Eitt mannslíf Hildur Sverrisdóttir skrifar 4. september 2015 07:00 Á sínum tíma grét ég klukkutímum saman eftir að hafa séð Lista Schindlers, bíómynd um manninn sem bjargaði ríflega þúsund gyðingum frá örlögum milljóna annarra sem enduðu líf sitt í gasklefunum. Ég, unglingurinn, grét yfir vonsku heimsins – en eftir sat líka tilfinningin um kraft hvers og eins sem af kærleik getur hjálpað þó lítið sé. Í lok myndarinnar þakka gyðingarnir sem Schindler bjargaði honum lífgjöfina. Hann segir að hann eigi ekki þakkir skildar heldur harmar að hafa ekki hjálpað fleirum. Gyðingarnir biðja hann þá að þiggja hring sem þeir höfðu grafið í áletrun úr Talmúdinum: „Sá sem bjargar einum, bjargar heiminum öllum.“ Tólf milljónir Sýrlendinga eru á vergangi. Það sem Evrópubúar upplifa sem flóðbylgju flóttamanna eru um 250 þúsund manns, eða tvö prósent af þeim sem hafa flúið heimili sín og þurfa aðstoð. Sjálfsagt fallast einhverjum hendur yfir slíkum tölum og freistast til að álykta að það leysi engan vanda að rétta hjálparhönd til þessa brotabrots. Auðvitað skiptir öllu máli að ráðast að rót vandans en það breytir því ekki að neyð hvers og eins er jafnraunveruleg þó hún sé bara brotabrot af heildarmynd hörmunganna. Við þekkjum Dagbók Önnu Frank. Við vitum að sex milljónir gyðinga voru drepnar í helförinni. Sú stærðargráða hörmunga er lamandi og þó við vitum að við hefðum aldrei haft tök á að bjarga þeim öllum breytir það því ekki að við hefðum líklega öll viljað geta bjargað Önnu frá örlögum sínum. Myndin af hinum 3 ára gamla sýrlenska flóttamanni Aylan Kurdi sem rak drukknaðan á land á tyrkneskri baðströnd færir okkur að sama skapi nær því að hætta að sjá vanda Sýrlendinga nú ekki einungis sem óyfirstíganlegt staðreyndafargan. Það eru einstaklingar sem þjást. Okkur eiga ekki að fallast hendur yfir hvað þeir eru margir, heldur reyna að hjálpa eins mörgum og við getum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Á sínum tíma grét ég klukkutímum saman eftir að hafa séð Lista Schindlers, bíómynd um manninn sem bjargaði ríflega þúsund gyðingum frá örlögum milljóna annarra sem enduðu líf sitt í gasklefunum. Ég, unglingurinn, grét yfir vonsku heimsins – en eftir sat líka tilfinningin um kraft hvers og eins sem af kærleik getur hjálpað þó lítið sé. Í lok myndarinnar þakka gyðingarnir sem Schindler bjargaði honum lífgjöfina. Hann segir að hann eigi ekki þakkir skildar heldur harmar að hafa ekki hjálpað fleirum. Gyðingarnir biðja hann þá að þiggja hring sem þeir höfðu grafið í áletrun úr Talmúdinum: „Sá sem bjargar einum, bjargar heiminum öllum.“ Tólf milljónir Sýrlendinga eru á vergangi. Það sem Evrópubúar upplifa sem flóðbylgju flóttamanna eru um 250 þúsund manns, eða tvö prósent af þeim sem hafa flúið heimili sín og þurfa aðstoð. Sjálfsagt fallast einhverjum hendur yfir slíkum tölum og freistast til að álykta að það leysi engan vanda að rétta hjálparhönd til þessa brotabrots. Auðvitað skiptir öllu máli að ráðast að rót vandans en það breytir því ekki að neyð hvers og eins er jafnraunveruleg þó hún sé bara brotabrot af heildarmynd hörmunganna. Við þekkjum Dagbók Önnu Frank. Við vitum að sex milljónir gyðinga voru drepnar í helförinni. Sú stærðargráða hörmunga er lamandi og þó við vitum að við hefðum aldrei haft tök á að bjarga þeim öllum breytir það því ekki að við hefðum líklega öll viljað geta bjargað Önnu frá örlögum sínum. Myndin af hinum 3 ára gamla sýrlenska flóttamanni Aylan Kurdi sem rak drukknaðan á land á tyrkneskri baðströnd færir okkur að sama skapi nær því að hætta að sjá vanda Sýrlendinga nú ekki einungis sem óyfirstíganlegt staðreyndafargan. Það eru einstaklingar sem þjást. Okkur eiga ekki að fallast hendur yfir hvað þeir eru margir, heldur reyna að hjálpa eins mörgum og við getum.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun