Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Breiðablik 1-1 | Blikar þurfa að bíða eftir titlinum Guðmundur Marinó Ingvarsson á JÁVERK-vellinum skrifar 1. september 2015 09:38 Úr leik liðanna í kvöld. Ljósmynd / Sunnlenska fréttablaðið Selfoss og Breiðablik skildu jöfn 1-1 á Selfossi í Pepsí deild kvenna í fótbolta í kvöld. Breiðablik er því enn einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum þegar tvær umferðir eru eftir. Breiðablik vissi að liðið myndi fagna Íslandsmeistaratitlinum með sigri í kvöld og mætti liðið mjög ákveðið til leiks. Selfoss lék til bikarúrslita á laugardaginn og ætlaði Breiðablik að nýta sér ef einhverja þreytu væri að finna í liðið heimamanna. Selfoss náði að standa af sér pressuna í byrjun og jafnaðist leikurinn nokkuð er leið á fyrri hálfleikinn sem var markalaus. Breiðablik skoraði fyrsta markið eftir tæpan stundarfjórðung af seinni hálfleik og bjuggust þá margir við að liðið myndi sigla titlinum í örugga höfn enda liðið ekki fengið á sig mark frá 28. maí. Selfoss hafði engan áhuga á að horfa á andstæðing sinn fagna titli í öðrum leiknum í röð og tók það liðið aðeins fjórar mínútur að jafna metin og skora þriðja markið sem Breiðablik fær á sig í 16 leikjum í sumar. Bæði lið fengu færi til að tryggja sér sigurinn. Breiðablik fékk besta færið í uppbótartíma en Selfoss fékk fleiri færi og geta bæði lið nagað sig í handarbökin með að hafa ekki landað sigri. Á sama tíma lagði Stjarnan ÍBV 2-1 með marki í uppbótartíma en hefði ÍBV náð stigi þar hefði Breiðablik fagnað titlinum. Breiðablik mætir Þór/KA á útivelli í næstu umferð og fær þá annað tækifæri til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn. Telma: Hefðum átt að gera betur„Þetta eru mikil vonbrigði. Við ætluðum að vinna þennan leik og tryggja okkur þrjú stig og þennan titil,“ sagði Telma Hjaltalín Þrastardóttir markaskorari Breiðablik í kvöld. „Við bjuggumst við þessu en áttum að gera betur í okkar sóknarleik og sérstaklega í markinu þeirra. Við hefðum átt að hreinsa þetta frá,“ sagði Telma vonsvikin með að sjá Sonný Láru markvörð þurfa að sækja boltann í netið í fyrsta sinn síðan í maí. „Vörnin okkar er búin að vera gríðarlega sterk í sumar en það hlaut að koma að því að hún fengi mark á sig.“ Þrátt fyrir að Breiðablik hafi varla fengið mark á sig í sumar segir Telma liðið ekki hafa fallið í þá gryfju að halda að þetta væri komið þegar hún skoraði. „Nei, engin okkar hugsar svoleiðis. Við ætluðum að spila eins og við erum búnar að spila og lenda ekki undir pressu. Það gekk bara ekki upp. „Það eru tveir leikir eftir og við ætlum að gíra okkur upp í næsta leik og klára þetta,“ sagði Telma ákveðin. Dagný: Orðnar þreyttar á tali um að þær haldi endalaust hreinuDagný Brynjarsdóttir markaskorari Selfoss í kvöld var ákveðin í því að horfa ekki upp á annað lið fagna titli í andlitið á sér á fjórum dögum. „Ég viðurkenni að það er langt síðan mér leið eins og á laugardaginn. Maður var smá andlega veikur á laugardaginn, sunnudaginn og í gær og við vorum staðráðnar í því að í dag þá ætluðum við ekki að horfa á hitt liðið fagna titli í andlitinu á okkur og þá sérstaklega ekki hér á heimavelli,“ sagði Dagný. „Við vorum orðnar þreyttar á þessu tali um að þær haldi endalaust hreinu. Gunni (Gunnar Borgþórsson þjálfari Selfoss) er frá Egilsstöðum og Höttur frá Egilsstöðum ætti metið í að halda hreinu og hann vildi halda metinu þar. Við ákváðum að standa með Egilsstaðabúanum og klára þetta.“ Dagný segir ekkert hafa farið um þær þegar Breiðablik komst yfir þrátt fyrir hve fá mörk Breiðablik hefur fengi á sig í sumar. „Mér fannst það ekki. Breiðablik var betra fyrsta korterið. Þá vorum við í smá basli og náðum ekki að finna okkur en mér fannst við betri í leiknum og skapa okkur fleiri færi. „Það var ekki að sjá á leiknum í dag að við vorum að spila fyrir þremur dögum. Við mætum tveimur bestu liðum landsins og mér fannst við vera með yfirhöndina í baráttunni og skapa færin. „Þó við höfum lent undir þá vorum við með yfirhöndina og ég varð aldrei stressuð yfir að við myndum missa þetta niður. „Þó ég viti ekki tölfræðina þá held ég að ekkert lið hafi skapað sér eins mörg færi gegn Breiðabliki í sumar. Við láum í færum og hefðum hæglega getað skorað fleiri mörk. „Í endann hefði þetta getað fallið fyrir þær en við láum framarlega. Það voru ein mistök og þær komust einar gegn markmanni. „Í sumar er þetta búið að detta svolítið stöngin út fyrir okkur. Við höfum skapað 10 til 15 færi í leik en þetta eru verðandi Íslandsmeistarar og gera 1-1 jafntefli og vera með yfirhöndina, við getum borið höfuðið hátt,“ sagði Dagný. Selfoss stillti upp sama liði og gegn Stjörnunni í bikarúrslitunum og þrátt fyrir það voru lítil þreytumerki að sjá á liðinu. „Við erum með þunnan hóp og erum að spila á sama liði og á laugardaginn. Mér finnst þetta sýna hve mikil gæði eru í þessu unga liði. Við erum í fanta formi. Það er ekki margir sem mæta Íslandsmeisturunum og eru með yfirhöndina fjórum dögum eftir stóran leik,“ sagði Dagný. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti leikurinn á nýjum Hásteinsvelli Leik lokið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Leik lokið: Vestri - Valur 0-2 | Valsarar halda áfram góðu gengi ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjá meira
Selfoss og Breiðablik skildu jöfn 1-1 á Selfossi í Pepsí deild kvenna í fótbolta í kvöld. Breiðablik er því enn einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum þegar tvær umferðir eru eftir. Breiðablik vissi að liðið myndi fagna Íslandsmeistaratitlinum með sigri í kvöld og mætti liðið mjög ákveðið til leiks. Selfoss lék til bikarúrslita á laugardaginn og ætlaði Breiðablik að nýta sér ef einhverja þreytu væri að finna í liðið heimamanna. Selfoss náði að standa af sér pressuna í byrjun og jafnaðist leikurinn nokkuð er leið á fyrri hálfleikinn sem var markalaus. Breiðablik skoraði fyrsta markið eftir tæpan stundarfjórðung af seinni hálfleik og bjuggust þá margir við að liðið myndi sigla titlinum í örugga höfn enda liðið ekki fengið á sig mark frá 28. maí. Selfoss hafði engan áhuga á að horfa á andstæðing sinn fagna titli í öðrum leiknum í röð og tók það liðið aðeins fjórar mínútur að jafna metin og skora þriðja markið sem Breiðablik fær á sig í 16 leikjum í sumar. Bæði lið fengu færi til að tryggja sér sigurinn. Breiðablik fékk besta færið í uppbótartíma en Selfoss fékk fleiri færi og geta bæði lið nagað sig í handarbökin með að hafa ekki landað sigri. Á sama tíma lagði Stjarnan ÍBV 2-1 með marki í uppbótartíma en hefði ÍBV náð stigi þar hefði Breiðablik fagnað titlinum. Breiðablik mætir Þór/KA á útivelli í næstu umferð og fær þá annað tækifæri til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn. Telma: Hefðum átt að gera betur„Þetta eru mikil vonbrigði. Við ætluðum að vinna þennan leik og tryggja okkur þrjú stig og þennan titil,“ sagði Telma Hjaltalín Þrastardóttir markaskorari Breiðablik í kvöld. „Við bjuggumst við þessu en áttum að gera betur í okkar sóknarleik og sérstaklega í markinu þeirra. Við hefðum átt að hreinsa þetta frá,“ sagði Telma vonsvikin með að sjá Sonný Láru markvörð þurfa að sækja boltann í netið í fyrsta sinn síðan í maí. „Vörnin okkar er búin að vera gríðarlega sterk í sumar en það hlaut að koma að því að hún fengi mark á sig.“ Þrátt fyrir að Breiðablik hafi varla fengið mark á sig í sumar segir Telma liðið ekki hafa fallið í þá gryfju að halda að þetta væri komið þegar hún skoraði. „Nei, engin okkar hugsar svoleiðis. Við ætluðum að spila eins og við erum búnar að spila og lenda ekki undir pressu. Það gekk bara ekki upp. „Það eru tveir leikir eftir og við ætlum að gíra okkur upp í næsta leik og klára þetta,“ sagði Telma ákveðin. Dagný: Orðnar þreyttar á tali um að þær haldi endalaust hreinuDagný Brynjarsdóttir markaskorari Selfoss í kvöld var ákveðin í því að horfa ekki upp á annað lið fagna titli í andlitið á sér á fjórum dögum. „Ég viðurkenni að það er langt síðan mér leið eins og á laugardaginn. Maður var smá andlega veikur á laugardaginn, sunnudaginn og í gær og við vorum staðráðnar í því að í dag þá ætluðum við ekki að horfa á hitt liðið fagna titli í andlitinu á okkur og þá sérstaklega ekki hér á heimavelli,“ sagði Dagný. „Við vorum orðnar þreyttar á þessu tali um að þær haldi endalaust hreinu. Gunni (Gunnar Borgþórsson þjálfari Selfoss) er frá Egilsstöðum og Höttur frá Egilsstöðum ætti metið í að halda hreinu og hann vildi halda metinu þar. Við ákváðum að standa með Egilsstaðabúanum og klára þetta.“ Dagný segir ekkert hafa farið um þær þegar Breiðablik komst yfir þrátt fyrir hve fá mörk Breiðablik hefur fengi á sig í sumar. „Mér fannst það ekki. Breiðablik var betra fyrsta korterið. Þá vorum við í smá basli og náðum ekki að finna okkur en mér fannst við betri í leiknum og skapa okkur fleiri færi. „Það var ekki að sjá á leiknum í dag að við vorum að spila fyrir þremur dögum. Við mætum tveimur bestu liðum landsins og mér fannst við vera með yfirhöndina í baráttunni og skapa færin. „Þó við höfum lent undir þá vorum við með yfirhöndina og ég varð aldrei stressuð yfir að við myndum missa þetta niður. „Þó ég viti ekki tölfræðina þá held ég að ekkert lið hafi skapað sér eins mörg færi gegn Breiðabliki í sumar. Við láum í færum og hefðum hæglega getað skorað fleiri mörk. „Í endann hefði þetta getað fallið fyrir þær en við láum framarlega. Það voru ein mistök og þær komust einar gegn markmanni. „Í sumar er þetta búið að detta svolítið stöngin út fyrir okkur. Við höfum skapað 10 til 15 færi í leik en þetta eru verðandi Íslandsmeistarar og gera 1-1 jafntefli og vera með yfirhöndina, við getum borið höfuðið hátt,“ sagði Dagný. Selfoss stillti upp sama liði og gegn Stjörnunni í bikarúrslitunum og þrátt fyrir það voru lítil þreytumerki að sjá á liðinu. „Við erum með þunnan hóp og erum að spila á sama liði og á laugardaginn. Mér finnst þetta sýna hve mikil gæði eru í þessu unga liði. Við erum í fanta formi. Það er ekki margir sem mæta Íslandsmeisturunum og eru með yfirhöndina fjórum dögum eftir stóran leik,“ sagði Dagný.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti leikurinn á nýjum Hásteinsvelli Leik lokið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Leik lokið: Vestri - Valur 0-2 | Valsarar halda áfram góðu gengi ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjá meira