Ein helsta Snapchat stjarna heims: Vill kynna landið sem hann elskar fyrir allri heimsbyggðinni Kjartan Atli Kjartansson skrifar 5. september 2015 08:30 Chris Carmichael hefur vakið gríðarlega athygli með frammistöðu sinni á Snapchat. „Áður en ég kom til Íslands fyrir einu og hálfu ári vissi ég ekkert um það. Núna elska ég landið og vil kynna það fyrir öllum sem fylgja mér á Snapchat,“ segir Chris Carmichael, sem er ein af þekktustu Snapchat-stjörnum heims um þessar mundir, í samtali við Fréttablaðið. Carmichael kom hingað til lands ásamt félögum sínum Jerome Jarr og Nash Grier í janúar 2014, en eins og margir muna varð uppi fótur og fit í Smáralind þegar þeir mættu þangað. Grier og Jarr voru þá þekktir í gegnum myndbandsforritið Vine og þótti það athyglisvert hversu fáir af eldri kynslóðinni höfðu heyrt um þá, en samt fylltist Smáralind af unglingum þegar tvímenningarnir boðuðu komu sína þangað. Líklega er svipað uppi á teningnum nú; fáir ef eldri kynslóðum Íslendinga vita væntanlega hver Chris Carmichael er. Hann er með yfir 100 þúsund fylgjendur á Snapchat og er tilnefndur í flokki þeirra sem bestir þykja á Snapchat á Streamy-verðlaunahátíðinni sem haldin verður um miðjan septembermánuð. Þetta er í fimmta sinn sem hátíðin er haldin og er Carmichael að keppa við vin sinn Jerome Jarr og stórstjörnuna Ryan Seacrest. Fjallað hefur verið um Carmichael í stórum erlendum fréttamiðlum á borð við Time. Hann mun lenda á Íslandi á sunnudagskvöld og strax byrja að taka upp myndbönd sem hann birtir á Snapchat. Hann ætlar bæði að taka upp í Reykjavík og svo ferðast um landið. „Það fór svolítið í taugarnar á mér hvað ég vissi lítið um landið þegar ég kom hingað fyrst. Mér þykir það svo fallegt, mig langar að segja öllum frá því, nú þegar ég nýt vinsælda á samfélagsmiðlum. Ég ætla mér að snappa frá Íslandi, segja frá öllu því sem ég geri hér. Ég kynntist forritinu fyrst þegar ég kom til landsins fyrst og vil koma aftur hingað og votta þjóðinni virðingu mína.“ Carmichael er þekktur fyrir að segja sögur á miðlinum, nokkuð sem fáir aðrir gera. „Ég reyni að láta sögurnar sem ég segi í gegnum miðilinn allar hafa upphaf, miðju og endi. Ég ætla mér að búa til slíkar sögur hér. Ég mun leggja mikið upp úr þessu og hvet Íslendinga sem vilja taka þátt í þessu með mér að fylgjast með mér á Snapchat. Þar mun ég tilkynna tökustaði og fleira.“ Auk þess mun Carmichael stýra Snapchat-reikningi Nova, sem er stærsti reikningur landsins, á mánudag. Hann segist hlakka mikið til að koma. „Ég hef varla hlakkað til neins jafn mikið á ævi minni. Þetta verður æðislegt,“ segir Carmichael sem bætir því við að hann fái mikinn innblástur af frásagnarhefð þjóðarinnar og vísar þar í Íslendingasögurnar. Þeir sem vilja fylgjast með honum á Snapchat geta slegið inn ChrisCarm í leitargluggann. Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira
„Áður en ég kom til Íslands fyrir einu og hálfu ári vissi ég ekkert um það. Núna elska ég landið og vil kynna það fyrir öllum sem fylgja mér á Snapchat,“ segir Chris Carmichael, sem er ein af þekktustu Snapchat-stjörnum heims um þessar mundir, í samtali við Fréttablaðið. Carmichael kom hingað til lands ásamt félögum sínum Jerome Jarr og Nash Grier í janúar 2014, en eins og margir muna varð uppi fótur og fit í Smáralind þegar þeir mættu þangað. Grier og Jarr voru þá þekktir í gegnum myndbandsforritið Vine og þótti það athyglisvert hversu fáir af eldri kynslóðinni höfðu heyrt um þá, en samt fylltist Smáralind af unglingum þegar tvímenningarnir boðuðu komu sína þangað. Líklega er svipað uppi á teningnum nú; fáir ef eldri kynslóðum Íslendinga vita væntanlega hver Chris Carmichael er. Hann er með yfir 100 þúsund fylgjendur á Snapchat og er tilnefndur í flokki þeirra sem bestir þykja á Snapchat á Streamy-verðlaunahátíðinni sem haldin verður um miðjan septembermánuð. Þetta er í fimmta sinn sem hátíðin er haldin og er Carmichael að keppa við vin sinn Jerome Jarr og stórstjörnuna Ryan Seacrest. Fjallað hefur verið um Carmichael í stórum erlendum fréttamiðlum á borð við Time. Hann mun lenda á Íslandi á sunnudagskvöld og strax byrja að taka upp myndbönd sem hann birtir á Snapchat. Hann ætlar bæði að taka upp í Reykjavík og svo ferðast um landið. „Það fór svolítið í taugarnar á mér hvað ég vissi lítið um landið þegar ég kom hingað fyrst. Mér þykir það svo fallegt, mig langar að segja öllum frá því, nú þegar ég nýt vinsælda á samfélagsmiðlum. Ég ætla mér að snappa frá Íslandi, segja frá öllu því sem ég geri hér. Ég kynntist forritinu fyrst þegar ég kom til landsins fyrst og vil koma aftur hingað og votta þjóðinni virðingu mína.“ Carmichael er þekktur fyrir að segja sögur á miðlinum, nokkuð sem fáir aðrir gera. „Ég reyni að láta sögurnar sem ég segi í gegnum miðilinn allar hafa upphaf, miðju og endi. Ég ætla mér að búa til slíkar sögur hér. Ég mun leggja mikið upp úr þessu og hvet Íslendinga sem vilja taka þátt í þessu með mér að fylgjast með mér á Snapchat. Þar mun ég tilkynna tökustaði og fleira.“ Auk þess mun Carmichael stýra Snapchat-reikningi Nova, sem er stærsti reikningur landsins, á mánudag. Hann segist hlakka mikið til að koma. „Ég hef varla hlakkað til neins jafn mikið á ævi minni. Þetta verður æðislegt,“ segir Carmichael sem bætir því við að hann fái mikinn innblástur af frásagnarhefð þjóðarinnar og vísar þar í Íslendingasögurnar. Þeir sem vilja fylgjast með honum á Snapchat geta slegið inn ChrisCarm í leitargluggann.
Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira