Karlar í fangelsum og konur á spítölum Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 18. september 2015 07:00 Sigrún Sigurðardóttir er stofnandi Gæfusporanna og doktorsnemi í hjúkrunarfræði. Hún segir heilbrigðiskerfið á villigötum, þar sé í of miklum mæli einblínt á afleiðingar en ekki rót vandamálanna. Líkaminn muni áföll sem við lendum í og stundum þróist það út í líkamlega sjúkdóma. Hún vill gjörbylta kerfinu í takt við nýjustu rannsóknir. Sigrún var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og ÓlafarSkaftadóttur í Föstudagsviðtalinu, en á viðtalið má hlusta í heild sinni í spilaranum að ofan. „Þær voru allar dottnar út af vinnumarkaði, voru ekki í námi, ýmist öryrkjar eða á endurhæfingarlífeyri,“ segir Sigrún. Hún er hjúkrunarfræðingur, lektor í Háskólanum á Akureyri og upphafskona Gæfusporanna, endurhæfingarúrræðis fyrir konur sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku, til þess að hjálpa þeim að vinna með áfallið og komast aftur út í lífið. „Við erum svo oft að reyna að lækna einkennin án þess að ráðast á rótina. Við sjáum það í Gæfusporunum að þessar konur, sem eru að glíma við verki, svefnleysi, fíkn og þessar afleiðingar, eru að ná bata eftir að vinna með áföllin markvisst. Við erum að sjá að þetta er að virka. Það er mjög mikill árangur,“ útskýrir Sigrún. Ekki von á fjármagni Gæfusporin eru hluti af doktorsrannsókn hennar og hófu göngu sína á Akureyri 2011. Hugmyndina fékk hún í Noregi þegar hún bjó þar, úr svipuðum meðferðarúrræðum. „Ég tók hugmyndina með mér heim og útvíkkaði hana aðeins. Ég bætti inn í því sem stundum er kallað óhefðbundnar meðferðir en mig langar að kalla heildrænar meðferðir. Það er ekkert óhefðbundið við þessar leiðir sem fólk sækir sér út fyrir heilbrigðiskerfið,“ heldur hún áfram. Mikil umræða hefur skapast í samfélaginu undanfarna viku eftir að Björk Vilhelmsdóttir steig fram í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins og ræddi um veikleikavæðingu velferðarkerfisins. „Mér finnst mikil ábyrgð fylgja því þegar yfirmenn í velferðarmálum gera lítið úr þolendum ofbeldis og áfalla, á sama tíma og verið er að vekja athygli á tveimur mikilvægum verkefnum. Annars vegar „Útmeða“ þar sem verið er að hvetja karlmenn til þess að tala um vanlíðan og tilfinningar. Reyna þannig að koma í veg fyrir að menn taki líf sitt, sem er ein algengasta dánarorsök ungra karlmanna á Íslandi. Oft eru ofbeldi og áföll ein af ástæðum þess að menn segja ekki frá. Hins vegar er það verkefnið „einelti er ógeð“ þar sem verið er að styðja við þolendur eineltis. Einelti er ofbeldi og einnig ein af ástæðum þess að fólk fer þá leið að taka líf sitt,“ segir Sigrún. Hún segir ljóst að ef yfirmenn í velferðarkerfinu sýna ekki meiri stuðning sé ekki von á fjármagni í málaflokkinn. Vísir/Auðunn Allar með sögu um kynferðisofbeldi Með heildrænum meðferðum á hún við til að mynda jóga, höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð, svæðanudd og dáleiðsludjúpslökun. Verkefnið var styrkt af starfsendurhæfingarsjóði Virk árið 2011 og farið var með það af stað hjá starfsendurhæfingu Norðurlands um veturinn. „Þetta er tíu vikna prógramm og konur mæta á hverjum degi frá klukkan 10-12 í hóptíma og svo eftir hádegi í einstaklingstíma. Þetta byggist upp á því að þær fara í jóga, í líkamsvitund hjá sjúkraþjálfara, þær fara í sálfræðihóp, listmeðferð og fjölskylduráðgjöf og í einstaklingstímum velja þær sálfræðiviðtöl og aðrar meðferðir á borð við jóga, höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð, svæðanudd og djúpslökunardáleiðslu.“ Hvernig konur koma þarna inn? „Þær hafa sögu um kynferðislegt ofbeldi í æsku, þurfa að vera orðnar tvítugar og tilbúnar til þess að vinna í sínum málum. Þú ert ekki að koma þarna til að láta bjarga þér, þú ert að koma til að fá aðstoð til að bjarga þér sjálf.“ Konurnar sem tóku þátt voru allar á vondum stað í lífinu, eins og áður segir. Sigrún fylgdi þeim eftir í eitt og hálft ár eftir að meðferð lauk. „Það er ótrúlegur árangur með þennan fyrsta hóp, miðað við hvar þær voru staddar. Ein kona var algjörlega óvirk í fimm ár, var búin að mennta sig, en gat ekki sinnt starfi. Hún var búin að fá greiningu um geðhvarfasýki, vera á þunglyndislyfjum, inni á geðdeildum og búin að fara tvisvar sinnum í rafmeðferð. Hún hafði reynt að taka líf sitt, eins og mjög margar þessara kvenna hafa hugleitt eða reynt. Þessi kona er í dag í fullu og ábyrgðarmiklu starfi fyrir norðan. Það eru svona ótrúlegar breytingar að verða.“ Gæfusporin hafa haft einn hóp á ári síðan og Starfsendurhæfing Norðurlands fer af stað með nýjan hóp í haust. Líkaminn gleymir aldrei Hvaða afleiðingar hafa svona áföll, eins og að hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku, á mann á fullorðinsárum? „Ótrúlega flóknar afleiðingar. Það hefur mest verið talað um þessi geðrænu vandamál; kvíða, þunglyndi, sjálfsvígshugsanir og svoleiðis. En síðan er það sem minna hefur verið fjallað um og það eru líkamlegu áhrifin, að skoða hvar líkaminn geymir áföllin, sem hann geymir vissulega,“ segir Sigrún. „Líkaminn gleymir engu. Þó að við getum ekki náð í minningarnar í hausnum á okkur. Þessar afleiðingar koma oft fram á fullorðinsárum og þá erum við að tala um langvinna verki, vefjagigt eða annars konar gigt, meltingarfæravandamál, hjartavandamál, í rauninni hvað sem er. Svo má nefna vandamál í samskiptum við maka, kynlífsvandamál, samskiptavandamál, erfiðleika í samböndum og samskiptum við börnin. Þetta eru víðtækar afleiðingar sem eru dýrar fyrir samfélagið,“ segir hún. Hvernig getur líkaminn munað eitthvað sem hausinn man ekki? „Það er ótrúlegt. En það virðist vera að þegar barn verður fyrir alvarlegu áfalli í æsku þá erum við eins og harður diskur. Við tökum inn allt sem er sett í tölvuna og geymum það. Það geymist allt á tölvunni þó við vitum ekki af því. Svo kemur að því að harði diskurinn krassar. Hann er kannski fullur af tilfinningum sem þú ert ekkert að gera með. Rannsóknir sýna að þetta áfall sem einstaklingurinn verður fyrir situr eftir í líkamanum,“ segir hún og bætir við að það sé mjög algengt að konur sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi séu með króníska verki í móðurlífinu, svo dæmi sé nefnt. „Þó það séu engir áverkar. Þessar konur fara á sjúkrahús með alvarlega verki en það finnst ekki neitt. Svo eru líka dæmi þess að maður verði fyrir einhverju sem maður heldur að hafi ekki áhrif á mann og svo kemur að því að það er eitthvað sem kveikir á minningunni. Þá fer allt af stað. Það er ástæða fyrir verkjunum.“ Drukknun hafði áhrif Sigrún rifjar upp atvik sem hafði áhrif á hana. „Þegar ég var lögreglukona í Vestmannaeyjum var ég á vakt þegar lítill drengur drukknaði. Sem lögreglukona á þetta ekki að vera áfall fyrir mig. Ég er bara að sinna mínu starfi. Auðvitað var þetta erfitt en ég áttaði mig ekki á því hvaða afleiðingar þetta hafði fyrir mig á þeim tíma. Ég held áfram að vinna mína vakt, fer heim og geri ekkert með þetta, engin áfallahjálp eða neitt. Það dó barn. Það er eitt það erfiðasta sem fólk lendir í, en það var ekki mitt barn. Ég lokaði á þetta og við gerum það svolítið – ef við lendum í áfalli þá frestum við sorginni. Við geymum þetta í skúffunni okkar og söfnum í hana þar til flæðir upp úr. Þetta áfall tengist hafinu. Ég horfi á hafið og það deyr barn.“ Síðan eignaðist Sigrún börn, mörgum árum síðar. „Strákurinn minn biður um að fá að fara á siglinganámskeið sem er fullkomlega eðlilegt en ég fríka út. Ég vissi ekki af hverju mér leið svona en ég vissi að það var ekki eðlilegt. Ég fæ svona rosalegt kvíðakast. Ég finn sjaldan fyrir kvíða, en fæ þarna svona yfirþyrmandi kvíðakast. Þegar við spáum í kvíða er hann líkamlegur. Þegar þið verðið kvíðin er það líkaminn sem svarar frekar en hugurinn. Eftir þetta sit ég eftir og hugsa, hvað gerðist eiginlega? Hvaðan kom þetta?“ Sigrún segist hafa ferðast fimmtán ár aftur í tímann. „Þarna var í rauninni gamalt áfall sem var ég að horfa á barn drukkna og ég var búin að yfirfæra það á barnið mitt. Þarna voru mín viðbrögð algjörlega farin að stjórna lífi mínu gagnvart börnunum. Kvíði er líkamlegur, menn lýsa honum sem sálrænum en þið finnið alveg að kvíði er líkamlegur. Það er ekki hægt að taka í sundur líkama og sál. Þetta er svona til að þið skiljið hvernig áföll geta haft áhrif.“ Vísir/Auðunn Gæfusporin gætu virkað á offeita Er heilbrigðiskerfið okkar að taka þessi atriði sem þú nefnir, ofbeldi, áföll, með í reikninginn í meðferðum? „Við erum ekki nógu áfallamiðuð.“ Hún segir alltof mikla áherslu á að vinna með afleiðingar en ekki áfallið sem oft er rót vandans. „Ég myndi vilja setja Gæfusporin inn í heilbrigðiskerfið, ég sæi það virka mjög vel í offitumeðferðum, verkjameðferðum. Í dag eru hóparnir nefndir eftir afleiðingunum, það er að segja, þú ert að vinna með verkina, eða ert að vinna með offituna, en ekki að vinna með áfallið sem er rót vandans. Þú getur verið með króníska verki því þú hefur áfallasögu, eða offitu því þú ert með áfallasögu. Ég er ekki að segja að allir verkjasjúklingar eða allir offeitir hafi áfallasögu, en rannsóknir sýna að þetta er mikill áhættuþáttur. Eins og maður veit sem hefur starfað í heilbrigðiskerfinu. Þetta er svo oft rót vandans.“ En er ekki erfitt að finna út hverjir hafa orðið fyrir ofbeldi og áföllum því oft er fólk ekki tilbúið að tjá sig um það? „Það er alveg rétt. Oft eru heilbrigðisstarfsmenn sem eru til í að spyrja og fá söguna, en þá er skjólstæðingurinn ekki til í að tala, eða öfugt.“ Hún segir líka dæmi um að heilbrigðisstarfsfólk spyrji ekki út í áfallasögu þar sem það hafi engin úrræði að vísa í. Stundum sé þó nóg að vera til staðar og hlusta. „Oft er fólk að segja frá í fyrsta sinn. Við það minnkar spennustigið. Svo er alltaf hægt að vísa fólki í viðtöl eða til annarra fagaðila.“ Breytingum ekki tekið vel í áfengisgeiranum Sigrún hélt fyrirlestur á ráðstefnu um konur, áföll, fíkn og meðferðir sem Rótin hélt á dögunum. Hún segir það hafa verið vonbrigði að sjá hversu fáir karlar voru á ráðstefnunni. Augljóst áhugaleysi sé um að ræða á konum og fíkn frá flestum þeim sem sjá um meðferðarmál er varða áfengi og vímuefni. „Í heilbrigðiskerfinu er það þannig almennt að þegar koma rannsóknir sem sýna eitthvað þá er því vel tekið. En því virðist ekki vera eins vel tekið innan áfengisgeirans. Við verðum að byggja okkar þjónustu á gagnreyndri þekkingu og rannsóknum. Það þýðir ekkert að berja höfðinu við steininn. Það er ekki góður árangur af því að ætla að meðhöndla fíkn sér og áföll sér. Þú verður að meðhöndla þetta saman. Maður sér það í Gæfusporum. Ef áföllin eru ástæða þess að fólk er farið að drekka – ætlarðu þá að láta fólk hætta að drekka en gera ekkert með rót vandans? Þetta er eins með einstaklinga sem fara í magaminnkun, ef ástæðan fyrir matarfíkn eða ofáti eru áföll í æsku, þá er ekkert endilega lausn að minnka magann. Hvað ætlarðu að gera við sárin á sálinni? Þau eru ekkert að fara,“ segir hún og tekur fram að hún sé ekki að fullyrða að allir sem glími við þessi vandamál eigi sér áfallasögu.Leidd inn í heim ofbeldis Sigrún er uppalin á Ísafirði þar sem hún átti góða æsku. Faðir hennar vann á sjónum og sá hún eftir mörgum sem hún þekkti í sjóinn. „Ég hef sjálf orðið fyrir áföllum, þá tengd dauðanum. Ég hef farið í allt of margar jarðarfarir. Auðvitað hafði það áhrif á mann að horfa á vini og fjölskyldur missa nána aðstandendur í sjóinn. Þetta er gríðarlega mikið áfall. Og auðvitað verður maður fyrir áhrifum.“ Sigrún starfaði sem lögreglukona og ætlaði sér ung að starfa í rannsóknarlögreglunni. „Ég tók fyrsta árið í hjúkrun en ákvað að sækja um sumarafleysingar í lögreglunni á Ísafirði 1991. Þar féll ég fyrir þessu starfi. Mér fannst þetta spennandi, mikið að sjá og hentaði mér vel. Mér var boðið að fara í Lögregluskólann um haustið og ég kláraði hann. Ég var einhvern veginn leidd inn á þessa braut að skoða ofbeldi. Þetta kallaði á mig.“ Árið 1991 kom bandarískur dómari til landsins og var að tala um hvernig dómskerfið tæki á kynferðisbrotum gegn börnum. Á þeim tíma voru þessi mál lítið rædd en þetta vakti áhuga Sigrúnar. „Þegar ég var búin á þessari ráðstefnu þá opnaðist fyrir mér einhver heimur.“ Hún hafði samband við dómarann og fór í kjölfarið tvisvar til Bandaríkjanna á námskeið um kynferðisofbeldi gegn börnum auk þess sem hún var í starfskynningu hjá lögreglunni í Texas. Þegar heim var komið var hún harðákveðin í því hvað hún vildi gera. „Ég ætlaði að verða rannsóknarlögreglukona og rannsaka kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Bjarga heiminum,“ segir hún en það gekk ekki eftir. Hún sótti nokkrum sinnum um í rannsóknarlögreglunni en fékk ekki starf. „Ég var ekki velkomin þar á þessum tíma. Kannski af því ég var kona, kannski var það eitthvað annað. Það var ekki sóst eftir starfskröftum mínum þó að ég hefði þennan áhuga og hefði verið búin að fara þarna út. Ég hafði heldur ekki allt með mér. Ég er ekki fædd með silfurskeið í munni og hafði engan bakgrunn eða sambönd sem ýttu á. Oft er það þannig í okkar samfélagi að ef þú hefur sambönd þá talar þessi við þennan og kippir í spotta. Karlmenn voru ráðnir inn þarna frekar en ég. Ég var ógeðslega sár og reið á þessum tíma yfir því að vera þessi unga kona sem vissi nákvæmlega hvað ég ætlaði að gera og vildi láta gott af mér leiða. Það var ekki metið. En í dag er ég þakklát vegna þess að mér var ekki ætlað þetta. Ég er að gera miklu betri hluti í dag, held ég. Ég held að þegar einar dyr lokast þá opnist aðrar.“Karlmenn leita í áfengi, fíkniefni og afbrot Hvaða hlutverk leikur kyn í þessu öllu sem tengist áföllum? „Það er einn áhugaverður vinkill. Nú hef ég skoðað bæði karla og konur sem hafa orðið fyrir áföllum. Ég tók viðtöl við karlmenn sem hafa upplifað áföll. Og það var munur á. Erlendar rannsóknir sýna það að konur virðast meira beina tilfinningum sínum og áföllum inn á við, eru meira í þessu niðurrifsdæmi sem kemur út í alls konar sjúkdómum, líkamlegum og andlegum. En karlmenn akta meira út,“ segir Sigrún og segir kynin ólík að upplagi. „Í minni rannsókn leituðu karlmenn í áfengi eða fíkniefni til þess að deyfa tilfinningar sínar, og fóru út í afbrot. Eins og einn sagði, þeir brjóta af sér til að kalla á hjálp. Sjálfsvíg er algengasta dánarorsök ungra karla á Íslandi. Erlendar rannsóknir sýna að karlmenn sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi í æsku eru með miklar sjálfsvígshugsanir og -hegðun. Þeir eiga líka erfitt með að tala um þetta og leita sér hjálpar.“ Hún segir konur vera meira í sjálfskaðandi hegðun. „Í fangelsum eru 90 prósent karlar. Ég er viss um að stór hluti þeirra sem fara í fangelsi eru menn sem hafa áfallasögu en hafa ekki unnið úr sínum áföllum. Ekki kannski allir en stór hluti. Svo eru konur í heilbrigðiskerfinu, hjá læknum með sín líkamlegu og geðrænu vandamál. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að við þurfum að fá meira af kynjaskiptum meðferðum. Það er ákveðið sem hentar körlum og annað konum.“ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Sigrún Sigurðardóttir er stofnandi Gæfusporanna og doktorsnemi í hjúkrunarfræði. Hún segir heilbrigðiskerfið á villigötum, þar sé í of miklum mæli einblínt á afleiðingar en ekki rót vandamálanna. Líkaminn muni áföll sem við lendum í og stundum þróist það út í líkamlega sjúkdóma. Hún vill gjörbylta kerfinu í takt við nýjustu rannsóknir. Sigrún var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og ÓlafarSkaftadóttur í Föstudagsviðtalinu, en á viðtalið má hlusta í heild sinni í spilaranum að ofan. „Þær voru allar dottnar út af vinnumarkaði, voru ekki í námi, ýmist öryrkjar eða á endurhæfingarlífeyri,“ segir Sigrún. Hún er hjúkrunarfræðingur, lektor í Háskólanum á Akureyri og upphafskona Gæfusporanna, endurhæfingarúrræðis fyrir konur sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku, til þess að hjálpa þeim að vinna með áfallið og komast aftur út í lífið. „Við erum svo oft að reyna að lækna einkennin án þess að ráðast á rótina. Við sjáum það í Gæfusporunum að þessar konur, sem eru að glíma við verki, svefnleysi, fíkn og þessar afleiðingar, eru að ná bata eftir að vinna með áföllin markvisst. Við erum að sjá að þetta er að virka. Það er mjög mikill árangur,“ útskýrir Sigrún. Ekki von á fjármagni Gæfusporin eru hluti af doktorsrannsókn hennar og hófu göngu sína á Akureyri 2011. Hugmyndina fékk hún í Noregi þegar hún bjó þar, úr svipuðum meðferðarúrræðum. „Ég tók hugmyndina með mér heim og útvíkkaði hana aðeins. Ég bætti inn í því sem stundum er kallað óhefðbundnar meðferðir en mig langar að kalla heildrænar meðferðir. Það er ekkert óhefðbundið við þessar leiðir sem fólk sækir sér út fyrir heilbrigðiskerfið,“ heldur hún áfram. Mikil umræða hefur skapast í samfélaginu undanfarna viku eftir að Björk Vilhelmsdóttir steig fram í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins og ræddi um veikleikavæðingu velferðarkerfisins. „Mér finnst mikil ábyrgð fylgja því þegar yfirmenn í velferðarmálum gera lítið úr þolendum ofbeldis og áfalla, á sama tíma og verið er að vekja athygli á tveimur mikilvægum verkefnum. Annars vegar „Útmeða“ þar sem verið er að hvetja karlmenn til þess að tala um vanlíðan og tilfinningar. Reyna þannig að koma í veg fyrir að menn taki líf sitt, sem er ein algengasta dánarorsök ungra karlmanna á Íslandi. Oft eru ofbeldi og áföll ein af ástæðum þess að menn segja ekki frá. Hins vegar er það verkefnið „einelti er ógeð“ þar sem verið er að styðja við þolendur eineltis. Einelti er ofbeldi og einnig ein af ástæðum þess að fólk fer þá leið að taka líf sitt,“ segir Sigrún. Hún segir ljóst að ef yfirmenn í velferðarkerfinu sýna ekki meiri stuðning sé ekki von á fjármagni í málaflokkinn. Vísir/Auðunn Allar með sögu um kynferðisofbeldi Með heildrænum meðferðum á hún við til að mynda jóga, höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð, svæðanudd og dáleiðsludjúpslökun. Verkefnið var styrkt af starfsendurhæfingarsjóði Virk árið 2011 og farið var með það af stað hjá starfsendurhæfingu Norðurlands um veturinn. „Þetta er tíu vikna prógramm og konur mæta á hverjum degi frá klukkan 10-12 í hóptíma og svo eftir hádegi í einstaklingstíma. Þetta byggist upp á því að þær fara í jóga, í líkamsvitund hjá sjúkraþjálfara, þær fara í sálfræðihóp, listmeðferð og fjölskylduráðgjöf og í einstaklingstímum velja þær sálfræðiviðtöl og aðrar meðferðir á borð við jóga, höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð, svæðanudd og djúpslökunardáleiðslu.“ Hvernig konur koma þarna inn? „Þær hafa sögu um kynferðislegt ofbeldi í æsku, þurfa að vera orðnar tvítugar og tilbúnar til þess að vinna í sínum málum. Þú ert ekki að koma þarna til að láta bjarga þér, þú ert að koma til að fá aðstoð til að bjarga þér sjálf.“ Konurnar sem tóku þátt voru allar á vondum stað í lífinu, eins og áður segir. Sigrún fylgdi þeim eftir í eitt og hálft ár eftir að meðferð lauk. „Það er ótrúlegur árangur með þennan fyrsta hóp, miðað við hvar þær voru staddar. Ein kona var algjörlega óvirk í fimm ár, var búin að mennta sig, en gat ekki sinnt starfi. Hún var búin að fá greiningu um geðhvarfasýki, vera á þunglyndislyfjum, inni á geðdeildum og búin að fara tvisvar sinnum í rafmeðferð. Hún hafði reynt að taka líf sitt, eins og mjög margar þessara kvenna hafa hugleitt eða reynt. Þessi kona er í dag í fullu og ábyrgðarmiklu starfi fyrir norðan. Það eru svona ótrúlegar breytingar að verða.“ Gæfusporin hafa haft einn hóp á ári síðan og Starfsendurhæfing Norðurlands fer af stað með nýjan hóp í haust. Líkaminn gleymir aldrei Hvaða afleiðingar hafa svona áföll, eins og að hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku, á mann á fullorðinsárum? „Ótrúlega flóknar afleiðingar. Það hefur mest verið talað um þessi geðrænu vandamál; kvíða, þunglyndi, sjálfsvígshugsanir og svoleiðis. En síðan er það sem minna hefur verið fjallað um og það eru líkamlegu áhrifin, að skoða hvar líkaminn geymir áföllin, sem hann geymir vissulega,“ segir Sigrún. „Líkaminn gleymir engu. Þó að við getum ekki náð í minningarnar í hausnum á okkur. Þessar afleiðingar koma oft fram á fullorðinsárum og þá erum við að tala um langvinna verki, vefjagigt eða annars konar gigt, meltingarfæravandamál, hjartavandamál, í rauninni hvað sem er. Svo má nefna vandamál í samskiptum við maka, kynlífsvandamál, samskiptavandamál, erfiðleika í samböndum og samskiptum við börnin. Þetta eru víðtækar afleiðingar sem eru dýrar fyrir samfélagið,“ segir hún. Hvernig getur líkaminn munað eitthvað sem hausinn man ekki? „Það er ótrúlegt. En það virðist vera að þegar barn verður fyrir alvarlegu áfalli í æsku þá erum við eins og harður diskur. Við tökum inn allt sem er sett í tölvuna og geymum það. Það geymist allt á tölvunni þó við vitum ekki af því. Svo kemur að því að harði diskurinn krassar. Hann er kannski fullur af tilfinningum sem þú ert ekkert að gera með. Rannsóknir sýna að þetta áfall sem einstaklingurinn verður fyrir situr eftir í líkamanum,“ segir hún og bætir við að það sé mjög algengt að konur sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi séu með króníska verki í móðurlífinu, svo dæmi sé nefnt. „Þó það séu engir áverkar. Þessar konur fara á sjúkrahús með alvarlega verki en það finnst ekki neitt. Svo eru líka dæmi þess að maður verði fyrir einhverju sem maður heldur að hafi ekki áhrif á mann og svo kemur að því að það er eitthvað sem kveikir á minningunni. Þá fer allt af stað. Það er ástæða fyrir verkjunum.“ Drukknun hafði áhrif Sigrún rifjar upp atvik sem hafði áhrif á hana. „Þegar ég var lögreglukona í Vestmannaeyjum var ég á vakt þegar lítill drengur drukknaði. Sem lögreglukona á þetta ekki að vera áfall fyrir mig. Ég er bara að sinna mínu starfi. Auðvitað var þetta erfitt en ég áttaði mig ekki á því hvaða afleiðingar þetta hafði fyrir mig á þeim tíma. Ég held áfram að vinna mína vakt, fer heim og geri ekkert með þetta, engin áfallahjálp eða neitt. Það dó barn. Það er eitt það erfiðasta sem fólk lendir í, en það var ekki mitt barn. Ég lokaði á þetta og við gerum það svolítið – ef við lendum í áfalli þá frestum við sorginni. Við geymum þetta í skúffunni okkar og söfnum í hana þar til flæðir upp úr. Þetta áfall tengist hafinu. Ég horfi á hafið og það deyr barn.“ Síðan eignaðist Sigrún börn, mörgum árum síðar. „Strákurinn minn biður um að fá að fara á siglinganámskeið sem er fullkomlega eðlilegt en ég fríka út. Ég vissi ekki af hverju mér leið svona en ég vissi að það var ekki eðlilegt. Ég fæ svona rosalegt kvíðakast. Ég finn sjaldan fyrir kvíða, en fæ þarna svona yfirþyrmandi kvíðakast. Þegar við spáum í kvíða er hann líkamlegur. Þegar þið verðið kvíðin er það líkaminn sem svarar frekar en hugurinn. Eftir þetta sit ég eftir og hugsa, hvað gerðist eiginlega? Hvaðan kom þetta?“ Sigrún segist hafa ferðast fimmtán ár aftur í tímann. „Þarna var í rauninni gamalt áfall sem var ég að horfa á barn drukkna og ég var búin að yfirfæra það á barnið mitt. Þarna voru mín viðbrögð algjörlega farin að stjórna lífi mínu gagnvart börnunum. Kvíði er líkamlegur, menn lýsa honum sem sálrænum en þið finnið alveg að kvíði er líkamlegur. Það er ekki hægt að taka í sundur líkama og sál. Þetta er svona til að þið skiljið hvernig áföll geta haft áhrif.“ Vísir/Auðunn Gæfusporin gætu virkað á offeita Er heilbrigðiskerfið okkar að taka þessi atriði sem þú nefnir, ofbeldi, áföll, með í reikninginn í meðferðum? „Við erum ekki nógu áfallamiðuð.“ Hún segir alltof mikla áherslu á að vinna með afleiðingar en ekki áfallið sem oft er rót vandans. „Ég myndi vilja setja Gæfusporin inn í heilbrigðiskerfið, ég sæi það virka mjög vel í offitumeðferðum, verkjameðferðum. Í dag eru hóparnir nefndir eftir afleiðingunum, það er að segja, þú ert að vinna með verkina, eða ert að vinna með offituna, en ekki að vinna með áfallið sem er rót vandans. Þú getur verið með króníska verki því þú hefur áfallasögu, eða offitu því þú ert með áfallasögu. Ég er ekki að segja að allir verkjasjúklingar eða allir offeitir hafi áfallasögu, en rannsóknir sýna að þetta er mikill áhættuþáttur. Eins og maður veit sem hefur starfað í heilbrigðiskerfinu. Þetta er svo oft rót vandans.“ En er ekki erfitt að finna út hverjir hafa orðið fyrir ofbeldi og áföllum því oft er fólk ekki tilbúið að tjá sig um það? „Það er alveg rétt. Oft eru heilbrigðisstarfsmenn sem eru til í að spyrja og fá söguna, en þá er skjólstæðingurinn ekki til í að tala, eða öfugt.“ Hún segir líka dæmi um að heilbrigðisstarfsfólk spyrji ekki út í áfallasögu þar sem það hafi engin úrræði að vísa í. Stundum sé þó nóg að vera til staðar og hlusta. „Oft er fólk að segja frá í fyrsta sinn. Við það minnkar spennustigið. Svo er alltaf hægt að vísa fólki í viðtöl eða til annarra fagaðila.“ Breytingum ekki tekið vel í áfengisgeiranum Sigrún hélt fyrirlestur á ráðstefnu um konur, áföll, fíkn og meðferðir sem Rótin hélt á dögunum. Hún segir það hafa verið vonbrigði að sjá hversu fáir karlar voru á ráðstefnunni. Augljóst áhugaleysi sé um að ræða á konum og fíkn frá flestum þeim sem sjá um meðferðarmál er varða áfengi og vímuefni. „Í heilbrigðiskerfinu er það þannig almennt að þegar koma rannsóknir sem sýna eitthvað þá er því vel tekið. En því virðist ekki vera eins vel tekið innan áfengisgeirans. Við verðum að byggja okkar þjónustu á gagnreyndri þekkingu og rannsóknum. Það þýðir ekkert að berja höfðinu við steininn. Það er ekki góður árangur af því að ætla að meðhöndla fíkn sér og áföll sér. Þú verður að meðhöndla þetta saman. Maður sér það í Gæfusporum. Ef áföllin eru ástæða þess að fólk er farið að drekka – ætlarðu þá að láta fólk hætta að drekka en gera ekkert með rót vandans? Þetta er eins með einstaklinga sem fara í magaminnkun, ef ástæðan fyrir matarfíkn eða ofáti eru áföll í æsku, þá er ekkert endilega lausn að minnka magann. Hvað ætlarðu að gera við sárin á sálinni? Þau eru ekkert að fara,“ segir hún og tekur fram að hún sé ekki að fullyrða að allir sem glími við þessi vandamál eigi sér áfallasögu.Leidd inn í heim ofbeldis Sigrún er uppalin á Ísafirði þar sem hún átti góða æsku. Faðir hennar vann á sjónum og sá hún eftir mörgum sem hún þekkti í sjóinn. „Ég hef sjálf orðið fyrir áföllum, þá tengd dauðanum. Ég hef farið í allt of margar jarðarfarir. Auðvitað hafði það áhrif á mann að horfa á vini og fjölskyldur missa nána aðstandendur í sjóinn. Þetta er gríðarlega mikið áfall. Og auðvitað verður maður fyrir áhrifum.“ Sigrún starfaði sem lögreglukona og ætlaði sér ung að starfa í rannsóknarlögreglunni. „Ég tók fyrsta árið í hjúkrun en ákvað að sækja um sumarafleysingar í lögreglunni á Ísafirði 1991. Þar féll ég fyrir þessu starfi. Mér fannst þetta spennandi, mikið að sjá og hentaði mér vel. Mér var boðið að fara í Lögregluskólann um haustið og ég kláraði hann. Ég var einhvern veginn leidd inn á þessa braut að skoða ofbeldi. Þetta kallaði á mig.“ Árið 1991 kom bandarískur dómari til landsins og var að tala um hvernig dómskerfið tæki á kynferðisbrotum gegn börnum. Á þeim tíma voru þessi mál lítið rædd en þetta vakti áhuga Sigrúnar. „Þegar ég var búin á þessari ráðstefnu þá opnaðist fyrir mér einhver heimur.“ Hún hafði samband við dómarann og fór í kjölfarið tvisvar til Bandaríkjanna á námskeið um kynferðisofbeldi gegn börnum auk þess sem hún var í starfskynningu hjá lögreglunni í Texas. Þegar heim var komið var hún harðákveðin í því hvað hún vildi gera. „Ég ætlaði að verða rannsóknarlögreglukona og rannsaka kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Bjarga heiminum,“ segir hún en það gekk ekki eftir. Hún sótti nokkrum sinnum um í rannsóknarlögreglunni en fékk ekki starf. „Ég var ekki velkomin þar á þessum tíma. Kannski af því ég var kona, kannski var það eitthvað annað. Það var ekki sóst eftir starfskröftum mínum þó að ég hefði þennan áhuga og hefði verið búin að fara þarna út. Ég hafði heldur ekki allt með mér. Ég er ekki fædd með silfurskeið í munni og hafði engan bakgrunn eða sambönd sem ýttu á. Oft er það þannig í okkar samfélagi að ef þú hefur sambönd þá talar þessi við þennan og kippir í spotta. Karlmenn voru ráðnir inn þarna frekar en ég. Ég var ógeðslega sár og reið á þessum tíma yfir því að vera þessi unga kona sem vissi nákvæmlega hvað ég ætlaði að gera og vildi láta gott af mér leiða. Það var ekki metið. En í dag er ég þakklát vegna þess að mér var ekki ætlað þetta. Ég er að gera miklu betri hluti í dag, held ég. Ég held að þegar einar dyr lokast þá opnist aðrar.“Karlmenn leita í áfengi, fíkniefni og afbrot Hvaða hlutverk leikur kyn í þessu öllu sem tengist áföllum? „Það er einn áhugaverður vinkill. Nú hef ég skoðað bæði karla og konur sem hafa orðið fyrir áföllum. Ég tók viðtöl við karlmenn sem hafa upplifað áföll. Og það var munur á. Erlendar rannsóknir sýna það að konur virðast meira beina tilfinningum sínum og áföllum inn á við, eru meira í þessu niðurrifsdæmi sem kemur út í alls konar sjúkdómum, líkamlegum og andlegum. En karlmenn akta meira út,“ segir Sigrún og segir kynin ólík að upplagi. „Í minni rannsókn leituðu karlmenn í áfengi eða fíkniefni til þess að deyfa tilfinningar sínar, og fóru út í afbrot. Eins og einn sagði, þeir brjóta af sér til að kalla á hjálp. Sjálfsvíg er algengasta dánarorsök ungra karla á Íslandi. Erlendar rannsóknir sýna að karlmenn sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi í æsku eru með miklar sjálfsvígshugsanir og -hegðun. Þeir eiga líka erfitt með að tala um þetta og leita sér hjálpar.“ Hún segir konur vera meira í sjálfskaðandi hegðun. „Í fangelsum eru 90 prósent karlar. Ég er viss um að stór hluti þeirra sem fara í fangelsi eru menn sem hafa áfallasögu en hafa ekki unnið úr sínum áföllum. Ekki kannski allir en stór hluti. Svo eru konur í heilbrigðiskerfinu, hjá læknum með sín líkamlegu og geðrænu vandamál. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að við þurfum að fá meira af kynjaskiptum meðferðum. Það er ákveðið sem hentar körlum og annað konum.“
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira