Svartur blettur sem verður að uppræta Björn Snæbjörnsson skrifar 29. september 2015 07:00 Því miður er allt of algengt að vinnuveitendur brjóti á ungu fólki. Langflestir sem leita til Einingar-Iðju vegna brota á kjarasamningum starfa við ferðaþjónustu og oftar en ekki er um ungt fólk að ræða. Langur listi Ferðaþjónustan er sú grein sem hefur vaxið hraðast á undanförnum árum og telst vera stærsta atvinnugrein landsins. Vöxturinn hefur verið gríðarlegur og víðast hvar á landinu hafa ný störf skapast. Líklegast er því að ungt fólk stígi sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum með því að starfa við ferðaþjónustu. Kvartanir unga fólksins sem leitar til Einingar-Iðju vegna brota á kjarasamningum eru meðal annars vegna launa undir lágmarkstöxtum, brota á reglum um vaktavinnu, hvíldartíma, jafnaðarkaups (sem er ekki til í kjarasamningum) og launalausrar starfsþjálfunar. Listinn er reyndar ótrúlega langur. Kvörtunum hefur fjölgað á undanförnum árum, hugsanlega í svipuðu hlutfalli og vöxtur ferðaþjónustunnar. Ungt fólk á þetta ekki skilið. Vinnuveitendur verða að taka sig á í þessum efnum og jafnvel virðuleg bókhaldsfyrirtæki. Trúnaður Atvinnurekendur tala gjarnan um „samkeppnishæft rekstrarumhverfi sem stuðli að arðbæru, fjölbreyttu og ábyrgu atvinnulífi sem bæti lífskjör allra“. Eining-Iðja hefur reglulega birt auglýsingar, þar sem brýnt er sérstaklega fyrir starfsfólki í ferðaþjónustu að standa vörð um réttindi sín. Tilefnið er ærið. Þá hefur félagið sömuleiðis gefið út bækling, þar sem tíundaðar eru ýmsar upplýsingar um réttindi launþega. Á heimasíðu Einingar-Iðju er sömuleiðis hægt að nálgast margvíslegan fróðleik og starfsfólk félagsins er ávallt reiðubúið til aðstoðar. Rétt er að undirstrika að öll mál sem koma til félagsins eru trúnaðarmál. Það er því um að gera að hafa samband, ef hlutirnir eru ekki í lagi. Vissulega er oft á tíðum um vankunnáttu að ræða, en þeir sem eru með fólk í vinnu bera ríka ábyrgð. Eining-Iðja kappkostar að standa vörð um hagsmuni félagsmanna. Brot á ungu fólki er svartur blettur á vinnumarkaðnum, sem verður að uppræta. Hlutirnir eiga að vera í lagi, það er svo einfalt. Taktlaus ferðaþjónusta Ferðaþjónustan er orðin ein af undirstöðuatvinnugreinum íslensku þjóðarinnar. Náttúra landsins er helsta aðdráttarafl þeirra erlendu ferðamanna sem heimsækja landið. Bæklingar ferðaþjónustunnar og auglýsingar bera þess glöggt vitni að náttúran lokkar ferðamennina til landsins. Ferðaþjónustan má hins vegar ekki gleyma því að náttúran er í eigu fólksins í landinu. Ferðaþjónustan getur hreinlega ekki verið þekkt fyrir að gera út á íslenska náttúru – sem er í eigu fólksins í landinu – og brjóta á sama tíma umsamin réttindi ungs fólks. Flest bendir til þess að íslensk ferðaþjónusta eflist enn frekar á næstu árum. Þess vegna þurfa allir að ganga í takt. Það er algjörlega taktlaust af ferðaþjónustunni að vera sú atvinnugrein sem helst brýtur á launafólki. Um það er þjóðin örugglega sammála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Snæbjörnsson Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Því miður er allt of algengt að vinnuveitendur brjóti á ungu fólki. Langflestir sem leita til Einingar-Iðju vegna brota á kjarasamningum starfa við ferðaþjónustu og oftar en ekki er um ungt fólk að ræða. Langur listi Ferðaþjónustan er sú grein sem hefur vaxið hraðast á undanförnum árum og telst vera stærsta atvinnugrein landsins. Vöxturinn hefur verið gríðarlegur og víðast hvar á landinu hafa ný störf skapast. Líklegast er því að ungt fólk stígi sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum með því að starfa við ferðaþjónustu. Kvartanir unga fólksins sem leitar til Einingar-Iðju vegna brota á kjarasamningum eru meðal annars vegna launa undir lágmarkstöxtum, brota á reglum um vaktavinnu, hvíldartíma, jafnaðarkaups (sem er ekki til í kjarasamningum) og launalausrar starfsþjálfunar. Listinn er reyndar ótrúlega langur. Kvörtunum hefur fjölgað á undanförnum árum, hugsanlega í svipuðu hlutfalli og vöxtur ferðaþjónustunnar. Ungt fólk á þetta ekki skilið. Vinnuveitendur verða að taka sig á í þessum efnum og jafnvel virðuleg bókhaldsfyrirtæki. Trúnaður Atvinnurekendur tala gjarnan um „samkeppnishæft rekstrarumhverfi sem stuðli að arðbæru, fjölbreyttu og ábyrgu atvinnulífi sem bæti lífskjör allra“. Eining-Iðja hefur reglulega birt auglýsingar, þar sem brýnt er sérstaklega fyrir starfsfólki í ferðaþjónustu að standa vörð um réttindi sín. Tilefnið er ærið. Þá hefur félagið sömuleiðis gefið út bækling, þar sem tíundaðar eru ýmsar upplýsingar um réttindi launþega. Á heimasíðu Einingar-Iðju er sömuleiðis hægt að nálgast margvíslegan fróðleik og starfsfólk félagsins er ávallt reiðubúið til aðstoðar. Rétt er að undirstrika að öll mál sem koma til félagsins eru trúnaðarmál. Það er því um að gera að hafa samband, ef hlutirnir eru ekki í lagi. Vissulega er oft á tíðum um vankunnáttu að ræða, en þeir sem eru með fólk í vinnu bera ríka ábyrgð. Eining-Iðja kappkostar að standa vörð um hagsmuni félagsmanna. Brot á ungu fólki er svartur blettur á vinnumarkaðnum, sem verður að uppræta. Hlutirnir eiga að vera í lagi, það er svo einfalt. Taktlaus ferðaþjónusta Ferðaþjónustan er orðin ein af undirstöðuatvinnugreinum íslensku þjóðarinnar. Náttúra landsins er helsta aðdráttarafl þeirra erlendu ferðamanna sem heimsækja landið. Bæklingar ferðaþjónustunnar og auglýsingar bera þess glöggt vitni að náttúran lokkar ferðamennina til landsins. Ferðaþjónustan má hins vegar ekki gleyma því að náttúran er í eigu fólksins í landinu. Ferðaþjónustan getur hreinlega ekki verið þekkt fyrir að gera út á íslenska náttúru – sem er í eigu fólksins í landinu – og brjóta á sama tíma umsamin réttindi ungs fólks. Flest bendir til þess að íslensk ferðaþjónusta eflist enn frekar á næstu árum. Þess vegna þurfa allir að ganga í takt. Það er algjörlega taktlaust af ferðaþjónustunni að vera sú atvinnugrein sem helst brýtur á launafólki. Um það er þjóðin örugglega sammála.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar