Mæðgin leika mæðgin á sviði Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 29. september 2015 10:00 Anton Brink Við tókum á móti honum á flugvellinum með handjárn og píndum hann til þess að vera með,“ segir Edda Björgvins en hún frumsýndi um helgina leiksýninguna Eddan í annað sinn en í þetta skiptið leikur Björgvin Franz sonur hennar sem er nýfluttur heim frá Ameríku eitt aðalhlutverkið. Eddan verður í Austurbæ í haust en var í sýnd í Gamla bíói seinasta vetur. Bergþór Pálsson og Gunnar Hansson voru með í þeirri sýningu en í nýju Eddunni deila Bergþór og Björgvin sviði með Eddu. „Við misstum Gunnar sem var búinn að lofa sér í önnur störf í haust og Björgvin var akkúrat að flytja heim frá Ameríku. Við eigum því miður ekki marga gamanleikara hérna á Íslandi og þeir sem við eigum eru allir brjálæðislega uppteknir. Björgvin er einn af okkar flinkustu gamanleikurum og hans hefur verið sárt saknað. Hann var í fyrstu efins varðandi það að vinna með hinni stjórnsömu mömmu sinni en eftir að hann sá upptöku af sýningunni varð honum á orði að þetta væri andskoti skemmtilegt og sló til.“ Þegar Björgvin samþykkti að vera með í sýningunni tók við mikil vinna við að endurskrifa verkið. Þema Eddunnar er að Edda Björgvins situr fyrir svörum í þykjustu spjallþætti þar sem hún fer yfir ferilinn í máli og myndum. Björgvin er þáttarstjórnandinn og Bergþór Pálsson er tónlistarmaðurinn.„Sýningin gengur útá að „dívan“ ég er alltaf að koma þeim á óvart og troða inn nýjum atriðum að þeim forspurðum og rugla í spjallþættinum. Allir leika sjálfan sig og í nýju Eddunni notfærum við okkur auðvitað fjölskyldutengslin og er móðirin ég stanslaust að niðurlægja og pína soninn. Fyrsta rifrildið gengur t.d. útá að Edda bannar syninum að kalla sig mömmu því að þá haldi fólk að hún sé orðin gömul – hann sé svo ellilegur! Vesalings Björgvin er einnig nuddað upp úr því að vera „bara“ barnaleikari og að hann sé að verða jafn leiðinlegur og pabbi hans! Líklega er meira en helmingurinn í Eddunni núna nýtt efni. Þess vegna var ég á laugardaginn með alveg sama stresshnútinn í maganum og þegar ég frumsýndi Edduna fyrst.“ Edda og Björgvin hafa unnið að fjölmörgum verkefnum saman áður og í veruleikanum dást þau mikið að vinnubrögðum hvort annars. „Björgvin er svo frjór og vandvirkur og hugmyndirnar flæða upp úr honum. Ég fæ líka milljón hugmyndir á mínútu svo við smellum saman. Við erum þar að auki bæði vinnualkar. Það er svo heppilegt að mér finnst Björgvin einn fyndnasti leikari sem við eigum. Auðvitað hefur hver sinn smekk og staðreyndin er sú í sambandi við gamanleikara að fólk annaðhvort elskar okkur eða hefur alls ekki smekk fyrir okkur.“ Bergþór tekur þessu öllu af æðruleysi. „Hann er búinn að vera mér eins og klettur, brosir í gegn um allar breytingarnar, bætir við sig söng og leikatriðum eins og ekkert sé! Hljómburðurinn er greinilega miklu miklu betri hér í Austurbæ, tónlistarstjóranum okkar, Kristjönu Stefánsdóttur, til mikillar ánægju.“ Yngsti sonur Eddu hefur boðið sig fram í hlutverk Björgvins þegar Edda ákveður að reka stóra bróður. „Örverpið er í leiklistarskóla í Ameríku svo hann er næstur í röðinni inn í sýninguna. Mér sýnist sá stutti hafa allt það besta frá okkur öllum í fjölskyldunni og á vonandi eftir að verða frábær leikari – vona samt að hann verði fyrst og fremst hamingjusöm manneskja ef ég á að segja alveg eins og er. Ef ég á að vera alveg heiðarleg þá vonuðum við öll að hann færi að læra tannlækningar til þess að framfleyta okkur fjölskyldunni.“ Menning Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Við tókum á móti honum á flugvellinum með handjárn og píndum hann til þess að vera með,“ segir Edda Björgvins en hún frumsýndi um helgina leiksýninguna Eddan í annað sinn en í þetta skiptið leikur Björgvin Franz sonur hennar sem er nýfluttur heim frá Ameríku eitt aðalhlutverkið. Eddan verður í Austurbæ í haust en var í sýnd í Gamla bíói seinasta vetur. Bergþór Pálsson og Gunnar Hansson voru með í þeirri sýningu en í nýju Eddunni deila Bergþór og Björgvin sviði með Eddu. „Við misstum Gunnar sem var búinn að lofa sér í önnur störf í haust og Björgvin var akkúrat að flytja heim frá Ameríku. Við eigum því miður ekki marga gamanleikara hérna á Íslandi og þeir sem við eigum eru allir brjálæðislega uppteknir. Björgvin er einn af okkar flinkustu gamanleikurum og hans hefur verið sárt saknað. Hann var í fyrstu efins varðandi það að vinna með hinni stjórnsömu mömmu sinni en eftir að hann sá upptöku af sýningunni varð honum á orði að þetta væri andskoti skemmtilegt og sló til.“ Þegar Björgvin samþykkti að vera með í sýningunni tók við mikil vinna við að endurskrifa verkið. Þema Eddunnar er að Edda Björgvins situr fyrir svörum í þykjustu spjallþætti þar sem hún fer yfir ferilinn í máli og myndum. Björgvin er þáttarstjórnandinn og Bergþór Pálsson er tónlistarmaðurinn.„Sýningin gengur útá að „dívan“ ég er alltaf að koma þeim á óvart og troða inn nýjum atriðum að þeim forspurðum og rugla í spjallþættinum. Allir leika sjálfan sig og í nýju Eddunni notfærum við okkur auðvitað fjölskyldutengslin og er móðirin ég stanslaust að niðurlægja og pína soninn. Fyrsta rifrildið gengur t.d. útá að Edda bannar syninum að kalla sig mömmu því að þá haldi fólk að hún sé orðin gömul – hann sé svo ellilegur! Vesalings Björgvin er einnig nuddað upp úr því að vera „bara“ barnaleikari og að hann sé að verða jafn leiðinlegur og pabbi hans! Líklega er meira en helmingurinn í Eddunni núna nýtt efni. Þess vegna var ég á laugardaginn með alveg sama stresshnútinn í maganum og þegar ég frumsýndi Edduna fyrst.“ Edda og Björgvin hafa unnið að fjölmörgum verkefnum saman áður og í veruleikanum dást þau mikið að vinnubrögðum hvort annars. „Björgvin er svo frjór og vandvirkur og hugmyndirnar flæða upp úr honum. Ég fæ líka milljón hugmyndir á mínútu svo við smellum saman. Við erum þar að auki bæði vinnualkar. Það er svo heppilegt að mér finnst Björgvin einn fyndnasti leikari sem við eigum. Auðvitað hefur hver sinn smekk og staðreyndin er sú í sambandi við gamanleikara að fólk annaðhvort elskar okkur eða hefur alls ekki smekk fyrir okkur.“ Bergþór tekur þessu öllu af æðruleysi. „Hann er búinn að vera mér eins og klettur, brosir í gegn um allar breytingarnar, bætir við sig söng og leikatriðum eins og ekkert sé! Hljómburðurinn er greinilega miklu miklu betri hér í Austurbæ, tónlistarstjóranum okkar, Kristjönu Stefánsdóttur, til mikillar ánægju.“ Yngsti sonur Eddu hefur boðið sig fram í hlutverk Björgvins þegar Edda ákveður að reka stóra bróður. „Örverpið er í leiklistarskóla í Ameríku svo hann er næstur í röðinni inn í sýninguna. Mér sýnist sá stutti hafa allt það besta frá okkur öllum í fjölskyldunni og á vonandi eftir að verða frábær leikari – vona samt að hann verði fyrst og fremst hamingjusöm manneskja ef ég á að segja alveg eins og er. Ef ég á að vera alveg heiðarleg þá vonuðum við öll að hann færi að læra tannlækningar til þess að framfleyta okkur fjölskyldunni.“
Menning Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira