Ég hef engan tíma aflögu! nanna árnadóttir skrifar 8. september 2015 11:00 Vísir/Getty Margir kvarta undan því að hafa ekki tíma til þess að hreyfa sig. Það er bara einfaldlega of mikið að gera. Vekjaraklukkan er nú þegar stillt á 06.00 til þess að allir séu komnir út úr húsi og mættir í vinnu og skóla kl. 08.00. Eftir það tekur vinnudagurinn við og svo skutlið í fótboltann, tónlistarskólann og búðaferðin að því loknu. Það þarf að hjálpa börnunum að gera heimavinnuna, elda matinn, þvo þvottinn og ganga frá. Þegar allir eru svo loksins sofnaðir er bara klukkutími þangað til þú þarft að vera komin upp í rúm svo þú vaknir nógu hress fyrir næsta dag og hann viltu nýta í ró og næði. Hvernig í ósköpunum áttu að koma hreyfingu fyrir?Notaðu hádegið Það fá flestir, ef ekki allir, að minnsta kosti 30 mínútna hádegishlé. 30 mínútur eru nú ekki langur tími en það er ótrúlegt hversu miklu er hægt að koma fyrir á þeim tíma. Taktu með þér hollt og gott nesti í stað þess að fara í mötuneytið og eyða öllu hléinu þar. Borðaðu nestið þitt og farðu síðan í 20 mínútna göngutúr eða gerðu æfingar á vinnustaðnum. Ég get næstum því lofað þér því að þú átt eftir að koma orkumeiri til baka í vinnuna heldur en eftir kjötbollurnar í mötuneytinu.Talaðu við vinnuveitandann Sumir vinnuveitendur eru farnir að taka upp á því að leyfa starfsfólki sínu að nýta hádegið, jafnvel sjálfan vinnutímann til þess að hreyfa sig. Athugaðu hvernig málunum er háttað hjá þínu fyrirtæki og sjáðu hvort það sé ekki smuga fyrir örlitla hreyfingu, jafnvel hreyfingu á vinnustaðnum sem allir geta tekið þátt í. Það bæði eflir hópinn og styrkir starfsmennina.Gerðu æfingarnar heima Það eru allar líkur á því að það sé eitthvað á hverjum degi sem þú getur sleppt að gera heima hjá þér. Það gerist ekkert ef það er ekki búið um rúmið á hverjum degi eða ef sandurinn sem barnið ákvað að taka með sér heim í báðum skónum úr leikskólanum er ekki ryksugaður alveg strax. Hins vegar gæti heilsunni hrakað verulega ef þú hreyfir þig ekki. Prófaðu að gefa þér 20-30 mínútur heima fyrir og gera æfingar. Þær þurfa ekki að vera flóknar og þú þarft ekkert að eiga til að gera hinar ýmsu æfingar. Ef þér detta engar æfingar í hug, athugaðu þá hvort þú getir ekki fengið æfingaáætlun hjá þjálfara sem þú getur gert heima hjá þér.Fjölskyldan með í fjörið Það er langskemmtilegast að hafa einhvern með sér þegar maður er að hreyfa sig og varla hægt að finna betri æfingafélaga en fjölskylduna. Ákveðið að fara í göngutúr eftir kvöldmat þrisvar sinnum í viku. Krakkarnir eiga eftir að koma þreyttir og glaðir heim og tilbúnir í svefn og þú átt ennþá þinn prívat tíma inni. Hvað sem þú gerir, passaðu þig bara að það sé eitthvað. Ekki gera ekki neitt. Þá gæti komið að því að þú getir ekki lengur gert þá hluti sem þú elskar að gera. Heilsa Tengdar fréttir Heilsuræktin stunduð úti í sumar! Nú þegar veðrið er okkur loksins hliðhollt þá er um að gera að brjóta upp rútínuna og fara út og hreyfa sig. Það eru ótal leiðir til að nýta nærumhverfið og getur það skilað sér í bættu formi og sálin kætist einnig við sólarljósið og hreina loftið. 15. maí 2015 16:00 Hreyfing í fæðingarorlofinu Flestar konur sem eignast börn eiga erfitt með að koma sér aftur af stað eftir fæðingu. Fæðingarorlofið getur þó nýst til góðs enda margt gott í boði fyrir nýbakaðar mæður og upplagt að hitta aðrar konur í svipaðri stöðu. 22. maí 2015 16:00 Tekur vinnustaðurinn þinn þátt? Það er sannað að þeir einstaklingar sem stunda reglulega líkamsrækt eru betri starfsmenn en þeir sem gera það ekki. 11. apríl 2015 10:00 Vendu þig á venjurnar Í síðasta pistli skrifaði ég um brot af þeim venjum sem ég hef tileinkað mér varðandi heilsusamlegan lífsstíl og langar mig að deila með ykkur fleiri ráðum í von um að hvetja ykkur til dáða í áttina að betri heilsu og heilbrigðu hugarfari. 5. maí 2015 11:00 Er til uppskrift að árangri? Það er jákvætt og gott að eiga fyrirmynd sem hvetur mann áfram í lífinu og gefur manni hugmyndir að betra líferni. Skipulag skiptir höfuðmáli þegar hugað er að betri heilsu svo að ekki freistist maður til að narta í óhollustu sem sækir að manni síðla dags 26. apríl 2015 11:00 Einkaþjálfun undir berum himni Nú er sumarið loksins gengið í garð og vel til þess fallið að stunda útivist af kappi. Þau Nanna Árnadóttir og Ásmundur Kr. Símonarson einkaþjálfarar ætla sér að nýta umhverfið og fara af stað með hópþjálfun sem einungis er stunduð utandyra. 15. maí 2015 11:30 Heilbrigð þjóð í framtíðinni? Það þarf að virkja börn til hreyfingar og hvetja þau til heilbrigðs lífsstíls og þar eru foreldrarnir stærstu fyrirmyndirnar. Börn læra það sem fyrir þeim er haft og því er gott að snúa blaðinu við og byrja strax í dag að velja hollari mat og hreyfa sig. 19. apríl 2015 11:00 Mest lesið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Margir kvarta undan því að hafa ekki tíma til þess að hreyfa sig. Það er bara einfaldlega of mikið að gera. Vekjaraklukkan er nú þegar stillt á 06.00 til þess að allir séu komnir út úr húsi og mættir í vinnu og skóla kl. 08.00. Eftir það tekur vinnudagurinn við og svo skutlið í fótboltann, tónlistarskólann og búðaferðin að því loknu. Það þarf að hjálpa börnunum að gera heimavinnuna, elda matinn, þvo þvottinn og ganga frá. Þegar allir eru svo loksins sofnaðir er bara klukkutími þangað til þú þarft að vera komin upp í rúm svo þú vaknir nógu hress fyrir næsta dag og hann viltu nýta í ró og næði. Hvernig í ósköpunum áttu að koma hreyfingu fyrir?Notaðu hádegið Það fá flestir, ef ekki allir, að minnsta kosti 30 mínútna hádegishlé. 30 mínútur eru nú ekki langur tími en það er ótrúlegt hversu miklu er hægt að koma fyrir á þeim tíma. Taktu með þér hollt og gott nesti í stað þess að fara í mötuneytið og eyða öllu hléinu þar. Borðaðu nestið þitt og farðu síðan í 20 mínútna göngutúr eða gerðu æfingar á vinnustaðnum. Ég get næstum því lofað þér því að þú átt eftir að koma orkumeiri til baka í vinnuna heldur en eftir kjötbollurnar í mötuneytinu.Talaðu við vinnuveitandann Sumir vinnuveitendur eru farnir að taka upp á því að leyfa starfsfólki sínu að nýta hádegið, jafnvel sjálfan vinnutímann til þess að hreyfa sig. Athugaðu hvernig málunum er háttað hjá þínu fyrirtæki og sjáðu hvort það sé ekki smuga fyrir örlitla hreyfingu, jafnvel hreyfingu á vinnustaðnum sem allir geta tekið þátt í. Það bæði eflir hópinn og styrkir starfsmennina.Gerðu æfingarnar heima Það eru allar líkur á því að það sé eitthvað á hverjum degi sem þú getur sleppt að gera heima hjá þér. Það gerist ekkert ef það er ekki búið um rúmið á hverjum degi eða ef sandurinn sem barnið ákvað að taka með sér heim í báðum skónum úr leikskólanum er ekki ryksugaður alveg strax. Hins vegar gæti heilsunni hrakað verulega ef þú hreyfir þig ekki. Prófaðu að gefa þér 20-30 mínútur heima fyrir og gera æfingar. Þær þurfa ekki að vera flóknar og þú þarft ekkert að eiga til að gera hinar ýmsu æfingar. Ef þér detta engar æfingar í hug, athugaðu þá hvort þú getir ekki fengið æfingaáætlun hjá þjálfara sem þú getur gert heima hjá þér.Fjölskyldan með í fjörið Það er langskemmtilegast að hafa einhvern með sér þegar maður er að hreyfa sig og varla hægt að finna betri æfingafélaga en fjölskylduna. Ákveðið að fara í göngutúr eftir kvöldmat þrisvar sinnum í viku. Krakkarnir eiga eftir að koma þreyttir og glaðir heim og tilbúnir í svefn og þú átt ennþá þinn prívat tíma inni. Hvað sem þú gerir, passaðu þig bara að það sé eitthvað. Ekki gera ekki neitt. Þá gæti komið að því að þú getir ekki lengur gert þá hluti sem þú elskar að gera.
Heilsa Tengdar fréttir Heilsuræktin stunduð úti í sumar! Nú þegar veðrið er okkur loksins hliðhollt þá er um að gera að brjóta upp rútínuna og fara út og hreyfa sig. Það eru ótal leiðir til að nýta nærumhverfið og getur það skilað sér í bættu formi og sálin kætist einnig við sólarljósið og hreina loftið. 15. maí 2015 16:00 Hreyfing í fæðingarorlofinu Flestar konur sem eignast börn eiga erfitt með að koma sér aftur af stað eftir fæðingu. Fæðingarorlofið getur þó nýst til góðs enda margt gott í boði fyrir nýbakaðar mæður og upplagt að hitta aðrar konur í svipaðri stöðu. 22. maí 2015 16:00 Tekur vinnustaðurinn þinn þátt? Það er sannað að þeir einstaklingar sem stunda reglulega líkamsrækt eru betri starfsmenn en þeir sem gera það ekki. 11. apríl 2015 10:00 Vendu þig á venjurnar Í síðasta pistli skrifaði ég um brot af þeim venjum sem ég hef tileinkað mér varðandi heilsusamlegan lífsstíl og langar mig að deila með ykkur fleiri ráðum í von um að hvetja ykkur til dáða í áttina að betri heilsu og heilbrigðu hugarfari. 5. maí 2015 11:00 Er til uppskrift að árangri? Það er jákvætt og gott að eiga fyrirmynd sem hvetur mann áfram í lífinu og gefur manni hugmyndir að betra líferni. Skipulag skiptir höfuðmáli þegar hugað er að betri heilsu svo að ekki freistist maður til að narta í óhollustu sem sækir að manni síðla dags 26. apríl 2015 11:00 Einkaþjálfun undir berum himni Nú er sumarið loksins gengið í garð og vel til þess fallið að stunda útivist af kappi. Þau Nanna Árnadóttir og Ásmundur Kr. Símonarson einkaþjálfarar ætla sér að nýta umhverfið og fara af stað með hópþjálfun sem einungis er stunduð utandyra. 15. maí 2015 11:30 Heilbrigð þjóð í framtíðinni? Það þarf að virkja börn til hreyfingar og hvetja þau til heilbrigðs lífsstíls og þar eru foreldrarnir stærstu fyrirmyndirnar. Börn læra það sem fyrir þeim er haft og því er gott að snúa blaðinu við og byrja strax í dag að velja hollari mat og hreyfa sig. 19. apríl 2015 11:00 Mest lesið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Heilsuræktin stunduð úti í sumar! Nú þegar veðrið er okkur loksins hliðhollt þá er um að gera að brjóta upp rútínuna og fara út og hreyfa sig. Það eru ótal leiðir til að nýta nærumhverfið og getur það skilað sér í bættu formi og sálin kætist einnig við sólarljósið og hreina loftið. 15. maí 2015 16:00
Hreyfing í fæðingarorlofinu Flestar konur sem eignast börn eiga erfitt með að koma sér aftur af stað eftir fæðingu. Fæðingarorlofið getur þó nýst til góðs enda margt gott í boði fyrir nýbakaðar mæður og upplagt að hitta aðrar konur í svipaðri stöðu. 22. maí 2015 16:00
Tekur vinnustaðurinn þinn þátt? Það er sannað að þeir einstaklingar sem stunda reglulega líkamsrækt eru betri starfsmenn en þeir sem gera það ekki. 11. apríl 2015 10:00
Vendu þig á venjurnar Í síðasta pistli skrifaði ég um brot af þeim venjum sem ég hef tileinkað mér varðandi heilsusamlegan lífsstíl og langar mig að deila með ykkur fleiri ráðum í von um að hvetja ykkur til dáða í áttina að betri heilsu og heilbrigðu hugarfari. 5. maí 2015 11:00
Er til uppskrift að árangri? Það er jákvætt og gott að eiga fyrirmynd sem hvetur mann áfram í lífinu og gefur manni hugmyndir að betra líferni. Skipulag skiptir höfuðmáli þegar hugað er að betri heilsu svo að ekki freistist maður til að narta í óhollustu sem sækir að manni síðla dags 26. apríl 2015 11:00
Einkaþjálfun undir berum himni Nú er sumarið loksins gengið í garð og vel til þess fallið að stunda útivist af kappi. Þau Nanna Árnadóttir og Ásmundur Kr. Símonarson einkaþjálfarar ætla sér að nýta umhverfið og fara af stað með hópþjálfun sem einungis er stunduð utandyra. 15. maí 2015 11:30
Heilbrigð þjóð í framtíðinni? Það þarf að virkja börn til hreyfingar og hvetja þau til heilbrigðs lífsstíls og þar eru foreldrarnir stærstu fyrirmyndirnar. Börn læra það sem fyrir þeim er haft og því er gott að snúa blaðinu við og byrja strax í dag að velja hollari mat og hreyfa sig. 19. apríl 2015 11:00