Hlaupið hugsanlega vatnsmeira nú en áður sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. september 2015 16:58 Veðurstofan telur mikilvægt að upplýsa almenning um mögulega vatnavá vegna Skaftárhlaups. mynd/veðurstofa íslands Flóðaðstæður munu ríkja við bakka Skaftár næstu daga, en mögulegt er að Skaftá flæði yfir vegi sem liggja nærri árbökkum. Veðurstofan óttast náttúruvá vegna hlaupsins og ráðleggur ferðafólki að halda sig fjarri kötlunum, sem og jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls, þar sem hlaupvatn gæti brotið sér leið upp á yfirborðið. Í tilkynningu frá vatnarvár hópi Veðurstofunnar segir að brennisteinsvetni berist með hlaupvatninu þegar það komi undan jökli. Styrkur þess sé þá svo mikill að það geti skaðað slímhúð í augum og öndunarvegi. Þá myndist sprungur mjög hratt í kringum ketilinn. Jafnframt segir að dæmi séu um að hlaup frá frá katlinum hafi komið undan Síðujökli, sem myndi valda hlaupi í Hverfisfljóti, og þá koma fram við brúna á þjóðvegi 1. Það sé þó ólíklegt, en að fylgst sé vel með fljótinu. Líkur á að hlaupið verði vatnsmeira nú Fylgst er náið með rennsli við Sveinstind, en búast má við að hlaups verði vart þar seint á miðvikudag eða fimmtudag. Síðast hljóp úr eystri Skaftárkatli í júní 2010. Yfirborð íshellunnar hækkar á milli hlaupa en fellur svo þegar vatnið hleypur undan henni. Veðurstofan telur hugsanlegt að ketillinn sé nú víðari og rúmi því meira vatnsmagn, en afleiðingar þess yrðu vatnsmeira hlaup. Lengsta hlé sem hefur orðið milli hlaupa úr þessum katli var 36 mánuður, en þá kom mjög vatnsmikið hlaup með miklu hámarksrennsli, að því er segir í tilkynningu vatnarvárhóps Veðurstofunnar. Skaftárhlaup hófst í gær en upptök hlaupa í Skaftá eru undir tveimur jarðhitakötlum í Vatnajökli. Þegar hleypur úr þeim rennur vatnið fyrst um fjörutíu kílómetra undir jöklinum og síðan tuttugu kílómetra eftir farvegi Skaftár, áður en það kemur að fyrsta vatnshæðamæli, sem er viðvörunarmælir við Sveinstind. Í tilkynningunni segir að söfnunarhraði í katlana sé nokkuð jafn, því sé langur tími á milli flóða jafnan ávísun á stór flóð. Hlaup úr eystri katlinum séu jafnan stærri en þau sem koma úr vestari katlinum. Þá hafi hámarksrennsli í hlaupum úr eystri katlinum orðið mest um 1.500 rúmmetrar á sekúndu. Veður Hlaup í Skaftá Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Flóðaðstæður munu ríkja við bakka Skaftár næstu daga, en mögulegt er að Skaftá flæði yfir vegi sem liggja nærri árbökkum. Veðurstofan óttast náttúruvá vegna hlaupsins og ráðleggur ferðafólki að halda sig fjarri kötlunum, sem og jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls, þar sem hlaupvatn gæti brotið sér leið upp á yfirborðið. Í tilkynningu frá vatnarvár hópi Veðurstofunnar segir að brennisteinsvetni berist með hlaupvatninu þegar það komi undan jökli. Styrkur þess sé þá svo mikill að það geti skaðað slímhúð í augum og öndunarvegi. Þá myndist sprungur mjög hratt í kringum ketilinn. Jafnframt segir að dæmi séu um að hlaup frá frá katlinum hafi komið undan Síðujökli, sem myndi valda hlaupi í Hverfisfljóti, og þá koma fram við brúna á þjóðvegi 1. Það sé þó ólíklegt, en að fylgst sé vel með fljótinu. Líkur á að hlaupið verði vatnsmeira nú Fylgst er náið með rennsli við Sveinstind, en búast má við að hlaups verði vart þar seint á miðvikudag eða fimmtudag. Síðast hljóp úr eystri Skaftárkatli í júní 2010. Yfirborð íshellunnar hækkar á milli hlaupa en fellur svo þegar vatnið hleypur undan henni. Veðurstofan telur hugsanlegt að ketillinn sé nú víðari og rúmi því meira vatnsmagn, en afleiðingar þess yrðu vatnsmeira hlaup. Lengsta hlé sem hefur orðið milli hlaupa úr þessum katli var 36 mánuður, en þá kom mjög vatnsmikið hlaup með miklu hámarksrennsli, að því er segir í tilkynningu vatnarvárhóps Veðurstofunnar. Skaftárhlaup hófst í gær en upptök hlaupa í Skaftá eru undir tveimur jarðhitakötlum í Vatnajökli. Þegar hleypur úr þeim rennur vatnið fyrst um fjörutíu kílómetra undir jöklinum og síðan tuttugu kílómetra eftir farvegi Skaftár, áður en það kemur að fyrsta vatnshæðamæli, sem er viðvörunarmælir við Sveinstind. Í tilkynningunni segir að söfnunarhraði í katlana sé nokkuð jafn, því sé langur tími á milli flóða jafnan ávísun á stór flóð. Hlaup úr eystri katlinum séu jafnan stærri en þau sem koma úr vestari katlinum. Þá hafi hámarksrennsli í hlaupum úr eystri katlinum orðið mest um 1.500 rúmmetrar á sekúndu.
Veður Hlaup í Skaftá Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira