Íslenski boltinn

Breiðablik taplaust á tímabilinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Breiðablik fagnar sigrinum á Akureyri.
Breiðablik fagnar sigrinum á Akureyri. vísir/daníel
Lokaumferðin í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu fór fram í dag. Lítil sem engin spenna var - þar sem ljóst var hvaða lið myndu falla og hvaða lið yrði meistari.

Breiðablik tók á móti Íslandsmeistaratitlinum eftir 3-0 sigur á ÍBV, en þeir tryggðu sér titilinn í síðustu umferð. Þær unnu sextán leiki og gerðu tvö jafntefli, en þær töpuðu ekki leik.

Stjarnan, KR og Valur unnu einnig öll góða sigra, en KR hefur unnið þrjá af síðustu fimm leikjum sínum. Þór/KA náði ekki að skjótast upp fyrir Selfoss í þriðja sætið, en þær töpuðu 4-2 á Selfossi.

Öll úrslit og markaskorara má sjá hér að neðan, en þeir eru fengnir frá úrslit.net.

Úrslit og markaskorarar:

Valur - Þróttur 5-0

1-0 Katia Maanane (21.), 2-0 Vesna Elísa Smiljkovic (47.), 3-0 Agla María Albertsdóttir (56.), 4-0 Vesna Elísa Smiljkovic (62.), 5-0 Agla María Albertsdóttir (83.).

Stjarnan - Afturelding 6-0

1-0 Poliana Barbosa Medeiros (9.), 2-0 Poliana Barbosa Medeiros (10.), 3-0 Anna Björk Kristjánsdóttir (19.), 4-0 (60.), , 5-0 (75.), 6-0 (80.).

Selfoss - Þór/KA 4-2

1-0 (10.), 1-1 (29.), 1-2 (65.), 2-2 (75.), 3-2 (87.), 4-2 (9.1).  

Fylkir - KR 1-2

0-1 Shakira Duncan (34.), 0-2 Kelsey Loupee (53). 1-2 (69.).

Breiðablik - ÍBV 3-0

1-0 Aldís Kara Lúðvíksdóttir (19.), 2-0 Telma Hjaltalín Þrastardóttir (31.), 3-0 Telma Hjaltalín Þrastardóttir (88.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×