Við þurfum að fara að hugsa hnattrænt Magnús Guðmundsson skrifar 12. september 2015 10:00 Vilborg Dagbjartsdóttir skáld og kennari segist alltaf hafa litið á það sem einstaka heppni að velja sér kennarastarfið. Visir/GVA Vilborg Dagbjartsdóttir skáld tekur brosandi á móti fyrirferðarmiklum blaðamanni í gömlu tvílyftu timburhúsi og býður til stofu. Það brakar í gólffjölunum og í efri stofunni fyllir ilmurinn af nýlöguðu kaffi hvern krók og kima þar sem við sitjum umkringd marglesnum bókum á öllum veggjum. Vilborg hefur sérstaklega hlýlega nærveru, klingjandi hlátur lífsglaðrar konu og brosið í augunum er aldrei langt undan, sérstaklega þegar hún minnist æskuáranna á Vestdalseyrinni við Seyðisfjörð. „Það var oft líf og fjör hjá okkur og krakkarnir léku öll saman, þau eldri þurftu að passa þau yngri, og allir voru saman í leik. Ég var númer níu í systkinahópnum og ein af þeim yngri og við lékum okkur á Gránubalanum og á tjörninni á veturna sem var leikvöllur okkar krakkanna á Eyrinni. Vestdalseyrin var í þá tíð aðalbyggðin á Seyðisfirði en hún stóð á norðurströndinni, nokkru utar en kaupstaðurinn sem byggðist svo meira upp seinna meir.Hernámu leikvöllinn Allt tók að breytast þegar breski herinn kom og lagði allt undir sig og þar á meðal tjörnina sem hafði alla tíð verið leikvöllur krakkanna á Vestdalseyri. Þeir fylltu upp í tjörnina og breyttu leikvellinum okkar í alþjóðlega réttan fótboltavöll og við vorum agalega reið yfir þessu. Þegar skipalestirnar komu þá settu þeir á alvöru fótboltaleiki en við krakkarnir röðuðum okkur upp við völlinn og ef boltinn fór út af þá reyndum við að taka hann því við vorum í stríði við heimsveldið út af leikvellinum. En þessir strákar höfðu náttúrulega ekkert annað við að vera þegar þeir voru í fríi frá hermennskunni en að keppa í fótbolta og það var gaman að horfa á þetta. Fólk átti í góðu sambandi við þá því þegar herinn kom til Seyðisfjarðar þá fluttu þeir víða inn. Tóku barnaskólann og svona en skiluðu því svo aftur þegar þeir voru búnir að byggja skálana. Þetta hafa verið skelfilegar íverur, allt óeinangrað og enginn grunnur þannig það hefur verið skítkalt og rakt í þessum húsum. Þeir áttu nú margir hverjir bágt og þá sérstaklega Bretarnir. Ég man að einu sinni settist einn þeirra á stein og fór að gráta af því að við vildum ekki leyfa honum að vera með í leiknum, hann var ekki nema sextán ára offisjeraþjónn. Hann fékk nú oft að vera með okkur en í þetta skiptið voru einhver hortugheit í okkur. En Seyðfirðingar hafa alltaf kunnað, eins og Þórbergur hefði kallað það, að vera með þjóðum. Þetta hefur alltaf verið dáldið alþjóðlegur staður. Það var titlatog og þéringar á Seyðisfirði í þá tíð og Seyðfirðingar voru heimsborgarar.“Þjóðsögur og draugar Það voru líka erfiðir tímar í æsku Vilborgar. Sár systkinamissir og ung að aldri var hún send til Norðfjarðar í vist hjá vandalausum til þess að forða henni undan berklum og í Neskaupstað tók hún barnapróf og gagnfræðapróf. Með dugnaði og góðum gáfum tókst Vilborgu að komast til mennta í Reykjavík þar sem hún nam leiklist hjá Lárusi Pálssyni og Gunnari Hanssen og gekk í kennaraskólann. Vilborg minnist þess tíma með brosi en við látum erfiðleikana hvíla í kyrrþey í ljóðunum hennar. „Ég hef alltaf litið á það sem einstaka heppni að ég skyldi velja mér það starf að verða kennari og ég var það í 46 ár og fannst alltaf gaman. Hef líka alltaf haft svo gaman af bókum. Heima á Seyðisfirði var amtsbókasafn og skammtaðar fimm bækur vikulega. Jóhann bróðir hljóp inn í safnið að sækja bækur og ég nauðaði í honum því mér fannst svo gaman að barnabókum og hef það enn. Það var ekkert vinsælt að vera að taka smákrakkabækur en ég nauðaði þetta út en gat svo sem lesið hvað sem var og gerði það. En lestur á þjóðsögum og að segja draugasögur var hluti af minni æsku og það var líka menntun. Sigfús Sigfússon þjóðsagnasafnari var á Vestdalseyrinni og átti þar heima en bjó illa. Hann hafði svo lítið pláss að um tíma geymdi mamma handritin hans. Í gegnum hann þá höfðum við mikinn áhuga á þessum sögum en Sigfús var sjálfur myrkfælinn. Einu sinn var mamma að fara inn í bæ og þegar hún var að koma þarna upp kinnina eins og það var kallað þá sér hún Sigfús á leiðinni úteftir. Hún var nú að flýta sín, við sögðum flýta sín og flýta mín – það var málvenja, svo hún ætlaði að fara fram úr Sigfúsi en hann var svo reiður að hann reiddi upp stafinn því hann vildi sko ekki fá okkar ættardraug á eftir sér. Því hann trúði því að ef einhver færi fram úr honum þá yrði fylgjan eftir hjá honum og það var honum mjög illa við.“Vilborg Dagbjartsdóttir skáld bláklukkaSkynja almættið Ljóðasafn Vilborgar kom út fyrir skömmu og svar Vilborgar við því hvernig hafi nú verið að fá svona heildarverk í hendurnar þarf kannski ekki að koma á óvart. Lítillætið ræður för. „Þegar ég fékk þessa bók í hendurnar þá trúði ég bara ekki mínum eigin augum og þau Silja Aðalsteinsdóttir og Jóhann Páll Valdimarsson hafa staðið ákaflega vel að þessu og það er fallegur formálinn hans Þorleifs Haukssonar en maður á ekki að vera að hrósa sjálfum sér. Bláklukkurnar á kápunni eru íslenska bláklukkan og hana þykir mér ákaflega vænt um enda er þetta einkennisblóm Austurlands og svo hafði ég alltaf mikið gaman af grasafræði.“ Það eru ófá yrkisefnin sem Vilborg hefur tekist á við á löngum ferli; sorgin gleðin náttúran og margt fleira, en það sem er henni efst í huga um þessar mundir er samt pólitík og guðstrú. „Ég hef alla tíð litið á mig sem verndaða af almættinu. Hef alltaf haft þessa tilfinningu af návist guðs og það jafnvel þótt að ég sé svaka kommi og hafi verið rekin úr Landakotsskóla fyrir að vera kommi, þá hef ég alltaf haft þessa tilfinningu. Ég skynja almættið í náttúrunni og heiminum en ég er ekkert svo mikið fyrir Jesú, eða slíkt, heldur bara drottin Guð. Þetta sem heldur heiminum saman. Það er ákveðin sátt í mínum ljóðum og ég er sátt við lífið. Ég er ekki óhamingjusöm. Ég veit að ég er orðin áttatíu og fimm ára og ég þakka fyrir hvern dag. Ég er komin á þann aldur að hver dagur er bónus svo maður tali nú ekki um árin.Við berum ábyrgð En guðstrúin er líka nátengd alheimspólitíkinni. Í dag stendur heimurinn frammi fyrir trúarbragðastyrjöldum en Allah og Jahve eru sami guð. Þetta er allt okkar allra. Bara aðrir spámenn. Mér finnst að einhvern veginn ætti að vera hægt að hugsa þetta í meiri heild. Það þarf að fara að hugsa hnattrænt og hugsa um það að við búum hér saman á hnetti. Það eiga allir að líta svo á að allir menn hafi rétt og líka dýrin og við megum ekki heldur níðast á jörðinni eða gróðrinum. Í öllu uppeldi og öllu sem við segjum og gerum þá þurfum við að vera á vakt með það að við erum bara jarðarbúar. Við erum ekki bara Íslendingar, sem höfum helgað okkur stóran hluta jarðarinnar með öllu til alls, heldur erum við eitt með öllu lífi á þessum hnetti. Þá á ég líka við dýrin, gróðurinn og loftslagið. Allt er þetta ein órofa heild og þannig verðum við að hugsa þetta. Við berum ábyrgð á því að halda þessu öllu í jafnvægi. Annað sem ég hugsa mikið um er þetta ofboðslega misrétti eftir því hvar menn eru á hnettinum. Ég var nú ein af þeim sem voru alltaf að fjandskapast út í Þjóðverja en mér finnst það sem Angela Merkel er að gera núna vera alveg geysilega fallegt. Hún stendur upp til þess að styðja við flóttafókið á alveg sérstakan hátt og ég held að það séu framundan þeir tímar þar sem við þurfum öll að gera okkur grein fyrir því að við getum ekki múrað okkur inni og verið með læst hlið. Við þurfum að fara að taka tillit til allra jarðarbúa og að það séu lágmarksskyldur sem gildi alls staðar á jörðinni.Við erum flóttamenn Ég held satt að segja að það sé nokkuð vakandi í fólki hér að vilja vera gott. Fólksfæðin er slík að við höfum þurft að þakka fyrir þá sem við fáum til okkar. Í þessu fámenni á þessu stóra landi höfum við líka þurft að þiggja margt af heiminum og við getum ekki verið svo vanþakklát að bera á móti því. Mér finnst samt erfitt að átta á mig á því hvernig við mundum taka stórauknum straumi fólks til okkar en staðreyndin er að stór hluti af mannkyninu er á flótta. Það þarf að taka upp allsherjar stefnu í heiminum til þess að koma fólki í skjól – það fyllir mann skelfingu að sjá allt þetta fólk deyja í hafinu – hafinu okkar allra. Hugsum okkur samt ef við værum dæmd til þess að taka á móti svo og svo stórum kvóta þá verðum við að gera það. Hins vegar skal ég játa að ég er óskaplega hrifin af því að eiga þetta gamla tungumál og þessa gömlu menningu. Ég kann því vel að þekkja ætt mína alveg aftur til Skotlands, svona eins og við gerum, en forfaðir minn var Ketill Flatnefur sem var konungur í Suðureyjum – Auður djúpúðga var dóttir hans en þeir vildu drepa hana af því að hún var svo gáfuð og ég auðvitað trúi öllum þessum sögum,“ segir Vilborg og hlær. „En svona var þetta þegar við komum hingað, þá vorum við á flótta – menn komu hingað til að njóta lífs og frelsis. En þegar við komum hingað til Íslands þá voru hérna íbúar, það var hérna gróður, fuglar og annað líf bæði á sjó og landi sem við tróðum niður, gerðum að okkar og arðrændum. En ég gæti nú aldrei gengið eins langt og jógarnir og lifað bara á loftinu og guðstrúnni. Ég læt mig hafa það að stela fuglaeggjum og éta lambasteik,“ segir Vilborg og skellihlær sínum bjarta líflega hlátri. „En sem gamall kennari þá verð ég að segja að nú finnst mér að við þurfum að fara að ala upp heimsborgara. Það þarf að ræða þetta strax við börnin.“Vilborg Dagbjartsdóttir skáldYtri áhrif Íslendingar hafa löngum auðgað sína menningu með ytri áhrifum eins og aðrar þjóðir gera og ágætt dæmi um slíkt er einmitt að finna í ljóðum Vilborgar sem hefur mikið unnið með japönsku ljóðaformin tönku og hæku. „Ég var óskaplega hrifin af þessu. Það var orðið soldið stagnerað, stökurnar okkar, en hækan og tankan eru svo óskaplega flott form en samt svo einfalt og í senn bæði frjálslegt og bundið. Mér finnst ferskeytlan okkar afskaplega falleg og hún heldur alltaf sínu en tankan og hækan – þegar þær takast þá er svo mikil mýkt. Það verða að vera 5 7 5 og tveimur línum meira í tönkunni. En svo þegar maður er búinn að venja sig á þetta þá fer maður að hugsa alveg eins og Íslendingarnir hugsuðu í ferskeytlunni. En þetta er gott dæmi um það hvernig við getum sótt í menningu annarra þjóða og auðgað með því okkar eigin menningu og tungumál. Ég er líka enn að yrkja og átti nokkur ljóð sem eru alveg ný og eru hérna aftast í bókinni. Silja tók þetta inn í bókina. Þar á meðal er þetta sem er ljóð sem er tileinkað Stephen Hawking. Ég hugsaði mikið um hans heimsmynd. Hann er mikið fatlaður en stórgáfaður maður og ég bara barnakennari og stautari en hann kenndi okkur að sónninn sem við heyrum er ómurinn af Miklahvelli. UpphafsorðiðTileinkað Stephen W. Hawking Upphafið var dauðakyrrt autt og tómt Svartamyrkur grúfði yfir tóminu Tómið var ekki galtómt. Það var ljósvaki í því. Hann bærði á sér og til varð kraftur þyngdarkrafturinn. (Við megum ef við viljum kalla hann Guð) Fyrir tilverknað þyngdarkraftsins hóf ljósvakinn upp raust sína og sagði VERÐI LJÓS! Þegar ljósið sprakk út varð mikill hvellur! Við heyrum enn daufan enduróminn. Bókmenntir Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Vilborg Dagbjartsdóttir skáld tekur brosandi á móti fyrirferðarmiklum blaðamanni í gömlu tvílyftu timburhúsi og býður til stofu. Það brakar í gólffjölunum og í efri stofunni fyllir ilmurinn af nýlöguðu kaffi hvern krók og kima þar sem við sitjum umkringd marglesnum bókum á öllum veggjum. Vilborg hefur sérstaklega hlýlega nærveru, klingjandi hlátur lífsglaðrar konu og brosið í augunum er aldrei langt undan, sérstaklega þegar hún minnist æskuáranna á Vestdalseyrinni við Seyðisfjörð. „Það var oft líf og fjör hjá okkur og krakkarnir léku öll saman, þau eldri þurftu að passa þau yngri, og allir voru saman í leik. Ég var númer níu í systkinahópnum og ein af þeim yngri og við lékum okkur á Gránubalanum og á tjörninni á veturna sem var leikvöllur okkar krakkanna á Eyrinni. Vestdalseyrin var í þá tíð aðalbyggðin á Seyðisfirði en hún stóð á norðurströndinni, nokkru utar en kaupstaðurinn sem byggðist svo meira upp seinna meir.Hernámu leikvöllinn Allt tók að breytast þegar breski herinn kom og lagði allt undir sig og þar á meðal tjörnina sem hafði alla tíð verið leikvöllur krakkanna á Vestdalseyri. Þeir fylltu upp í tjörnina og breyttu leikvellinum okkar í alþjóðlega réttan fótboltavöll og við vorum agalega reið yfir þessu. Þegar skipalestirnar komu þá settu þeir á alvöru fótboltaleiki en við krakkarnir röðuðum okkur upp við völlinn og ef boltinn fór út af þá reyndum við að taka hann því við vorum í stríði við heimsveldið út af leikvellinum. En þessir strákar höfðu náttúrulega ekkert annað við að vera þegar þeir voru í fríi frá hermennskunni en að keppa í fótbolta og það var gaman að horfa á þetta. Fólk átti í góðu sambandi við þá því þegar herinn kom til Seyðisfjarðar þá fluttu þeir víða inn. Tóku barnaskólann og svona en skiluðu því svo aftur þegar þeir voru búnir að byggja skálana. Þetta hafa verið skelfilegar íverur, allt óeinangrað og enginn grunnur þannig það hefur verið skítkalt og rakt í þessum húsum. Þeir áttu nú margir hverjir bágt og þá sérstaklega Bretarnir. Ég man að einu sinni settist einn þeirra á stein og fór að gráta af því að við vildum ekki leyfa honum að vera með í leiknum, hann var ekki nema sextán ára offisjeraþjónn. Hann fékk nú oft að vera með okkur en í þetta skiptið voru einhver hortugheit í okkur. En Seyðfirðingar hafa alltaf kunnað, eins og Þórbergur hefði kallað það, að vera með þjóðum. Þetta hefur alltaf verið dáldið alþjóðlegur staður. Það var titlatog og þéringar á Seyðisfirði í þá tíð og Seyðfirðingar voru heimsborgarar.“Þjóðsögur og draugar Það voru líka erfiðir tímar í æsku Vilborgar. Sár systkinamissir og ung að aldri var hún send til Norðfjarðar í vist hjá vandalausum til þess að forða henni undan berklum og í Neskaupstað tók hún barnapróf og gagnfræðapróf. Með dugnaði og góðum gáfum tókst Vilborgu að komast til mennta í Reykjavík þar sem hún nam leiklist hjá Lárusi Pálssyni og Gunnari Hanssen og gekk í kennaraskólann. Vilborg minnist þess tíma með brosi en við látum erfiðleikana hvíla í kyrrþey í ljóðunum hennar. „Ég hef alltaf litið á það sem einstaka heppni að ég skyldi velja mér það starf að verða kennari og ég var það í 46 ár og fannst alltaf gaman. Hef líka alltaf haft svo gaman af bókum. Heima á Seyðisfirði var amtsbókasafn og skammtaðar fimm bækur vikulega. Jóhann bróðir hljóp inn í safnið að sækja bækur og ég nauðaði í honum því mér fannst svo gaman að barnabókum og hef það enn. Það var ekkert vinsælt að vera að taka smákrakkabækur en ég nauðaði þetta út en gat svo sem lesið hvað sem var og gerði það. En lestur á þjóðsögum og að segja draugasögur var hluti af minni æsku og það var líka menntun. Sigfús Sigfússon þjóðsagnasafnari var á Vestdalseyrinni og átti þar heima en bjó illa. Hann hafði svo lítið pláss að um tíma geymdi mamma handritin hans. Í gegnum hann þá höfðum við mikinn áhuga á þessum sögum en Sigfús var sjálfur myrkfælinn. Einu sinn var mamma að fara inn í bæ og þegar hún var að koma þarna upp kinnina eins og það var kallað þá sér hún Sigfús á leiðinni úteftir. Hún var nú að flýta sín, við sögðum flýta sín og flýta mín – það var málvenja, svo hún ætlaði að fara fram úr Sigfúsi en hann var svo reiður að hann reiddi upp stafinn því hann vildi sko ekki fá okkar ættardraug á eftir sér. Því hann trúði því að ef einhver færi fram úr honum þá yrði fylgjan eftir hjá honum og það var honum mjög illa við.“Vilborg Dagbjartsdóttir skáld bláklukkaSkynja almættið Ljóðasafn Vilborgar kom út fyrir skömmu og svar Vilborgar við því hvernig hafi nú verið að fá svona heildarverk í hendurnar þarf kannski ekki að koma á óvart. Lítillætið ræður för. „Þegar ég fékk þessa bók í hendurnar þá trúði ég bara ekki mínum eigin augum og þau Silja Aðalsteinsdóttir og Jóhann Páll Valdimarsson hafa staðið ákaflega vel að þessu og það er fallegur formálinn hans Þorleifs Haukssonar en maður á ekki að vera að hrósa sjálfum sér. Bláklukkurnar á kápunni eru íslenska bláklukkan og hana þykir mér ákaflega vænt um enda er þetta einkennisblóm Austurlands og svo hafði ég alltaf mikið gaman af grasafræði.“ Það eru ófá yrkisefnin sem Vilborg hefur tekist á við á löngum ferli; sorgin gleðin náttúran og margt fleira, en það sem er henni efst í huga um þessar mundir er samt pólitík og guðstrú. „Ég hef alla tíð litið á mig sem verndaða af almættinu. Hef alltaf haft þessa tilfinningu af návist guðs og það jafnvel þótt að ég sé svaka kommi og hafi verið rekin úr Landakotsskóla fyrir að vera kommi, þá hef ég alltaf haft þessa tilfinningu. Ég skynja almættið í náttúrunni og heiminum en ég er ekkert svo mikið fyrir Jesú, eða slíkt, heldur bara drottin Guð. Þetta sem heldur heiminum saman. Það er ákveðin sátt í mínum ljóðum og ég er sátt við lífið. Ég er ekki óhamingjusöm. Ég veit að ég er orðin áttatíu og fimm ára og ég þakka fyrir hvern dag. Ég er komin á þann aldur að hver dagur er bónus svo maður tali nú ekki um árin.Við berum ábyrgð En guðstrúin er líka nátengd alheimspólitíkinni. Í dag stendur heimurinn frammi fyrir trúarbragðastyrjöldum en Allah og Jahve eru sami guð. Þetta er allt okkar allra. Bara aðrir spámenn. Mér finnst að einhvern veginn ætti að vera hægt að hugsa þetta í meiri heild. Það þarf að fara að hugsa hnattrænt og hugsa um það að við búum hér saman á hnetti. Það eiga allir að líta svo á að allir menn hafi rétt og líka dýrin og við megum ekki heldur níðast á jörðinni eða gróðrinum. Í öllu uppeldi og öllu sem við segjum og gerum þá þurfum við að vera á vakt með það að við erum bara jarðarbúar. Við erum ekki bara Íslendingar, sem höfum helgað okkur stóran hluta jarðarinnar með öllu til alls, heldur erum við eitt með öllu lífi á þessum hnetti. Þá á ég líka við dýrin, gróðurinn og loftslagið. Allt er þetta ein órofa heild og þannig verðum við að hugsa þetta. Við berum ábyrgð á því að halda þessu öllu í jafnvægi. Annað sem ég hugsa mikið um er þetta ofboðslega misrétti eftir því hvar menn eru á hnettinum. Ég var nú ein af þeim sem voru alltaf að fjandskapast út í Þjóðverja en mér finnst það sem Angela Merkel er að gera núna vera alveg geysilega fallegt. Hún stendur upp til þess að styðja við flóttafókið á alveg sérstakan hátt og ég held að það séu framundan þeir tímar þar sem við þurfum öll að gera okkur grein fyrir því að við getum ekki múrað okkur inni og verið með læst hlið. Við þurfum að fara að taka tillit til allra jarðarbúa og að það séu lágmarksskyldur sem gildi alls staðar á jörðinni.Við erum flóttamenn Ég held satt að segja að það sé nokkuð vakandi í fólki hér að vilja vera gott. Fólksfæðin er slík að við höfum þurft að þakka fyrir þá sem við fáum til okkar. Í þessu fámenni á þessu stóra landi höfum við líka þurft að þiggja margt af heiminum og við getum ekki verið svo vanþakklát að bera á móti því. Mér finnst samt erfitt að átta á mig á því hvernig við mundum taka stórauknum straumi fólks til okkar en staðreyndin er að stór hluti af mannkyninu er á flótta. Það þarf að taka upp allsherjar stefnu í heiminum til þess að koma fólki í skjól – það fyllir mann skelfingu að sjá allt þetta fólk deyja í hafinu – hafinu okkar allra. Hugsum okkur samt ef við værum dæmd til þess að taka á móti svo og svo stórum kvóta þá verðum við að gera það. Hins vegar skal ég játa að ég er óskaplega hrifin af því að eiga þetta gamla tungumál og þessa gömlu menningu. Ég kann því vel að þekkja ætt mína alveg aftur til Skotlands, svona eins og við gerum, en forfaðir minn var Ketill Flatnefur sem var konungur í Suðureyjum – Auður djúpúðga var dóttir hans en þeir vildu drepa hana af því að hún var svo gáfuð og ég auðvitað trúi öllum þessum sögum,“ segir Vilborg og hlær. „En svona var þetta þegar við komum hingað, þá vorum við á flótta – menn komu hingað til að njóta lífs og frelsis. En þegar við komum hingað til Íslands þá voru hérna íbúar, það var hérna gróður, fuglar og annað líf bæði á sjó og landi sem við tróðum niður, gerðum að okkar og arðrændum. En ég gæti nú aldrei gengið eins langt og jógarnir og lifað bara á loftinu og guðstrúnni. Ég læt mig hafa það að stela fuglaeggjum og éta lambasteik,“ segir Vilborg og skellihlær sínum bjarta líflega hlátri. „En sem gamall kennari þá verð ég að segja að nú finnst mér að við þurfum að fara að ala upp heimsborgara. Það þarf að ræða þetta strax við börnin.“Vilborg Dagbjartsdóttir skáldYtri áhrif Íslendingar hafa löngum auðgað sína menningu með ytri áhrifum eins og aðrar þjóðir gera og ágætt dæmi um slíkt er einmitt að finna í ljóðum Vilborgar sem hefur mikið unnið með japönsku ljóðaformin tönku og hæku. „Ég var óskaplega hrifin af þessu. Það var orðið soldið stagnerað, stökurnar okkar, en hækan og tankan eru svo óskaplega flott form en samt svo einfalt og í senn bæði frjálslegt og bundið. Mér finnst ferskeytlan okkar afskaplega falleg og hún heldur alltaf sínu en tankan og hækan – þegar þær takast þá er svo mikil mýkt. Það verða að vera 5 7 5 og tveimur línum meira í tönkunni. En svo þegar maður er búinn að venja sig á þetta þá fer maður að hugsa alveg eins og Íslendingarnir hugsuðu í ferskeytlunni. En þetta er gott dæmi um það hvernig við getum sótt í menningu annarra þjóða og auðgað með því okkar eigin menningu og tungumál. Ég er líka enn að yrkja og átti nokkur ljóð sem eru alveg ný og eru hérna aftast í bókinni. Silja tók þetta inn í bókina. Þar á meðal er þetta sem er ljóð sem er tileinkað Stephen Hawking. Ég hugsaði mikið um hans heimsmynd. Hann er mikið fatlaður en stórgáfaður maður og ég bara barnakennari og stautari en hann kenndi okkur að sónninn sem við heyrum er ómurinn af Miklahvelli. UpphafsorðiðTileinkað Stephen W. Hawking Upphafið var dauðakyrrt autt og tómt Svartamyrkur grúfði yfir tóminu Tómið var ekki galtómt. Það var ljósvaki í því. Hann bærði á sér og til varð kraftur þyngdarkrafturinn. (Við megum ef við viljum kalla hann Guð) Fyrir tilverknað þyngdarkraftsins hóf ljósvakinn upp raust sína og sagði VERÐI LJÓS! Þegar ljósið sprakk út varð mikill hvellur! Við heyrum enn daufan enduróminn.
Bókmenntir Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira