Málefni innflytjenda áberandi á Bókmenntahátíð í Reykjavík Atli Ísleifsson skrifar 1. september 2015 19:57 Hassan Blasim og Teju Cole. Mynd/Bókmenntahátíð Reykjavíkur Von er á fimmtán erlendum höfundum til landsins vegna Bókmenntahátíðar í Reykjavík sem haldin verður dagana 9. til 12. september. Sautján íslenskir höfundar taka jafnframt þátt í hátíðinni auk fjölmargra útgefenda og umboðsmanna sem koma víðsvegar að. Í tilkynningu segir að dagskráin fari fram í Norræna húsinu og Iðnó þar sem tveir til þrír höfundar koma saman hverju sinni ásamt spyrli, lesa úr verkum sínum og ræða verk sín og málefni sem þeim tengjast. „Málefni innflytjenda og flóttamanna hafa verið í brennidepli undanfarna mánuði og málefnið mikilvægt fyrir heimsbyggðina alla. Innflytjendabókmenntir fjalla um stöðu innflytjenda, útlegðina og hvað sé heima, hvort það sé gamla heimalandið eða nýja landið. Rithöfundurinn Sjón mun ræða við verðlaunahöfundana Teju Cole og Hassan Blasim um málefnið og verk þeirra undir yfirskriftinni Að heiman og heim í Norræna húsinu, laugardaginn 12. september kl. 13:00-13:45. Teju Cole er Bandaríkjamaður af nígerísku bergi brotinn en hann bjó í Nígeríu fram á unglingsár. Hann hefur gefið út tvær bækur, Every Day is for the Thief (2007) og Open City (2011) sem báðar hafa fengið mikið lof. Eftir hryðjuverkaárásinu í París í byrjun ársins skrifaði Teju Cole áhrifaríka grein í The New Yorker um tjáningarfrelsið. Hassan Blasim er frá Írak en hann kom til Finnlands árið 2004 sem flóttamaður og býr þar og starfar í dag. Hassan er rithöfundur, ljóðskáld og kvikmyndaleikstjóri og hefur gefið út fjölda bóka á arabísku sem jafnframt hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál. Nýjustu bækurnar eru The Iraqi Christ (2013) og The Corpse Exhibition (2014) sem fjallar um Íraksstríðið. Í haust er væntanleg hjá Forlaginu bók Hassans, Þúsund og einn hnífur, í þýðingu Sölva Björns Sigurðssonar. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir en dagskránni verður jafnframt streymt í gegnum heimasíðu hátíðarinnar www.bokmenntahatid.is. Allir sem hafa áhuga á stöðu tjáningarfrelsisins, málefnum innflytjenda og flóttamanna og þátt bókmenntanna í þeirri umræðu ættu því ekki að láta þennan viðburð framhjá sér fara.“ Bókmenntahátíð Menning Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Von er á fimmtán erlendum höfundum til landsins vegna Bókmenntahátíðar í Reykjavík sem haldin verður dagana 9. til 12. september. Sautján íslenskir höfundar taka jafnframt þátt í hátíðinni auk fjölmargra útgefenda og umboðsmanna sem koma víðsvegar að. Í tilkynningu segir að dagskráin fari fram í Norræna húsinu og Iðnó þar sem tveir til þrír höfundar koma saman hverju sinni ásamt spyrli, lesa úr verkum sínum og ræða verk sín og málefni sem þeim tengjast. „Málefni innflytjenda og flóttamanna hafa verið í brennidepli undanfarna mánuði og málefnið mikilvægt fyrir heimsbyggðina alla. Innflytjendabókmenntir fjalla um stöðu innflytjenda, útlegðina og hvað sé heima, hvort það sé gamla heimalandið eða nýja landið. Rithöfundurinn Sjón mun ræða við verðlaunahöfundana Teju Cole og Hassan Blasim um málefnið og verk þeirra undir yfirskriftinni Að heiman og heim í Norræna húsinu, laugardaginn 12. september kl. 13:00-13:45. Teju Cole er Bandaríkjamaður af nígerísku bergi brotinn en hann bjó í Nígeríu fram á unglingsár. Hann hefur gefið út tvær bækur, Every Day is for the Thief (2007) og Open City (2011) sem báðar hafa fengið mikið lof. Eftir hryðjuverkaárásinu í París í byrjun ársins skrifaði Teju Cole áhrifaríka grein í The New Yorker um tjáningarfrelsið. Hassan Blasim er frá Írak en hann kom til Finnlands árið 2004 sem flóttamaður og býr þar og starfar í dag. Hassan er rithöfundur, ljóðskáld og kvikmyndaleikstjóri og hefur gefið út fjölda bóka á arabísku sem jafnframt hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál. Nýjustu bækurnar eru The Iraqi Christ (2013) og The Corpse Exhibition (2014) sem fjallar um Íraksstríðið. Í haust er væntanleg hjá Forlaginu bók Hassans, Þúsund og einn hnífur, í þýðingu Sölva Björns Sigurðssonar. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir en dagskránni verður jafnframt streymt í gegnum heimasíðu hátíðarinnar www.bokmenntahatid.is. Allir sem hafa áhuga á stöðu tjáningarfrelsisins, málefnum innflytjenda og flóttamanna og þátt bókmenntanna í þeirri umræðu ættu því ekki að láta þennan viðburð framhjá sér fara.“
Bókmenntahátíð Menning Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira