Everest fær góða dóma: „Hægt að bóka þessa mynd sem eina af þeim allra vinsælustu á árinu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 2. september 2015 13:55 Baltasar leikstýrir myndinni. vísir Gagnrýnandi Hollywood Reporter heldur ekki vatni yfir nýjustu mynd Baltasars Kormáks, Everest. Kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest, verður opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum í ár og verðu myndin frumsýnd þar í dag. Myndin segir frá leiðangri hóps göngumanna upp á topp Everest-fjallsins árið 1996 þar sem átta létu lífið. Með helstu hlutverk fara Jake Gyllenhaal, Jason Clarke, Josh Brolin og John Hawkes. „Universal-kvikmyndaverið getur nú þegar bókað þessa mynd sem eina af þeim allra vinsælustu á árinu,“ skrifar gagnrýnandi Hollywood Reporter. „Leikarahópurinn er stórkostlegur og það eina sem maður hefði viljað sjá var aðeins meira til sjerpanna og þeirra hlutverka í svona fjallgöngum.“ Gagnrýnandi segir að mikill stígandi hafi verið í verkefnum Baltasars undanfarin ár og nú sé hann kominn í flokk með þeim stóru. Á síðunni IMDB er Everest með 8,9 í einkunn og á síðu Rotten Tomatoes fær hún 7 í einkunn. Gagnrýnandi The Guardian er reyndar ekki jafn hrifinn og aðrir og gefur myndinni tvær stjörnur.Stuff frá Nýja-Sjálandi gefur myndinni fimm stjörnur.Coming Soon gefur henni átta af 10. Hjá Indiewire fær hún B+ Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Gagnrýnandi Hollywood Reporter heldur ekki vatni yfir nýjustu mynd Baltasars Kormáks, Everest. Kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest, verður opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum í ár og verðu myndin frumsýnd þar í dag. Myndin segir frá leiðangri hóps göngumanna upp á topp Everest-fjallsins árið 1996 þar sem átta létu lífið. Með helstu hlutverk fara Jake Gyllenhaal, Jason Clarke, Josh Brolin og John Hawkes. „Universal-kvikmyndaverið getur nú þegar bókað þessa mynd sem eina af þeim allra vinsælustu á árinu,“ skrifar gagnrýnandi Hollywood Reporter. „Leikarahópurinn er stórkostlegur og það eina sem maður hefði viljað sjá var aðeins meira til sjerpanna og þeirra hlutverka í svona fjallgöngum.“ Gagnrýnandi segir að mikill stígandi hafi verið í verkefnum Baltasars undanfarin ár og nú sé hann kominn í flokk með þeim stóru. Á síðunni IMDB er Everest með 8,9 í einkunn og á síðu Rotten Tomatoes fær hún 7 í einkunn. Gagnrýnandi The Guardian er reyndar ekki jafn hrifinn og aðrir og gefur myndinni tvær stjörnur.Stuff frá Nýja-Sjálandi gefur myndinni fimm stjörnur.Coming Soon gefur henni átta af 10. Hjá Indiewire fær hún B+
Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira