Ytri Rangá aflahæst laxveiðiánna Karl Lúðvíksson skrifar 10. september 2015 13:17 Elvar Magnússon með væna hrygnu úr Langá sem var sleppt að lokinni viðureign. Mynd: KL Nýjar vikutölur um aflabrögð í laxveiðiánum voru birtar í gærkvöldi og af þeim má ráða að ennþá er veiðin ágæt í ánum. Hún er að vísu meira en ágæt í sumum ánum og sem dæmi um það veiddust 507 laxar í liðnni viku í Miðfjarðará en hún er komin í 5485 laxa en það toppar ekkert vikuveiðina í Ytri Rangá en þar veiddust 978 laxar í vikunni og má þar að mestu þakka að maðkveiðin byrjaði 4. september en fram að því hafði veiðin engu að síður verið hreint út sagt frábær. Heildarveiðin í Ytri Rangá er komin í 6609 laxa og ennþá eru sex vikur eftir af veiðitímanum þar. Blanda skilaði 127 löxum á land, Norðurá var með 406 laxa vikuveiði sem er ótrúlega góð tala í henni en hún þykir yfirleitt detta í frekar rólegn gír eftir miðjan ágúst. Eystri Rangá gaf 144 laxa í vikunni, Þverá/Kjarrá 154 laxa og svo Langá með 146 laxa á land í liðinni viku. Fyrstu lokatölurnar eru komnar og þær eru úr Norðurá með 2886 laxa í sumar sem er feyknagott ár í ánni. Straumarnir gáfu 339 laxa á sínar tvær stangir sem er fín veiði og aðeins yfir meðaltali. Það er samkvæmt vikulistanum frá Landssambandi Veiðifélaga ennþá fín veiði í flestum ánum og ennþá á eftir að veiða í um það bil tvær vikur í viðbót svo þessar tölur gætu enn hækkað. Mest lesið Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Það liggja dauðir urriðar á botni Þingvallavatns segir Kárastaðabóndinn Veiði Sala veiðileyfa mjög góð hjá Hreggnasa Veiði Urriðafoss opnar 1. júní fyrir veiði Veiði Mjög gott í Langá Veiði Ágætis veiðitímabil á enda Veiði Veiðin í ár mikil vonbrigði Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði 54 laxar úr síðasta holli í Víðidalsá Veiði
Nýjar vikutölur um aflabrögð í laxveiðiánum voru birtar í gærkvöldi og af þeim má ráða að ennþá er veiðin ágæt í ánum. Hún er að vísu meira en ágæt í sumum ánum og sem dæmi um það veiddust 507 laxar í liðnni viku í Miðfjarðará en hún er komin í 5485 laxa en það toppar ekkert vikuveiðina í Ytri Rangá en þar veiddust 978 laxar í vikunni og má þar að mestu þakka að maðkveiðin byrjaði 4. september en fram að því hafði veiðin engu að síður verið hreint út sagt frábær. Heildarveiðin í Ytri Rangá er komin í 6609 laxa og ennþá eru sex vikur eftir af veiðitímanum þar. Blanda skilaði 127 löxum á land, Norðurá var með 406 laxa vikuveiði sem er ótrúlega góð tala í henni en hún þykir yfirleitt detta í frekar rólegn gír eftir miðjan ágúst. Eystri Rangá gaf 144 laxa í vikunni, Þverá/Kjarrá 154 laxa og svo Langá með 146 laxa á land í liðinni viku. Fyrstu lokatölurnar eru komnar og þær eru úr Norðurá með 2886 laxa í sumar sem er feyknagott ár í ánni. Straumarnir gáfu 339 laxa á sínar tvær stangir sem er fín veiði og aðeins yfir meðaltali. Það er samkvæmt vikulistanum frá Landssambandi Veiðifélaga ennþá fín veiði í flestum ánum og ennþá á eftir að veiða í um það bil tvær vikur í viðbót svo þessar tölur gætu enn hækkað.
Mest lesið Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Það liggja dauðir urriðar á botni Þingvallavatns segir Kárastaðabóndinn Veiði Sala veiðileyfa mjög góð hjá Hreggnasa Veiði Urriðafoss opnar 1. júní fyrir veiði Veiði Mjög gott í Langá Veiði Ágætis veiðitímabil á enda Veiði Veiðin í ár mikil vonbrigði Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði 54 laxar úr síðasta holli í Víðidalsá Veiði