Dansaðu við þinn uppáhaldshöfund Magnús Guðmundsson skrifar 4. september 2015 10:30 Stella Soffía Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Bókmenntahátíðarinnar. Visir/GVA Stella Soffía Jóhannesdóttir er framkvæmdastjóri hátíðarinnar sem hefst næstkomandi miðvikudag og lýkur með bókaballi á laugardagskvöldið. Stella segir að hátíðin hafi upprunalega verið stofnuð að frumkvæði Thors Vilhjálmssonar og fleiri í Norræna húsinu. „Hátíðin er sjálfseignarstofnun, stjórnin er skipuð fólki sem tengist bókmenntum og vinnur í þessu af áhuga. En upphaflega var hún miklu fremur norræn ljóðahátíð en alþjóðleg bókmenntahátíð – en strax árið 1987 breyttist það. Það var sannkallað stjörnuár og hingað komu Isabel Allende og Kurt Vonnegut. Hátíðin hefur verið stjörnum prýdd síðan og höfundar koma hingað alls staðar að og hafa gert Reykjavíkurborg að alþjóðlegri bókmenntaborg.“Bækur og málefni Tilgangur hátíðarinnar segir Stella að sé fyrst og fremst að kynna það helsta sem er að gerast í bókmenntum víða um heim. „Við erum að leiða saman lesendur og höfunda, leiða saman íslenska og erlenda höfunda og fá hingað erlenda útgefendur til að kynna þá íslenskum höfundum. Allt skiptir þetta miklu máli. En við erum líka að skapa samræðu um málefni sem brenna á lesendum og höfundum. Við höfum alltaf fjallað mikið um mannréttindamál og hátíðin í ár er engin undantekning því fjallað verður um spurninguna hvað sé heima fyrir fólk sem hefur þurft að flytja búferlum vegna stríðs, en við munum líka beina sjónum að umhverfismálum og læsi. Allt eru þetta málefni sem svo sannarlega brenna á samtímanum.“Glæsileg dagskrá Stella segir að það sé svo sannarlega mikið um að vera á þessari miklu afmælishátíð í næstu viku. „Við erum að fara af stað með ný verðlaun, sem við köllum Orðstír, og eru handa þýðendum íslenskra bókmennta á erlend mál. Þetta er heiðursviðurkenning til þýðenda sem eru okkur afar mikilvægir, sendiherrar íslenskra bókmennta á erlendri grundu. Af dagskrárliðum mætti líka sérstaklega nefna samtal Vilborgar Dagbjartsdóttur og Kristínar Ómars sem mér finnst persónulega mjög spennandi efni. Þá er líka áhugavert að heyra um íslenskar bókmenntir sem innblástur í skáldskap þar sem David Mitchell, Emil Hjörvar og Vilborg Davíðsdóttir ræða saman um áhrif hans á sín skrif og kannski ekki síst um minni og minningar þar sem Jón Gnarr, Oddný og Lena Andersson ræða um sannar sögur og falsaðar. Það verður líka gaman að skoða töfra hversdagsleikans en Helle Helle, Óskar Árni og Þórdís Gísladóttir hafa einstakt lag á að ljá hversdagsleikanum spennandi yfirbragð. Dagskrá hátíðarinnar er glæsileg og það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.Bókaball Aðsóknin er alltaf góð, bæði á þá dagskrárliði sem eru í Norræna húsinu og í Iðnó. Í ár bryddum við upp á þeirri nýbreytni að streyma allri dagskrá á heimasíðunni okkar, bokmenntahatid.is, svo að allir geta fylgst með þegar þeim hentar. Lesendur flykkjast á hátíðina, vilja heyra meira frá sínum uppáhaldshöfundi eða kynnast nýjum höfundum. Fagfólk kemur auðvitað líka, bókabúðarfólk og slíkt, en fyrst og fremst er þetta hátíð fyrir lesendur af öllu tagi sem vilja heyra og sjá samtímahöfunda sem eru að gera það gott. Hátíðin sem slík er spennandi, því hún markar eiginlega upphaf jólabókaflóðsins annað hvert ár. Það koma út margar bækur fyrir hátíðina og búðirnar eru fullar af spennandi bókum spennandi höfunda. Stemningin á þessari hátíð er einstök, hugguleg og notaleg og lesendur komast ansi nálægt höfundum hérna, og geta jafnvel boðið þeim upp í dans á bókaballinu ef þeir vilja. Ég veit ekki um margar hátíðir þar sem boðið eru upp á slíkt.“ Bókmenntahátíð Menning Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Stella Soffía Jóhannesdóttir er framkvæmdastjóri hátíðarinnar sem hefst næstkomandi miðvikudag og lýkur með bókaballi á laugardagskvöldið. Stella segir að hátíðin hafi upprunalega verið stofnuð að frumkvæði Thors Vilhjálmssonar og fleiri í Norræna húsinu. „Hátíðin er sjálfseignarstofnun, stjórnin er skipuð fólki sem tengist bókmenntum og vinnur í þessu af áhuga. En upphaflega var hún miklu fremur norræn ljóðahátíð en alþjóðleg bókmenntahátíð – en strax árið 1987 breyttist það. Það var sannkallað stjörnuár og hingað komu Isabel Allende og Kurt Vonnegut. Hátíðin hefur verið stjörnum prýdd síðan og höfundar koma hingað alls staðar að og hafa gert Reykjavíkurborg að alþjóðlegri bókmenntaborg.“Bækur og málefni Tilgangur hátíðarinnar segir Stella að sé fyrst og fremst að kynna það helsta sem er að gerast í bókmenntum víða um heim. „Við erum að leiða saman lesendur og höfunda, leiða saman íslenska og erlenda höfunda og fá hingað erlenda útgefendur til að kynna þá íslenskum höfundum. Allt skiptir þetta miklu máli. En við erum líka að skapa samræðu um málefni sem brenna á lesendum og höfundum. Við höfum alltaf fjallað mikið um mannréttindamál og hátíðin í ár er engin undantekning því fjallað verður um spurninguna hvað sé heima fyrir fólk sem hefur þurft að flytja búferlum vegna stríðs, en við munum líka beina sjónum að umhverfismálum og læsi. Allt eru þetta málefni sem svo sannarlega brenna á samtímanum.“Glæsileg dagskrá Stella segir að það sé svo sannarlega mikið um að vera á þessari miklu afmælishátíð í næstu viku. „Við erum að fara af stað með ný verðlaun, sem við köllum Orðstír, og eru handa þýðendum íslenskra bókmennta á erlend mál. Þetta er heiðursviðurkenning til þýðenda sem eru okkur afar mikilvægir, sendiherrar íslenskra bókmennta á erlendri grundu. Af dagskrárliðum mætti líka sérstaklega nefna samtal Vilborgar Dagbjartsdóttur og Kristínar Ómars sem mér finnst persónulega mjög spennandi efni. Þá er líka áhugavert að heyra um íslenskar bókmenntir sem innblástur í skáldskap þar sem David Mitchell, Emil Hjörvar og Vilborg Davíðsdóttir ræða saman um áhrif hans á sín skrif og kannski ekki síst um minni og minningar þar sem Jón Gnarr, Oddný og Lena Andersson ræða um sannar sögur og falsaðar. Það verður líka gaman að skoða töfra hversdagsleikans en Helle Helle, Óskar Árni og Þórdís Gísladóttir hafa einstakt lag á að ljá hversdagsleikanum spennandi yfirbragð. Dagskrá hátíðarinnar er glæsileg og það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.Bókaball Aðsóknin er alltaf góð, bæði á þá dagskrárliði sem eru í Norræna húsinu og í Iðnó. Í ár bryddum við upp á þeirri nýbreytni að streyma allri dagskrá á heimasíðunni okkar, bokmenntahatid.is, svo að allir geta fylgst með þegar þeim hentar. Lesendur flykkjast á hátíðina, vilja heyra meira frá sínum uppáhaldshöfundi eða kynnast nýjum höfundum. Fagfólk kemur auðvitað líka, bókabúðarfólk og slíkt, en fyrst og fremst er þetta hátíð fyrir lesendur af öllu tagi sem vilja heyra og sjá samtímahöfunda sem eru að gera það gott. Hátíðin sem slík er spennandi, því hún markar eiginlega upphaf jólabókaflóðsins annað hvert ár. Það koma út margar bækur fyrir hátíðina og búðirnar eru fullar af spennandi bókum spennandi höfunda. Stemningin á þessari hátíð er einstök, hugguleg og notaleg og lesendur komast ansi nálægt höfundum hérna, og geta jafnvel boðið þeim upp í dans á bókaballinu ef þeir vilja. Ég veit ekki um margar hátíðir þar sem boðið eru upp á slíkt.“
Bókmenntahátíð Menning Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira