Heilbrigð sál í hreinum líkama berglind pétursdóttir skrifar 31. ágúst 2015 09:15 Í klefum sundlauga landsins starfa iðnir sundverðir sem sjá til þess að sundgestir þvoi kroppa sína vel áður en gengið er til laugar. Ég hef aldrei unnið á vinnustað þar sem allir eru allsberir nema maður sjálfur en ég get ekki ímyndað mér annað en að það sé steikt stemning. Dagurinn minn? Ég taldi hátt í fimm hundruð rassa og rakst á gamlan skólabróður sem ég hafði ekki séð allsberan í mörg ár. Hvernig var þinn dagur? Ég er hrædd við sundverði. Ég er reyndar hrædd við alla fullorðna en sérstaklega fullorðna sem eru í aðstöðu til þess að skamma mig þar sem ég stend allsber á mjög sleipu gólfi. Til að forðast aðstæður sem slíkar legg ég mikið upp úr því að fylgja reglunum í sundi, þvæ mér á öllum stöðunum sem eru merktir með rauðu á líkama-teikningunni, geng svo fram hjá herberginu í miðju klefans þar sem vörðurinn situr með rjúkandi kaffi, hristi nakinn líkama minn og öskra: ÞESSI ER HREINN. Ég lenti nefnilega í því einu sinni þegar ég var á handahlaupum á eftir ungum syni mínum að ég var komin hálfa leið út í laug þegar vörðurinn stöðvaði mig og spurði hvort ég hefði ekki örugglega þvegið mér að neðan. Ég leit niður eftir líkama mínum til að athuga hvort ég væri með eitthvað klesst við lærið en svo var ekki. Þetta virðist hafa verið algjörlega handahófskennd öryggisaðgerð. Fólkið í pottinum sá og heyrði það sem fram fór og heldur nú allt að ég þvoi mér bara að ofan, eins og eitthvað viðundur. Ég reikna ekki með að starf bað- og sundvarða almennt sé eitthvað sérstaklega þakklátt en ég er þakklát fyrir að einhver passar upp á að sveittir og drullugir líkamar baði sig bæði að ofan og neðan áður en haldið er í sameiginlega baðið. Takk. Að lokum langar mig að senda kveðju til sundvarðarins sem spurði nýlega hvort ég væri að mæta í skólasund. Ég hef ákveðið að taka þessu sem miklu hrósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun
Í klefum sundlauga landsins starfa iðnir sundverðir sem sjá til þess að sundgestir þvoi kroppa sína vel áður en gengið er til laugar. Ég hef aldrei unnið á vinnustað þar sem allir eru allsberir nema maður sjálfur en ég get ekki ímyndað mér annað en að það sé steikt stemning. Dagurinn minn? Ég taldi hátt í fimm hundruð rassa og rakst á gamlan skólabróður sem ég hafði ekki séð allsberan í mörg ár. Hvernig var þinn dagur? Ég er hrædd við sundverði. Ég er reyndar hrædd við alla fullorðna en sérstaklega fullorðna sem eru í aðstöðu til þess að skamma mig þar sem ég stend allsber á mjög sleipu gólfi. Til að forðast aðstæður sem slíkar legg ég mikið upp úr því að fylgja reglunum í sundi, þvæ mér á öllum stöðunum sem eru merktir með rauðu á líkama-teikningunni, geng svo fram hjá herberginu í miðju klefans þar sem vörðurinn situr með rjúkandi kaffi, hristi nakinn líkama minn og öskra: ÞESSI ER HREINN. Ég lenti nefnilega í því einu sinni þegar ég var á handahlaupum á eftir ungum syni mínum að ég var komin hálfa leið út í laug þegar vörðurinn stöðvaði mig og spurði hvort ég hefði ekki örugglega þvegið mér að neðan. Ég leit niður eftir líkama mínum til að athuga hvort ég væri með eitthvað klesst við lærið en svo var ekki. Þetta virðist hafa verið algjörlega handahófskennd öryggisaðgerð. Fólkið í pottinum sá og heyrði það sem fram fór og heldur nú allt að ég þvoi mér bara að ofan, eins og eitthvað viðundur. Ég reikna ekki með að starf bað- og sundvarða almennt sé eitthvað sérstaklega þakklátt en ég er þakklát fyrir að einhver passar upp á að sveittir og drullugir líkamar baði sig bæði að ofan og neðan áður en haldið er í sameiginlega baðið. Takk. Að lokum langar mig að senda kveðju til sundvarðarins sem spurði nýlega hvort ég væri að mæta í skólasund. Ég hef ákveðið að taka þessu sem miklu hrósi.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun