Táfýlublæti og tvíhyggja Viktoría Hermannsdóttir skrifar 5. september 2015 12:00 Móa Hjartardóttir Fréttablaðið/ Listamaðurinn og ljósmyndarinn Móa Hjartardóttir opnar í dag ljósmyndasýningu í Lágafellslaug. Á sýningunni sýnir hún myndir sem hún hefur tekið síðustu misseri en Móa lærði ljósmyndun í Danmörku. „Ég er listakona í grunninn, af því að ég er letibikkja samkvæmt sumum og finnst kvikmyndir sem gerist ekkert í skemmtilegar. Ég kann að segja skemmtilegar sannar sögur, sennilega af því ég tek oft eftir venjulegum hlutum sem mörgum finnast svo sjálfsagðir að fólk hættir að taka eftir því,“ segir Móa. Í myndum hennar er oft að finna skemmtilegar sögur sem hver og einn getur túlkað á sinn hátt. „Þessi sýning er frekar sæt og væn fyrir augað. Næsta sýning er í vinnslu og verður stærri og með meiri áherslur á kynmyndir, kvenvæðingu og frelsi,“ segir hún. Á sýningunni er meðal annars að finna gráskala myndaseríu af vinkonu Móu sem teknar voru fyrir tveimur árum. „Þetta er svona gráskala sería, ég hugsa ég hafi tekið gráskala seríu því ég er alltaf að vinna með liti, ég á erfitt með að taka svarthvítar myndir. Ég er að ögra sjálfri mér með því að hætta að vinna í þessum blessaða regnboga alltaf og prófa að gera gráskala.“ Móa leikur sér líka aðeins með kynjahlutverkin sem eru henni hugleikin. „Ég er með verk sem eru tvær myndir af barni þar sem það er sett í tvo kynbúninga, sama barnið, og þetta eru tvær myndir hlið við hlið. Mynd af barni í kvenlægari búning og svo í karllægari búning. Smá núansar sem gera það að verkum að barnið fellur í að vera annaðhvort strákur eða stelpa. Ég er búin að sýna mörgum þetta og það veit enginn hvert upprunalega kynið á barninu er.“ Síðan er líka að finna mynd af sokk í muffinsformi sem er ákveðin tilvísun í blæti sem Móa hefur. „Ég er með táfýlublæti fyrir karlkynssokkum,“ segir Móa örlítið vandræðaleg. „Það eru samt ekki hvaða sokkar sem er. Ég er búin að pæla mikið í þessu og ég roðna bara að tala um þetta. En mig langar að koma þessu út því þá getur enginn stungið mig í bakið með þetta.“ Móa segist hafa kannað vel þetta blæti og komist að því hún sé alls ekki sú eina með blætið. „Það eru mjög margir með þetta. Þetta er svo djúpt hjá manni. Það eru sumir karlmenn með ákveðna táfýlu sem ég heillast af,“ segir hún. Þetta á þó ekki við alla táfýlu heldur ákveðna tegund. „Nei, táfýla er mjög mismunandi. Sum er eins og harðfiskur, sum eins og ostur, sum eins og edik, sum eins og gamall sviti. Það er svo mikið af hormónum sem koma út um ilina, eins og handarkrikanum og í kringum eitla.“ Sýningin opnar klukkan 14 í Lágafellslaug en það er einmitt við hliðina á heimili Móu. „Þetta er skemmtilegur staður til að sýna því hér kemur almenningur sem fer kannski ekki á listasöfn. Hérna er það sem tvíhyggja kynmyndarinnar kórónast, hér eru tveir klefar, fyrir karla og konur, sem endurspeglar líka vissar pælingar í sumum myndunum hjá mér.“ Menning Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Listamaðurinn og ljósmyndarinn Móa Hjartardóttir opnar í dag ljósmyndasýningu í Lágafellslaug. Á sýningunni sýnir hún myndir sem hún hefur tekið síðustu misseri en Móa lærði ljósmyndun í Danmörku. „Ég er listakona í grunninn, af því að ég er letibikkja samkvæmt sumum og finnst kvikmyndir sem gerist ekkert í skemmtilegar. Ég kann að segja skemmtilegar sannar sögur, sennilega af því ég tek oft eftir venjulegum hlutum sem mörgum finnast svo sjálfsagðir að fólk hættir að taka eftir því,“ segir Móa. Í myndum hennar er oft að finna skemmtilegar sögur sem hver og einn getur túlkað á sinn hátt. „Þessi sýning er frekar sæt og væn fyrir augað. Næsta sýning er í vinnslu og verður stærri og með meiri áherslur á kynmyndir, kvenvæðingu og frelsi,“ segir hún. Á sýningunni er meðal annars að finna gráskala myndaseríu af vinkonu Móu sem teknar voru fyrir tveimur árum. „Þetta er svona gráskala sería, ég hugsa ég hafi tekið gráskala seríu því ég er alltaf að vinna með liti, ég á erfitt með að taka svarthvítar myndir. Ég er að ögra sjálfri mér með því að hætta að vinna í þessum blessaða regnboga alltaf og prófa að gera gráskala.“ Móa leikur sér líka aðeins með kynjahlutverkin sem eru henni hugleikin. „Ég er með verk sem eru tvær myndir af barni þar sem það er sett í tvo kynbúninga, sama barnið, og þetta eru tvær myndir hlið við hlið. Mynd af barni í kvenlægari búning og svo í karllægari búning. Smá núansar sem gera það að verkum að barnið fellur í að vera annaðhvort strákur eða stelpa. Ég er búin að sýna mörgum þetta og það veit enginn hvert upprunalega kynið á barninu er.“ Síðan er líka að finna mynd af sokk í muffinsformi sem er ákveðin tilvísun í blæti sem Móa hefur. „Ég er með táfýlublæti fyrir karlkynssokkum,“ segir Móa örlítið vandræðaleg. „Það eru samt ekki hvaða sokkar sem er. Ég er búin að pæla mikið í þessu og ég roðna bara að tala um þetta. En mig langar að koma þessu út því þá getur enginn stungið mig í bakið með þetta.“ Móa segist hafa kannað vel þetta blæti og komist að því hún sé alls ekki sú eina með blætið. „Það eru mjög margir með þetta. Þetta er svo djúpt hjá manni. Það eru sumir karlmenn með ákveðna táfýlu sem ég heillast af,“ segir hún. Þetta á þó ekki við alla táfýlu heldur ákveðna tegund. „Nei, táfýla er mjög mismunandi. Sum er eins og harðfiskur, sum eins og ostur, sum eins og edik, sum eins og gamall sviti. Það er svo mikið af hormónum sem koma út um ilina, eins og handarkrikanum og í kringum eitla.“ Sýningin opnar klukkan 14 í Lágafellslaug en það er einmitt við hliðina á heimili Móu. „Þetta er skemmtilegur staður til að sýna því hér kemur almenningur sem fer kannski ekki á listasöfn. Hérna er það sem tvíhyggja kynmyndarinnar kórónast, hér eru tveir klefar, fyrir karla og konur, sem endurspeglar líka vissar pælingar í sumum myndunum hjá mér.“
Menning Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira