„Ef hagspár ganga eftir erum við að ganga í gegnum eitt lengsta samfellda hagvaxtarskeið í nútímahagsögu Íslands,“ benti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á við kynningu á fjárlagafrumvarpi næsta árs í gær. Fjárlög ársins 2015 eru þriðja frumvarpið í röð þar sem gert er ráð fyrir afgangi á fjárlögum. Gert er ráð fyrir afnámi tolla á fatnað og skó frá áramótum og áframhaldandi afnámi tolla á sérvöru aðra en valda matvöru á árinu 2017. Þá lækkar tekjuskattur einstaklinga í tveimur áföngum og tekjuskattsþrepum er fækkað. Í frumvarpinu er svo gert ráð fyrir þriggja prósenta hækkun fjárhæða barnabóta og 9,4 prósenta hækkun á bótum elli- og örorkulífeyrisþega og atvinnuleysisbótum. Þá er gert ráð fyrir því að frítekjumark fjármagnstekjuskatts af leigutekjum einstaklinga af íbúðarhúsnæði fari úr 30 í 50 prósent. Er það sagt gert til að hvetja til langtímaleigu, en við breytinguna fer virk skattbyrði leigutekna úr 14 prósentum í 10 prósent. Að þessu sinni gera fjárlögin ráð fyrir 15,3 milljarða króna afgangi. Þá kom fram í kynningu Bjarna að afkoman á yfirstandandi ári yrði umtalsvert betri en áætlanir hefðu gert ráð fyrir. Gert var ráð fyrir 3,5 milljarða króna afgangi af heildarjöfnuði, en niðurstaðan stefni í 21,1 milljarðs króna afgang.Bjarni Benediktssonvísir/GVAÍ umfjöllun um afkomu ársins 2015 í fjárlagafrumvarpinu kemur fram að ástæða betri afkomu liggi að stórum hluta í um 15 milljarða króna hækkun á óreglulegum arðgreiðslum frá fjármálastofnunum, auk þess sem skatttekjur og aðrar rekstrartekjur ríkisins hafi aukist um liðlega 11 milljarða króna. „Þar gætir meðal annars áhrifa af miklum launahækkunum í kjarasamningum á árinu,“ segir í frumvarpinu. Bjarni benti á að hér hefði kaupmáttur aukist hratt með lítilli verðbólgu, hækkandi launum, niðurfærslu verðtryggða húsnæðisskulda og lækkun skatta og gjalda. Fjárlagafrumvarpið nú sé í takt við áætlun í ríkisfjármálum sem kynnt var í vor og samþykkt á Alþingi í sumar. „Öll aðalatriði þessarar áætlunar eru óbreytt í fjárlagafrumvarpinu,“ sagði Bjarni. Lykilatriði sé að áfram verði unnið að því að draga úr vaxtakostnaði ríkissjóðs með áframhaldi niðurgreiðslu erlendra skulda. Þá komi framgangur áætlunar um losun hafta til með að ýta undir bætt lánakjör ríkisins. Í kynningu ráðherra á frumvarpinu benti hann á að hér væru heildarskuldir hins opinbera lægri en hjá þeim löndum Evrópusambandsins sem barist hefðu við hvað mestar þrengingar. Ísland er á milli Bretlands og Þýskalands hvað skuldahlutfall varðar og undir meðaltali Evrópusambandsins. Vaxtakostnaður landsins sem hlutfall af landsframleiðslu er engu að síður sá mesti í Evrópu. Samkvæmt frumvarpinu verða erlendar skuldir hins opinbera 1.177 milljarðar króna í árslok 2016. Að sögn fjármálaráðherra er svigrúm til að lækka þær verulega, svo sem með endurfjármögnun á skuldabréfi ríkisins í Seðlabanka Íslands upp á 145 milljarða króna og mögulegri sölu Landsbankans. Bókfært virði eignarhlutar ríkisins í honum segir Bjarni vera 71 milljarð króna. Áætlanir geri hvergi ráð fyrir hagnaði af sölunni, þótt ekki sé útilokað að meira fáist fyrir eignarhlutinn. Þá séu allar líkur á að hægt verði að nýta svigrúm vegna uppgjörs við kröfuhafa bankanna til að lækka erlendar skuldir enn frekar. „En á þessu stigi er þó of mikil óvissa um útkomu slíkra aðgerða til að gera ráð fyrir þeim í áætlunum,“ sagði fjármálaráðherra í gær. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent
„Ef hagspár ganga eftir erum við að ganga í gegnum eitt lengsta samfellda hagvaxtarskeið í nútímahagsögu Íslands,“ benti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á við kynningu á fjárlagafrumvarpi næsta árs í gær. Fjárlög ársins 2015 eru þriðja frumvarpið í röð þar sem gert er ráð fyrir afgangi á fjárlögum. Gert er ráð fyrir afnámi tolla á fatnað og skó frá áramótum og áframhaldandi afnámi tolla á sérvöru aðra en valda matvöru á árinu 2017. Þá lækkar tekjuskattur einstaklinga í tveimur áföngum og tekjuskattsþrepum er fækkað. Í frumvarpinu er svo gert ráð fyrir þriggja prósenta hækkun fjárhæða barnabóta og 9,4 prósenta hækkun á bótum elli- og örorkulífeyrisþega og atvinnuleysisbótum. Þá er gert ráð fyrir því að frítekjumark fjármagnstekjuskatts af leigutekjum einstaklinga af íbúðarhúsnæði fari úr 30 í 50 prósent. Er það sagt gert til að hvetja til langtímaleigu, en við breytinguna fer virk skattbyrði leigutekna úr 14 prósentum í 10 prósent. Að þessu sinni gera fjárlögin ráð fyrir 15,3 milljarða króna afgangi. Þá kom fram í kynningu Bjarna að afkoman á yfirstandandi ári yrði umtalsvert betri en áætlanir hefðu gert ráð fyrir. Gert var ráð fyrir 3,5 milljarða króna afgangi af heildarjöfnuði, en niðurstaðan stefni í 21,1 milljarðs króna afgang.Bjarni Benediktssonvísir/GVAÍ umfjöllun um afkomu ársins 2015 í fjárlagafrumvarpinu kemur fram að ástæða betri afkomu liggi að stórum hluta í um 15 milljarða króna hækkun á óreglulegum arðgreiðslum frá fjármálastofnunum, auk þess sem skatttekjur og aðrar rekstrartekjur ríkisins hafi aukist um liðlega 11 milljarða króna. „Þar gætir meðal annars áhrifa af miklum launahækkunum í kjarasamningum á árinu,“ segir í frumvarpinu. Bjarni benti á að hér hefði kaupmáttur aukist hratt með lítilli verðbólgu, hækkandi launum, niðurfærslu verðtryggða húsnæðisskulda og lækkun skatta og gjalda. Fjárlagafrumvarpið nú sé í takt við áætlun í ríkisfjármálum sem kynnt var í vor og samþykkt á Alþingi í sumar. „Öll aðalatriði þessarar áætlunar eru óbreytt í fjárlagafrumvarpinu,“ sagði Bjarni. Lykilatriði sé að áfram verði unnið að því að draga úr vaxtakostnaði ríkissjóðs með áframhaldi niðurgreiðslu erlendra skulda. Þá komi framgangur áætlunar um losun hafta til með að ýta undir bætt lánakjör ríkisins. Í kynningu ráðherra á frumvarpinu benti hann á að hér væru heildarskuldir hins opinbera lægri en hjá þeim löndum Evrópusambandsins sem barist hefðu við hvað mestar þrengingar. Ísland er á milli Bretlands og Þýskalands hvað skuldahlutfall varðar og undir meðaltali Evrópusambandsins. Vaxtakostnaður landsins sem hlutfall af landsframleiðslu er engu að síður sá mesti í Evrópu. Samkvæmt frumvarpinu verða erlendar skuldir hins opinbera 1.177 milljarðar króna í árslok 2016. Að sögn fjármálaráðherra er svigrúm til að lækka þær verulega, svo sem með endurfjármögnun á skuldabréfi ríkisins í Seðlabanka Íslands upp á 145 milljarða króna og mögulegri sölu Landsbankans. Bókfært virði eignarhlutar ríkisins í honum segir Bjarni vera 71 milljarð króna. Áætlanir geri hvergi ráð fyrir hagnaði af sölunni, þótt ekki sé útilokað að meira fáist fyrir eignarhlutinn. Þá séu allar líkur á að hægt verði að nýta svigrúm vegna uppgjörs við kröfuhafa bankanna til að lækka erlendar skuldir enn frekar. „En á þessu stigi er þó of mikil óvissa um útkomu slíkra aðgerða til að gera ráð fyrir þeim í áætlunum,“ sagði fjármálaráðherra í gær.
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent