stund á CS á Íslandi í dag, nú eftir að leikurinn gekk í endurnýjun lífdaga. „Það eru 2700 í hópi á Facebook þar sem leikurinn er til umræðu, en það eru alveg örugglega tvöfalt það. Ég hugsa að spilarar á landinu séu svona 5 til 7 þúsund.“ Vísir mun í kvöld opna sérstaka gátt þar sem fylgjast má með leiknum gegn Svíum.
Leikjavísir Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Sjá meira