Umfjöllun og myndir: Þór/KA - Breiðablik 1-2 | Tíu ára bið Blika á enda Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. september 2015 19:15 vísir/auðunn níelsson Breiðablik eru Íslandsmeistarar eftir 10 ára bið. Þetta var ljóst eftir 1-2 endurkomusigur Blika á Þór/KA fyrir norðan í kvöld. Blikakonur hafa verið með langbesta liðið í Pepsi-deild kvenna í sumar og eru verðskuldaðir meistarar. Kópavogsliðið hefur skorað flest mörk allra liða (48) og aðeins fengið á sig fjögur mörk í 17 leikjum sem er mögnuð tölfræði. Þetta var 16. Íslandsmeistaratitill Breiðabliks í kvennaflokki en ekkert lið hefur unnið titilinn jafn oft.Auðunn Níelsson myndaði leikinn fyrir Vísi en afraksturinn má sjá hér að ofan. Blikar voru heillum horfnir í fyrri hálfleik og voru heppnir að vera ekki nema 1-0 undir að honum loknum. Lillý Rut Hlynsdóttir kom Þór/KA yfir á 25. mínútu og á lokamínútu fyrri hálfleiks small boltinn svo í stöng Blikamarksins. En leikurinn snerist algjörlega við í seinni hálfleik. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, gerði tvöfalda skiptingu i hálfleik og hún virkaði vel. Blikar juku sóknarþungann, sem var enginn í fyrri hálfleik, og strax eftir tveggja mínútna leik jafnaði Telma Hjaltalín Þrastardóttir metin með frábæru skoti fyrir utan teig. Gestirnir héldu áfram að þjarma að heimakonum með Svövu Rós Guðmundsdóttur í fantaformi á hægri kantinum. Svava, sem kom til Blika frá Val fyrir tímabilið, lagði upp gott færi fyrir Fanndísi Friðriksdóttur á 55. mínútu og tveimur mínútum síðar komst Svava sjálf í dauðafæri en Roxanne Kimberly Barker varði skot hennar í stöng. Roxanne kom hins vegar ekki neinum vörnum við á 62. mínútu þegar Fanndís skoraði sitt 19. deildarmark með góðu skoti frá vítapunkti eftir fyrirgjöf Svövu frá hægri. Blikar voru nær því að bæta þriðja markinu við en norðanstúlkur að jafna og svo fór að Blikar unnu 1-2 sigur sem tryggði þeim langþráðan Íslandsmeistaratitil.vísir/auðunn níelssonvísir/auðunn níelssonvísir/auðunn níelsson Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
Breiðablik eru Íslandsmeistarar eftir 10 ára bið. Þetta var ljóst eftir 1-2 endurkomusigur Blika á Þór/KA fyrir norðan í kvöld. Blikakonur hafa verið með langbesta liðið í Pepsi-deild kvenna í sumar og eru verðskuldaðir meistarar. Kópavogsliðið hefur skorað flest mörk allra liða (48) og aðeins fengið á sig fjögur mörk í 17 leikjum sem er mögnuð tölfræði. Þetta var 16. Íslandsmeistaratitill Breiðabliks í kvennaflokki en ekkert lið hefur unnið titilinn jafn oft.Auðunn Níelsson myndaði leikinn fyrir Vísi en afraksturinn má sjá hér að ofan. Blikar voru heillum horfnir í fyrri hálfleik og voru heppnir að vera ekki nema 1-0 undir að honum loknum. Lillý Rut Hlynsdóttir kom Þór/KA yfir á 25. mínútu og á lokamínútu fyrri hálfleiks small boltinn svo í stöng Blikamarksins. En leikurinn snerist algjörlega við í seinni hálfleik. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, gerði tvöfalda skiptingu i hálfleik og hún virkaði vel. Blikar juku sóknarþungann, sem var enginn í fyrri hálfleik, og strax eftir tveggja mínútna leik jafnaði Telma Hjaltalín Þrastardóttir metin með frábæru skoti fyrir utan teig. Gestirnir héldu áfram að þjarma að heimakonum með Svövu Rós Guðmundsdóttur í fantaformi á hægri kantinum. Svava, sem kom til Blika frá Val fyrir tímabilið, lagði upp gott færi fyrir Fanndísi Friðriksdóttur á 55. mínútu og tveimur mínútum síðar komst Svava sjálf í dauðafæri en Roxanne Kimberly Barker varði skot hennar í stöng. Roxanne kom hins vegar ekki neinum vörnum við á 62. mínútu þegar Fanndís skoraði sitt 19. deildarmark með góðu skoti frá vítapunkti eftir fyrirgjöf Svövu frá hægri. Blikar voru nær því að bæta þriðja markinu við en norðanstúlkur að jafna og svo fór að Blikar unnu 1-2 sigur sem tryggði þeim langþráðan Íslandsmeistaratitil.vísir/auðunn níelssonvísir/auðunn níelssonvísir/auðunn níelsson
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira