Erlent

Fögnuðu flóttamönnunum með lófataki - Myndband

Samúel Karl Ólason skrifar
Börn fengu leikföng og tuskudýr að gjöf við komuna til München.
Börn fengu leikföng og tuskudýr að gjöf við komuna til München. Vísir/AFP
Íbúar München tóku vel á móti fyrsta hópi flóttafólks úr um tíu þúsund manna fylkingu sem gekk af stað frá Ungverjalandi í gær. Íbúarnir klöppuðu og færðu þeim mat, aðrar nauðsynjar og leikföng. Um 450 flóttamenn komu til borgarinnar með lest í dag.

Fyrr í vikunni stóð fólkið í ströngu í Ungverjalandi þar sem yfirvöld ætluðu að koma í veg fyrir að þau gætu haldið ferð sinni áfram. Fjölmargir þeirra neituðu að fara í flóttamannabúðir í Ungverjalandi og vildu komast til Austurríkis og Þýskalands.

Við landamæri Austurríkis og Ungverjalands er flóttafólki boðið að gista í stóru tjaldi, þar sem búið er að koma fyrir fjölda rúma. Tjaldið var reist fyrir nokkrum vikum vegna tónlistarhátíðar í bænum Nickelsdorf og yfirvöld ákváðu að taka það ekki niður vegna flóttafólksins.

Í Búdapest eru yfirvöld byrjuð að leyfa fólki vegabréfa að kaupa lestarmiða til Austurríkis. Þeir sem hafa ekki efni á slíkum miðum ætla að leggja af stað gangandi í kvöld.


Tengdar fréttir

Ætla að ganga til Austurríkis

Bretar vilja nú taka við þúsundum flóttamanna frá Sýrlandi. Hundruð flóttamanna héldu fótgangandi af stað frá Búdapest í gær áleiðis til Austurríkis.

Flóttamenn streyma inn í Austurríki

Austurrísk og þýsk stjórnvöld samþykktu að taka við flóttafólki frá Ungverjalandi og búast við um tíu þúsund flóttamönnum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×