Um 189 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í síðasta mánuði. Sú tala er 36 þúsundum hærri en í sama mánuði í fyrra og einnig mesti fjöldi ferðafólks sem hefur farið frá landinu í einum mánuði frá upphafi. Þetta kemur fram í samantekt Ferðamálastofu.
Það sem af er ári hefur verið aukning á straumi ferðamanna í hverjum einasta mánuði samanborið við árið í fyrra. Mest var aukningin í maí, 36,4%, og í janúar og febrúar er hún nam 34,5%.
Tæplega einn af hverjum fimm ferðamönnum sem heimsótti landið var frá Bandaríkjunum. Þjóðverjar fylgdu næstir með einn af hverjum átta. Frakkar, Bretar, Ítalir, Spánverjar, Kínverjar, Kanadamenn, Danir og Svíar eru í næstu sætum. Saman mynda þessar þjóðir rúmlega 70% ferðalanga á Íslandi í ágúst. Nokkrum þjóðum fækkaði hins vegar og má þar helst benda á Norðmenn, 12,2% fækkun, og Rússland með 51,3% fækkun.
Það sem af er ári hafa rúmlega 887 þúsund ferðamenn farið frá landinu en á sama tíma í fyrra stóðum við í 700 þúsund ferðamönnum. Helmingi fleiri Bandaríkjamenn hafa sótt landið heim í ár en í fyrra.
Tæplega 200 þúsund ferðamenn komu til Íslands í ágúst
Jóhann Óli Eiðsson skrifar

Mest lesið

Icelandair skrúfar fyrir fría gosið
Viðskipti innlent

Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs
Viðskipti innlent


Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira
Viðskipti innlent



Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri
Viðskipti innlent

Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga
Viðskipti innlent

Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent
Viðskipti erlent

Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár
Viðskipti innlent