Tómt tjón Berglind Pétursdóttir skrifar 14. september 2015 07:00 Ég var að rúnta á smájeppanum á föstudaginn með fullan bíl af kanilsnúðum og hressan leikskóladreng í aftursætinu. Fössari í fólki og við á leiðinni heim að njóta helgarinnar. Í allri gleðinni misfórst að líta til hægri og vinstri og allt í einu var bíllinn stopp í árekstri á miðjum gatnamótum. Maðurinn sem steig út úr hinum bílnum reyndist auðvitað vera hinn viðkunnanlegasti náungi, bað mig að hafa sig afsakaðan meðan hann léti konuna sína vita að honum myndi seinka örlítið. Úff, gat nú skeð, klessti bílinn hjá besta gæjanum í bænum. Eftir að hafa komið frúnni í ró sneri hann sér að mér og byrjaði að fylla út plagg. Ég var svo hissa á að hann væri ekki að skamma mig. Ég sá á skýrslunni að hann var 15 árum eldri en ég, fæddur sama ár og stóri bróðir minn, sem myndi heldur ekki skamma mig ef ég myndi keyra á hann. Mögulega átti þessi líka klaufska systur. Ég þurfti að hafa mig alla við til að fara ekki að skæla framan í vinalegan þolanda þessa aulalega áreksturs (sem var nota bene hundrað prósent mér að kenna) svo ég kyngdi hverjum kökknum á fætur öðrum og fyllti út tjónaskýrslu með lélegum penna og spjallaði um að enginn gengi lengur með penna á sér. Ég byrgði inni tilfinningar mínar í dágóða stund. Korteri seinna, þegar ég var komin heim í forstofu brast stíflan og ég byrjaði að sprengigráta framan í kærastann minn. Hann klæddi sig í regnföt og huggaði mig, laug því að mér að ég væri frábær ökumaður og svona gæti hent hvern sem er. Nú neyðist ég til að taka það úr ferilskránni minni að ég sé tjónlaus ökumaður. Ég er tjónuð týpa en hlakka til að borga fyrir glænýjan stuðara fyrir indæla ökumanninn sem tók þessu með svona miklu jafnaðargeði. Ég væri örugglega enn grátandi ef hann hefði öskrað á mig. Takk Trausti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun
Ég var að rúnta á smájeppanum á föstudaginn með fullan bíl af kanilsnúðum og hressan leikskóladreng í aftursætinu. Fössari í fólki og við á leiðinni heim að njóta helgarinnar. Í allri gleðinni misfórst að líta til hægri og vinstri og allt í einu var bíllinn stopp í árekstri á miðjum gatnamótum. Maðurinn sem steig út úr hinum bílnum reyndist auðvitað vera hinn viðkunnanlegasti náungi, bað mig að hafa sig afsakaðan meðan hann léti konuna sína vita að honum myndi seinka örlítið. Úff, gat nú skeð, klessti bílinn hjá besta gæjanum í bænum. Eftir að hafa komið frúnni í ró sneri hann sér að mér og byrjaði að fylla út plagg. Ég var svo hissa á að hann væri ekki að skamma mig. Ég sá á skýrslunni að hann var 15 árum eldri en ég, fæddur sama ár og stóri bróðir minn, sem myndi heldur ekki skamma mig ef ég myndi keyra á hann. Mögulega átti þessi líka klaufska systur. Ég þurfti að hafa mig alla við til að fara ekki að skæla framan í vinalegan þolanda þessa aulalega áreksturs (sem var nota bene hundrað prósent mér að kenna) svo ég kyngdi hverjum kökknum á fætur öðrum og fyllti út tjónaskýrslu með lélegum penna og spjallaði um að enginn gengi lengur með penna á sér. Ég byrgði inni tilfinningar mínar í dágóða stund. Korteri seinna, þegar ég var komin heim í forstofu brast stíflan og ég byrjaði að sprengigráta framan í kærastann minn. Hann klæddi sig í regnföt og huggaði mig, laug því að mér að ég væri frábær ökumaður og svona gæti hent hvern sem er. Nú neyðist ég til að taka það úr ferilskránni minni að ég sé tjónlaus ökumaður. Ég er tjónuð týpa en hlakka til að borga fyrir glænýjan stuðara fyrir indæla ökumanninn sem tók þessu með svona miklu jafnaðargeði. Ég væri örugglega enn grátandi ef hann hefði öskrað á mig. Takk Trausti.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun