Lýsir áhyggjum af því að framundan sé minna aðhald í ríkisfjármálum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. september 2015 18:05 Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að það valdi sér miklum vonbrigðum að engin merki séu um skattalækkanir á atvinnulífið í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti frumvarpið í dag. „Atvinnulífið bar hitann og þungann af þeim skattahækkunum sem lagðar voru á á árunum 2009-2013 í kjölfar hrunsins,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. Hann segir að nær ekkert sé gert til þess að draga þær hækkanir til baka og kallar eftir framtíðarsýn stjórnvalda á hvernig lækka eigi skatta og gjöld á fyrirtæki. Aðspurður hvort hann geti nefnt einhverja skatta eða gjöld sem dæmi segir Þorsteinn: „Við höfum bent á nokkra pósta en langstærsti þátturinn liggur í bankaskattinum sem er ekkert annað en bein skattlagning á viðskiptavini bankans. Það eru í dag engin rök að baki þessum skatti sem átti að vera til þess að bæta ríkissjóði það tjóns sem varð vegna hrunsins. Maður spyr sig hins vegar hver það er sem er að greiða fyrir þetta tjón því ef skatturinn kemur fram í verðlagningu bankanna þá eru það almenningur og fyrirtækin í landinu sem eru að borga.“ Þá bendir Þorsteinn jafnframt á tryggingargjaldið en það lækkar nú um 0,15% milli ára. Það sé samt enn mjög íþyngjandi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og vilja SA að það lækki enn frekar. „Svo má auðvitað segja að við höfum áhyggjur af tóninum; að það sé framundan mun minna aðhald í ríkisfjármálum og bendum bara einfaldlega á að ríkisútgjöld sem hlutfall af landsframleiðslu eru ennþá mjög há,“ segir Þorsteinn. Það jákvæða sem SA taka út úr frumvarpinu er ágætur afgangur af ríkissjóði og áframhaldandi áhersla á að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Þá sé einnig jákvætt að sjá skref í átt að lækkunum á tekjuskatti og lækkanir á tollum. Fjárlagafrumvarp 2016 Tengdar fréttir Stefnt að 15,3 milljarða afgangi á fjárlögum næsta árs Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2016 í Hörpu í hádeginu. 8. september 2015 13:01 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að það valdi sér miklum vonbrigðum að engin merki séu um skattalækkanir á atvinnulífið í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti frumvarpið í dag. „Atvinnulífið bar hitann og þungann af þeim skattahækkunum sem lagðar voru á á árunum 2009-2013 í kjölfar hrunsins,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. Hann segir að nær ekkert sé gert til þess að draga þær hækkanir til baka og kallar eftir framtíðarsýn stjórnvalda á hvernig lækka eigi skatta og gjöld á fyrirtæki. Aðspurður hvort hann geti nefnt einhverja skatta eða gjöld sem dæmi segir Þorsteinn: „Við höfum bent á nokkra pósta en langstærsti þátturinn liggur í bankaskattinum sem er ekkert annað en bein skattlagning á viðskiptavini bankans. Það eru í dag engin rök að baki þessum skatti sem átti að vera til þess að bæta ríkissjóði það tjóns sem varð vegna hrunsins. Maður spyr sig hins vegar hver það er sem er að greiða fyrir þetta tjón því ef skatturinn kemur fram í verðlagningu bankanna þá eru það almenningur og fyrirtækin í landinu sem eru að borga.“ Þá bendir Þorsteinn jafnframt á tryggingargjaldið en það lækkar nú um 0,15% milli ára. Það sé samt enn mjög íþyngjandi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og vilja SA að það lækki enn frekar. „Svo má auðvitað segja að við höfum áhyggjur af tóninum; að það sé framundan mun minna aðhald í ríkisfjármálum og bendum bara einfaldlega á að ríkisútgjöld sem hlutfall af landsframleiðslu eru ennþá mjög há,“ segir Þorsteinn. Það jákvæða sem SA taka út úr frumvarpinu er ágætur afgangur af ríkissjóði og áframhaldandi áhersla á að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Þá sé einnig jákvætt að sjá skref í átt að lækkunum á tekjuskatti og lækkanir á tollum.
Fjárlagafrumvarp 2016 Tengdar fréttir Stefnt að 15,3 milljarða afgangi á fjárlögum næsta árs Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2016 í Hörpu í hádeginu. 8. september 2015 13:01 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Stefnt að 15,3 milljarða afgangi á fjárlögum næsta árs Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2016 í Hörpu í hádeginu. 8. september 2015 13:01