Mariota hafði betur í baráttu nýju leikstjórnendanna | Öll úrslit gærdagsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 14. september 2015 12:00 Mariota þreytti frumraun sína í NFL-deildinni í gær. Vísir/Getty Marcus Mariota og félagar í Tennessee Titans höfðu betur gegn Tampa Bay Buccaneers 42-14 í fyrstu umferð NFL-deildarinnar í gær. Hafði Mariota sem var valinn með öðrum valrétt í nýliðavalinu betur gegn Jameis Winston sem var valinn með fyrsta valrétt. Það var mikið rætt um það fyrir leikinn enda ekki gerst oft að leikstjórnendur sem voru valdir með fyrstu tveimur valréttunum mætist í fyrsta leik. Óhætt er að segja að Mariota hafi slegið í gegn en hann skilaði fjórum snertimörkum í fyrri hálfleik og hvíldi í seinni hálfleik á meðan Winston lenti í töluverðum vandræðum. Fór fyrsta sending Winston í NFL-deildinni beint í hendur varnarmanns Titans sem náði snertimarki. Winston náði sér þó á strik eftir því sem leið á leikinn en frammistaða hans féll í skugga Mariota sem átti óaðfinnanlegan leik. Framlengingu þurfti til þess að útkljá leik St Louis Rams og Seattle Seahawks sem töpuðu í Ofurskálinni á síðasta tímabili. Miklar væntingar eru gerðar til Seahawks á þessu tímabili en þeir töpuðu nokkuð óvænt fyrsta leik 34-31. Dallas Cowboys lagði New York Giants í lokaleik kvöldsins 27-26 en snertimarkið sem réði úrslitum kom þegar sjö mínútur voru eftir á klukkunni. Dallas var í miklum vandræðum með sóknarleikinn framan af og tapaði boltanum alls þrisvar í hendur Giants í leiknum. Þrátt fyrir það náði Tony Romo, leikstjórnandi Dallas Cowboys, að stýra liði sínu niður völlinn og að kasta fyrir sigur snertimarkinu til Jason Witten þegar sjö sekúndur voru eftir. Flest önnur úrslit voru eftir bókinni en það kom töluvert á óvart að Buffalo Bills skyldi leggja Indianapolis Colts í fyrstu umferð. Hægt er að sjá það helsta úr öllum leikjum hér.Úrslit gærdagsins: Chicago Bears 23-31 Green Bay Packers Kansas City Chiefs 27-20 Houston Texans Cleveland Browns 10-31 New York Jets Buffalo Bills 27-14 Indianapolis Colts Washington Redskins 10-17 Miami Dolphins Jacksonville Jaguars 9-20 Carolina Panthers St Louis Rams 34-31 Seattle Seahawks Arizona Cardinals 31-19 New Orleans Saints San Diego Chargers 33-28 Detroit Lions Tennessee Titans 42-14 Tampa Bay Buccaneers Oakland Raiders 13-33 Cincinnati Bengals Denver Broncos 19-13 Baltimore Ravens Dallas Cowboys 27-26 New York Giants. NFL Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Sjá meira
Marcus Mariota og félagar í Tennessee Titans höfðu betur gegn Tampa Bay Buccaneers 42-14 í fyrstu umferð NFL-deildarinnar í gær. Hafði Mariota sem var valinn með öðrum valrétt í nýliðavalinu betur gegn Jameis Winston sem var valinn með fyrsta valrétt. Það var mikið rætt um það fyrir leikinn enda ekki gerst oft að leikstjórnendur sem voru valdir með fyrstu tveimur valréttunum mætist í fyrsta leik. Óhætt er að segja að Mariota hafi slegið í gegn en hann skilaði fjórum snertimörkum í fyrri hálfleik og hvíldi í seinni hálfleik á meðan Winston lenti í töluverðum vandræðum. Fór fyrsta sending Winston í NFL-deildinni beint í hendur varnarmanns Titans sem náði snertimarki. Winston náði sér þó á strik eftir því sem leið á leikinn en frammistaða hans féll í skugga Mariota sem átti óaðfinnanlegan leik. Framlengingu þurfti til þess að útkljá leik St Louis Rams og Seattle Seahawks sem töpuðu í Ofurskálinni á síðasta tímabili. Miklar væntingar eru gerðar til Seahawks á þessu tímabili en þeir töpuðu nokkuð óvænt fyrsta leik 34-31. Dallas Cowboys lagði New York Giants í lokaleik kvöldsins 27-26 en snertimarkið sem réði úrslitum kom þegar sjö mínútur voru eftir á klukkunni. Dallas var í miklum vandræðum með sóknarleikinn framan af og tapaði boltanum alls þrisvar í hendur Giants í leiknum. Þrátt fyrir það náði Tony Romo, leikstjórnandi Dallas Cowboys, að stýra liði sínu niður völlinn og að kasta fyrir sigur snertimarkinu til Jason Witten þegar sjö sekúndur voru eftir. Flest önnur úrslit voru eftir bókinni en það kom töluvert á óvart að Buffalo Bills skyldi leggja Indianapolis Colts í fyrstu umferð. Hægt er að sjá það helsta úr öllum leikjum hér.Úrslit gærdagsins: Chicago Bears 23-31 Green Bay Packers Kansas City Chiefs 27-20 Houston Texans Cleveland Browns 10-31 New York Jets Buffalo Bills 27-14 Indianapolis Colts Washington Redskins 10-17 Miami Dolphins Jacksonville Jaguars 9-20 Carolina Panthers St Louis Rams 34-31 Seattle Seahawks Arizona Cardinals 31-19 New Orleans Saints San Diego Chargers 33-28 Detroit Lions Tennessee Titans 42-14 Tampa Bay Buccaneers Oakland Raiders 13-33 Cincinnati Bengals Denver Broncos 19-13 Baltimore Ravens Dallas Cowboys 27-26 New York Giants.
NFL Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Sjá meira