Íslenski boltinn

Afturelding hélt lífi með sigri á KR

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Úr leik Aftureldingar fyrr í sumar.
Úr leik Aftureldingar fyrr í sumar. Visir/Andri Marinó
Afturelding vann afskaplega mikilvægan 2-1 sigur á KR á Alvogen-vellinum í kvöld en með sigrinum halda Mosfellskonur í veika von um að bjarga sæti sínu í deildinni.

Leikmenn Aftureldingar vissu að allt annað en sigur í kvöld þýddi að félagið væri fallið þegar tvær umferðir eru eftir af Pepsi-deild kvenna.

Sasha A. Andrews kom Aftureldingu yfir í upphafi leiks en Shakira Duncan jafnaði metin fyrir KR skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks.

Afturelding komst aftur yfir um miðbik seinni hálfleiks með marki ELise Kotsakis og náðu Mosfellskonur að halda út seinustu tuttugu mínútur leiksins.

Afturelding þarf að vinna síðustu tvo leiki sína gegn Fylki og Stjörnunni og treysta á að á sama tíma tapi KR gegn Selfoss og Fylki.

Úrslit kvöldsins:

KR 1-2 Afturelding

0-1 Sasha A. Andrews (12.), 1-1 Shakira Duncan (45.), 1-2 Elise Kotsakis (67.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×