Málefni innflytjenda áberandi á Bókmenntahátíð í Reykjavík Atli Ísleifsson skrifar 1. september 2015 19:57 Hassan Blasim og Teju Cole. Mynd/Bókmenntahátíð Reykjavíkur Von er á fimmtán erlendum höfundum til landsins vegna Bókmenntahátíðar í Reykjavík sem haldin verður dagana 9. til 12. september. Sautján íslenskir höfundar taka jafnframt þátt í hátíðinni auk fjölmargra útgefenda og umboðsmanna sem koma víðsvegar að. Í tilkynningu segir að dagskráin fari fram í Norræna húsinu og Iðnó þar sem tveir til þrír höfundar koma saman hverju sinni ásamt spyrli, lesa úr verkum sínum og ræða verk sín og málefni sem þeim tengjast. „Málefni innflytjenda og flóttamanna hafa verið í brennidepli undanfarna mánuði og málefnið mikilvægt fyrir heimsbyggðina alla. Innflytjendabókmenntir fjalla um stöðu innflytjenda, útlegðina og hvað sé heima, hvort það sé gamla heimalandið eða nýja landið. Rithöfundurinn Sjón mun ræða við verðlaunahöfundana Teju Cole og Hassan Blasim um málefnið og verk þeirra undir yfirskriftinni Að heiman og heim í Norræna húsinu, laugardaginn 12. september kl. 13:00-13:45. Teju Cole er Bandaríkjamaður af nígerísku bergi brotinn en hann bjó í Nígeríu fram á unglingsár. Hann hefur gefið út tvær bækur, Every Day is for the Thief (2007) og Open City (2011) sem báðar hafa fengið mikið lof. Eftir hryðjuverkaárásinu í París í byrjun ársins skrifaði Teju Cole áhrifaríka grein í The New Yorker um tjáningarfrelsið. Hassan Blasim er frá Írak en hann kom til Finnlands árið 2004 sem flóttamaður og býr þar og starfar í dag. Hassan er rithöfundur, ljóðskáld og kvikmyndaleikstjóri og hefur gefið út fjölda bóka á arabísku sem jafnframt hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál. Nýjustu bækurnar eru The Iraqi Christ (2013) og The Corpse Exhibition (2014) sem fjallar um Íraksstríðið. Í haust er væntanleg hjá Forlaginu bók Hassans, Þúsund og einn hnífur, í þýðingu Sölva Björns Sigurðssonar. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir en dagskránni verður jafnframt streymt í gegnum heimasíðu hátíðarinnar www.bokmenntahatid.is. Allir sem hafa áhuga á stöðu tjáningarfrelsisins, málefnum innflytjenda og flóttamanna og þátt bókmenntanna í þeirri umræðu ættu því ekki að láta þennan viðburð framhjá sér fara.“ Bókmenntahátíð Menning Mest lesið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Von er á fimmtán erlendum höfundum til landsins vegna Bókmenntahátíðar í Reykjavík sem haldin verður dagana 9. til 12. september. Sautján íslenskir höfundar taka jafnframt þátt í hátíðinni auk fjölmargra útgefenda og umboðsmanna sem koma víðsvegar að. Í tilkynningu segir að dagskráin fari fram í Norræna húsinu og Iðnó þar sem tveir til þrír höfundar koma saman hverju sinni ásamt spyrli, lesa úr verkum sínum og ræða verk sín og málefni sem þeim tengjast. „Málefni innflytjenda og flóttamanna hafa verið í brennidepli undanfarna mánuði og málefnið mikilvægt fyrir heimsbyggðina alla. Innflytjendabókmenntir fjalla um stöðu innflytjenda, útlegðina og hvað sé heima, hvort það sé gamla heimalandið eða nýja landið. Rithöfundurinn Sjón mun ræða við verðlaunahöfundana Teju Cole og Hassan Blasim um málefnið og verk þeirra undir yfirskriftinni Að heiman og heim í Norræna húsinu, laugardaginn 12. september kl. 13:00-13:45. Teju Cole er Bandaríkjamaður af nígerísku bergi brotinn en hann bjó í Nígeríu fram á unglingsár. Hann hefur gefið út tvær bækur, Every Day is for the Thief (2007) og Open City (2011) sem báðar hafa fengið mikið lof. Eftir hryðjuverkaárásinu í París í byrjun ársins skrifaði Teju Cole áhrifaríka grein í The New Yorker um tjáningarfrelsið. Hassan Blasim er frá Írak en hann kom til Finnlands árið 2004 sem flóttamaður og býr þar og starfar í dag. Hassan er rithöfundur, ljóðskáld og kvikmyndaleikstjóri og hefur gefið út fjölda bóka á arabísku sem jafnframt hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál. Nýjustu bækurnar eru The Iraqi Christ (2013) og The Corpse Exhibition (2014) sem fjallar um Íraksstríðið. Í haust er væntanleg hjá Forlaginu bók Hassans, Þúsund og einn hnífur, í þýðingu Sölva Björns Sigurðssonar. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir en dagskránni verður jafnframt streymt í gegnum heimasíðu hátíðarinnar www.bokmenntahatid.is. Allir sem hafa áhuga á stöðu tjáningarfrelsisins, málefnum innflytjenda og flóttamanna og þátt bókmenntanna í þeirri umræðu ættu því ekki að láta þennan viðburð framhjá sér fara.“
Bókmenntahátíð Menning Mest lesið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira