Síðasti Holden bíllinn mikill kraftaköggull Finnur Thorlacius skrifar 8. september 2015 12:15 Holden Commodore. Holden bílaframleiðandinn í Ástralíu, sem er í eigu General Motors, mun hætta framleiðslu í enda árs 2017 enda hefur verið tap á rekstri þess í alllangan tíma. Holden ætlar þó rækilega að láta minnast sín með sínum síðasta bíl, en svanasvöngurinn verður sunginn með 638 hestafla Commodore bíl. Það er Holden Special Vehicles deild fyrirtækisins sem smíðar bílinn. Vélin í bílnum verður sú sama og finna má í Chevrolet Corvette ZR1. Þetta verður öflugasti bíll sem Holden hefur nokkurntíma smíðað og reyndar í álfunni allri. Holden Special Vehicles hefur áður sent frá sér öfluga bíla eins og 577 hestafla Maloo GTS og 462 hestafla Senator HV, en sá nýi slær þeim rækilega við. Líklega mun þessi Commodore bíll fá stafina GTS-R í endann. Corvette vélin er 6,2 lítra V8 og með stórum keflablásara. Ekki er loku fyrir það skotið að Commodore bíllinn fái líka sömu carbon-ceramic bremsurnar og eru í Corvette ZR1. Ekki stendur til að framleiða marga af þessum svanasöngsbíl, eða um 200 stykki og verðið er um 100.000 Ástralíudollarar, eða 9,2 milljónir króna. Nokkuð víst er að þessi bíll verður söfnunareintak meðal bílaáhugamanna. Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent
Holden bílaframleiðandinn í Ástralíu, sem er í eigu General Motors, mun hætta framleiðslu í enda árs 2017 enda hefur verið tap á rekstri þess í alllangan tíma. Holden ætlar þó rækilega að láta minnast sín með sínum síðasta bíl, en svanasvöngurinn verður sunginn með 638 hestafla Commodore bíl. Það er Holden Special Vehicles deild fyrirtækisins sem smíðar bílinn. Vélin í bílnum verður sú sama og finna má í Chevrolet Corvette ZR1. Þetta verður öflugasti bíll sem Holden hefur nokkurntíma smíðað og reyndar í álfunni allri. Holden Special Vehicles hefur áður sent frá sér öfluga bíla eins og 577 hestafla Maloo GTS og 462 hestafla Senator HV, en sá nýi slær þeim rækilega við. Líklega mun þessi Commodore bíll fá stafina GTS-R í endann. Corvette vélin er 6,2 lítra V8 og með stórum keflablásara. Ekki er loku fyrir það skotið að Commodore bíllinn fái líka sömu carbon-ceramic bremsurnar og eru í Corvette ZR1. Ekki stendur til að framleiða marga af þessum svanasöngsbíl, eða um 200 stykki og verðið er um 100.000 Ástralíudollarar, eða 9,2 milljónir króna. Nokkuð víst er að þessi bíll verður söfnunareintak meðal bílaáhugamanna.
Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent