Ein helsta Snapchat stjarna heims: Vill kynna landið sem hann elskar fyrir allri heimsbyggðinni Kjartan Atli Kjartansson skrifar 5. september 2015 08:30 Chris Carmichael hefur vakið gríðarlega athygli með frammistöðu sinni á Snapchat. „Áður en ég kom til Íslands fyrir einu og hálfu ári vissi ég ekkert um það. Núna elska ég landið og vil kynna það fyrir öllum sem fylgja mér á Snapchat,“ segir Chris Carmichael, sem er ein af þekktustu Snapchat-stjörnum heims um þessar mundir, í samtali við Fréttablaðið. Carmichael kom hingað til lands ásamt félögum sínum Jerome Jarr og Nash Grier í janúar 2014, en eins og margir muna varð uppi fótur og fit í Smáralind þegar þeir mættu þangað. Grier og Jarr voru þá þekktir í gegnum myndbandsforritið Vine og þótti það athyglisvert hversu fáir af eldri kynslóðinni höfðu heyrt um þá, en samt fylltist Smáralind af unglingum þegar tvímenningarnir boðuðu komu sína þangað. Líklega er svipað uppi á teningnum nú; fáir ef eldri kynslóðum Íslendinga vita væntanlega hver Chris Carmichael er. Hann er með yfir 100 þúsund fylgjendur á Snapchat og er tilnefndur í flokki þeirra sem bestir þykja á Snapchat á Streamy-verðlaunahátíðinni sem haldin verður um miðjan septembermánuð. Þetta er í fimmta sinn sem hátíðin er haldin og er Carmichael að keppa við vin sinn Jerome Jarr og stórstjörnuna Ryan Seacrest. Fjallað hefur verið um Carmichael í stórum erlendum fréttamiðlum á borð við Time. Hann mun lenda á Íslandi á sunnudagskvöld og strax byrja að taka upp myndbönd sem hann birtir á Snapchat. Hann ætlar bæði að taka upp í Reykjavík og svo ferðast um landið. „Það fór svolítið í taugarnar á mér hvað ég vissi lítið um landið þegar ég kom hingað fyrst. Mér þykir það svo fallegt, mig langar að segja öllum frá því, nú þegar ég nýt vinsælda á samfélagsmiðlum. Ég ætla mér að snappa frá Íslandi, segja frá öllu því sem ég geri hér. Ég kynntist forritinu fyrst þegar ég kom til landsins fyrst og vil koma aftur hingað og votta þjóðinni virðingu mína.“ Carmichael er þekktur fyrir að segja sögur á miðlinum, nokkuð sem fáir aðrir gera. „Ég reyni að láta sögurnar sem ég segi í gegnum miðilinn allar hafa upphaf, miðju og endi. Ég ætla mér að búa til slíkar sögur hér. Ég mun leggja mikið upp úr þessu og hvet Íslendinga sem vilja taka þátt í þessu með mér að fylgjast með mér á Snapchat. Þar mun ég tilkynna tökustaði og fleira.“ Auk þess mun Carmichael stýra Snapchat-reikningi Nova, sem er stærsti reikningur landsins, á mánudag. Hann segist hlakka mikið til að koma. „Ég hef varla hlakkað til neins jafn mikið á ævi minni. Þetta verður æðislegt,“ segir Carmichael sem bætir því við að hann fái mikinn innblástur af frásagnarhefð þjóðarinnar og vísar þar í Íslendingasögurnar. Þeir sem vilja fylgjast með honum á Snapchat geta slegið inn ChrisCarm í leitargluggann. Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fleiri fréttir Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Sjá meira
„Áður en ég kom til Íslands fyrir einu og hálfu ári vissi ég ekkert um það. Núna elska ég landið og vil kynna það fyrir öllum sem fylgja mér á Snapchat,“ segir Chris Carmichael, sem er ein af þekktustu Snapchat-stjörnum heims um þessar mundir, í samtali við Fréttablaðið. Carmichael kom hingað til lands ásamt félögum sínum Jerome Jarr og Nash Grier í janúar 2014, en eins og margir muna varð uppi fótur og fit í Smáralind þegar þeir mættu þangað. Grier og Jarr voru þá þekktir í gegnum myndbandsforritið Vine og þótti það athyglisvert hversu fáir af eldri kynslóðinni höfðu heyrt um þá, en samt fylltist Smáralind af unglingum þegar tvímenningarnir boðuðu komu sína þangað. Líklega er svipað uppi á teningnum nú; fáir ef eldri kynslóðum Íslendinga vita væntanlega hver Chris Carmichael er. Hann er með yfir 100 þúsund fylgjendur á Snapchat og er tilnefndur í flokki þeirra sem bestir þykja á Snapchat á Streamy-verðlaunahátíðinni sem haldin verður um miðjan septembermánuð. Þetta er í fimmta sinn sem hátíðin er haldin og er Carmichael að keppa við vin sinn Jerome Jarr og stórstjörnuna Ryan Seacrest. Fjallað hefur verið um Carmichael í stórum erlendum fréttamiðlum á borð við Time. Hann mun lenda á Íslandi á sunnudagskvöld og strax byrja að taka upp myndbönd sem hann birtir á Snapchat. Hann ætlar bæði að taka upp í Reykjavík og svo ferðast um landið. „Það fór svolítið í taugarnar á mér hvað ég vissi lítið um landið þegar ég kom hingað fyrst. Mér þykir það svo fallegt, mig langar að segja öllum frá því, nú þegar ég nýt vinsælda á samfélagsmiðlum. Ég ætla mér að snappa frá Íslandi, segja frá öllu því sem ég geri hér. Ég kynntist forritinu fyrst þegar ég kom til landsins fyrst og vil koma aftur hingað og votta þjóðinni virðingu mína.“ Carmichael er þekktur fyrir að segja sögur á miðlinum, nokkuð sem fáir aðrir gera. „Ég reyni að láta sögurnar sem ég segi í gegnum miðilinn allar hafa upphaf, miðju og endi. Ég ætla mér að búa til slíkar sögur hér. Ég mun leggja mikið upp úr þessu og hvet Íslendinga sem vilja taka þátt í þessu með mér að fylgjast með mér á Snapchat. Þar mun ég tilkynna tökustaði og fleira.“ Auk þess mun Carmichael stýra Snapchat-reikningi Nova, sem er stærsti reikningur landsins, á mánudag. Hann segist hlakka mikið til að koma. „Ég hef varla hlakkað til neins jafn mikið á ævi minni. Þetta verður æðislegt,“ segir Carmichael sem bætir því við að hann fái mikinn innblástur af frásagnarhefð þjóðarinnar og vísar þar í Íslendingasögurnar. Þeir sem vilja fylgjast með honum á Snapchat geta slegið inn ChrisCarm í leitargluggann.
Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fleiri fréttir Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Sjá meira