Mercedes fram úr Audi í sölu Finnur Thorlacius skrifar 11. september 2015 11:41 Mercedes Benz GLC. Til margra ára hefur röð þýsku lúxusbílaframleiðendanna í sölumagni í heiminum verið á þann veg að BMW hefur verið söluhæst, Audi í öðru sæti og Mercedes Benz í þriðja sæti. Það sem af er liðið ári er þó Mercedes Benz búið að taka fram úr Audi og stefnir því í að Benz taki annað sætið af Audi þetta árið. Mercedes Benz hefur selt 1,19 milljón bíla fyrstu 8 mánuði ársins en Audi 1,18. Aðeins munar þarna 10.880 bílum. Það sem ríður baggamuninum er ágæt sala Mercedes Benz í Kína á meðan Audi hefur horft uppá minnkandi sölu þar, sem og BMW. Í ágúst var Mercedes Benz eitt þessara þriggja fyrirtækja að ná aukinni sölu frá fyrra ári í Kína og nam vöxturinn hvorki meira né minna en 53% á meðan sala Audi þar minnkaði um 4,1% og BMW um 0,9%. Það er ekki nóg með að Benz hafi náð Audi í heildarsölu í heiminum heldur er stutt í BMW, sala þess út ágúst nemur 1,21 milljón bíla. Því gæti árið endað þannig að Mercedes Benz verði aftur orðið söluhæst þessara þriggja framleiðenda, en Benz missta þann tiltil til BMW árið 2005. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent
Til margra ára hefur röð þýsku lúxusbílaframleiðendanna í sölumagni í heiminum verið á þann veg að BMW hefur verið söluhæst, Audi í öðru sæti og Mercedes Benz í þriðja sæti. Það sem af er liðið ári er þó Mercedes Benz búið að taka fram úr Audi og stefnir því í að Benz taki annað sætið af Audi þetta árið. Mercedes Benz hefur selt 1,19 milljón bíla fyrstu 8 mánuði ársins en Audi 1,18. Aðeins munar þarna 10.880 bílum. Það sem ríður baggamuninum er ágæt sala Mercedes Benz í Kína á meðan Audi hefur horft uppá minnkandi sölu þar, sem og BMW. Í ágúst var Mercedes Benz eitt þessara þriggja fyrirtækja að ná aukinni sölu frá fyrra ári í Kína og nam vöxturinn hvorki meira né minna en 53% á meðan sala Audi þar minnkaði um 4,1% og BMW um 0,9%. Það er ekki nóg með að Benz hafi náð Audi í heildarsölu í heiminum heldur er stutt í BMW, sala þess út ágúst nemur 1,21 milljón bíla. Því gæti árið endað þannig að Mercedes Benz verði aftur orðið söluhæst þessara þriggja framleiðenda, en Benz missta þann tiltil til BMW árið 2005.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent