Fyrstu Tesla Model X afhentir 29. september Finnur Thorlacius skrifar 4. september 2015 13:36 Tesla Model X. Tesla Motors í Bandaríkjunum munu afhenda fyrstu eintökin af Model X jepplingi sínum til nýrra kaupenda í lok þessa mánaðar og með því endar sú langa bið sem eftir bílnum hefur verið. Fjölmargir hafa pantað þennan nýja bíl Tesla og nokkrir þeirra eru hér á landi og er það rafmagnsbílaseljandinn Even sem flytja mun þá bíla til landsins. Árið 2012 tilkynnti Tesla um framleiðslu Model X bílsins og er því nokkuð langt um liðið frá því og hefur Tesla margoft frestað útkomu hans en Elon Musk forstjóri Tesla hefur fremur viljað afhenda fullkomlega útfærðan bíl en flýta komu hans. Tesla vinnur nú að framleiðslu mun ódýrari bíls frá fyrirtækinu sem fengið hefur nafnið Model 3 og á að kosta aðeins 35.000 dollara, eða um 4,5 milljónir króna. Sá bíll á að fara í framleiðslu eftir um 2 ár. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent
Tesla Motors í Bandaríkjunum munu afhenda fyrstu eintökin af Model X jepplingi sínum til nýrra kaupenda í lok þessa mánaðar og með því endar sú langa bið sem eftir bílnum hefur verið. Fjölmargir hafa pantað þennan nýja bíl Tesla og nokkrir þeirra eru hér á landi og er það rafmagnsbílaseljandinn Even sem flytja mun þá bíla til landsins. Árið 2012 tilkynnti Tesla um framleiðslu Model X bílsins og er því nokkuð langt um liðið frá því og hefur Tesla margoft frestað útkomu hans en Elon Musk forstjóri Tesla hefur fremur viljað afhenda fullkomlega útfærðan bíl en flýta komu hans. Tesla vinnur nú að framleiðslu mun ódýrari bíls frá fyrirtækinu sem fengið hefur nafnið Model 3 og á að kosta aðeins 35.000 dollara, eða um 4,5 milljónir króna. Sá bíll á að fara í framleiðslu eftir um 2 ár.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent