Þeir sem áttu leið á þjónustustöð N1 við Hringbraut síðastliðið sunnudagskvöld ráku margir hverjir upp stór augu þegar þeir sáu hóp af furðuverum ræða saman sín á milli um ævintýri dagsins. Þarna mátti sjá orka, dísir og aðrar verur sem þekkjast úr ævintýrasögum svala þorsta og hungri með gosdrykkjum og skyndibita. Þessi hópur hittist jafnan í Öskjuhlíð á sunnudögum og stundar þar svokallað LARP, Live Action Role Playing, eða rauntímaspunaspil eins og það er kallað á íslensku.Hér má sjá drísil að nafni Worm. Hann er lægstur í valdapíramída orka ættbálksins en er að vinna sig upp sem þrælaþjálfi.Birta Malín Eyjólfsdóttir„Þetta er hópur sem hefur stækkað gífurlega frá byrjun,“ segir Benedikt Aron Guðnason í samtali við Vísi um hópinn. Um 320 manneskjur tilheyra þessum félagsskap sem hefur vaxið og dafnað síðustu ár. Um sex manneskjur komu að stofnun hans árið 2013 en að jafnaði taka um fimmtíu manns þátt í hverju spili. Áður höfðu einhverjir reynt að koma slíkum félagsskap af stað en ekki með viðlíka árangri og þessi sem starfræktur er í dag.Útrás fyrir sköpunargleði og hreyfingu Leikin er svokölluð miðaldarfantasía þar sem leikmennirnir fara i allra kvikinda líki. Staðalímyndin af þessum leik eru vopnuð átök, bardagar með sverðum, sleggjum og kylfum, en þeir sem larpa leggja áherslu á leikurinn snúist ekki eingöngu um það. Í hópnum er margt áhugafólk um fatahönnun, leðurvinnslu og annað handverk. Þannig fæst jafnt útrás fyrir sköpunargleði og hreyfingu í þessum félagsskap þar sem mikilvægasta reglan er heiðarleikareglan.Þessi er ekki öll þar sem hún sýnist.Ástrós SifUm er að ræða lifandi leiklist þar sem er fyrir fram ákveðið sögusvið. Leikmönnunum er skipt í fylkingar þar sem aðalatriði er ekki að bera sigur af hólmi heldur að skapa áhugaverðar og skemmtilegar aðstæður. „Það er mjög algengt, sérstaklega í okkar samfélagi að hlutirnir séu keppni, það eru tvö lið og eitt verður að vinna. Hjá okkur snýst þetta um að búa til góðan hlutverkaleik,” segir Benedikt. Við erum aldrei of gömul til að leika okkur Þessi hegðun kann að virðast fremur framandi fyrir marga en er mjög rík í samfélaginu í einhverju formi. Margir eiga sér sinn karakter heima fyrir og annan þegar kemur að vinnu. Þá fá aðrir sína útrás í íþróttum og hafa búningapartí notið töluverðra vinsælda á meðal Íslendinga sem hafa tekið hrekkjavökusiðnum fagnandi, enda ekki á hverjum degi sem útrás fyrir sköpunargleðina er jafn samþykkt og um það leyti. „Það gerðu allir þetta þegar þeir voru börn, en í gegnum samfélagsþróunina hefur okkur verið kennt að við eigum að vera alvarleg og með front, það er mikilvægt, en það má ekki gleyma þessari hlið, maður er aldrei of gamall til að leika sér, það er bara mýta,“ segir Benedikt og tekur sig sem dæmi.Tor'Gruk, einnig kallaður Chief. Þessi ógurlegi orki er hæstráðandi innan orka ættbálksins þar til einhver innan hans véfengir hans rétt til að ráða og skorar hann á hólm.Birta Malín Eyjólfsdóttir„Ég er mjög góð manneskja að eðlisfari og það er mjög hollt fyrir mig að fá að vera einhver sem er vondur og grófur í þessum leik. Á sama tíma þá færðu að upplifa ótrúlega mörg sjónarhorn og aðstæður sem þú gerir ekki í venjulegu lífi.“ Utanaðkomandi áhugasamir Benedikt segir LARP-hópinn í raun taka þessa hegðun á næsta stig og gengst fyllilega við því að þetta sé fremur öfgakennt. „Við erum náttúrlega erkinördar,“ segir Benedikt glottandi. „Við erum svo sterkur hópur að við tökum gagnrýni með bros á vör,“ svarar hann enn fremur þegar hann er spurður hvort larparar verði fyrir fordómum á Íslandi. Hann segir engin alvarlegt atvik hafa komið upp, einu sinni eða tvisvar hafi þau hitt fyrir einstaklinga sem setja út þessa hegðun. „En yfirleitt er fólk mjög opið og áhugasamt um að fá að vita hvað þetta snýst um.“Wobba'Jack að slá á drumbuna til að æsa upp ættbálkinn.Birta Malín EyjólfsdóttirÓvænt hetja reis upp Í Öskjuhlíðinni á sunnudag lék Benedikt til að mynda orka sem hneppir aðra leikmenn í þrældóm. Sögusviðið er ákveðið fyrir fram, margir fara inn í leikinn með háleit markmið um að vera hetjur eða skúrkar en svo eru aðrir sem velja að vera bleyður. Einn úr hópnum hafði til að mynda tekið það á sig að vera klækjarefur en reyndist síðan hetja á ögurstundu. Sá var í haldi orkanna en náði að flýja og brenna orkaþorpið. Upphófst mikil leit orkanna að þrælnum í öðrum þorpum þar til það fór svo að strokuþrællinn gaf sig fram og skoraði aðalorkan á hólm. Hér má sjá eyðileggingaraflið Tornado fara hamförum á meðal leikmanna.Ástrós Sif„Ég verð að viðurkenna það var mjög hetjulegt af honum. Hann var ekki í neinni brynju, hann var með einn galdur sem gaf honum auka brynjustig. Síðan var hann með galdra sem hann notaði ekki. Hann ákvað að taka heiðarlegt einvígi við þennan orka því honum fannst hann hafa svikið sig eitthvað þegar hann gerði hann að þræl. Upp úr því spannst einn besti bardagi sem ég hef verið í. Hann tók fimmtán mínútur og við vorum báðir mjög þreyttir. Þrátt fyrir að hafa verið í engri brynju þá náði hann að særa þennan orka ágætlega, aðallega með orðum.“ Reyna eftir fremsta megni að halda karakter Hann segir leikmennina reyna eftir fremsta megni að fara aldrei úr karakter en það geti reynst nauðsynlegt, sérstaklega þegar viðkomandi leikmenn leika orka. „Það eru af og til augnablik þar sem þú verður að gera það. Það er mjög mikilvægt fyrir þá sem eru orkar sem eru að ræna fólki og hneppa það í þrældóm, þetta er aldrei alvöru erfiðisvinna, en við erum mjög gróf. Við erum að segja: „ÁFRAM MEÐ ÞIG!“ og „ÞÚ ERT RÆFILL!“. Á slíkum augnablikum getur verið nauðsynlegt að stoppa leikinn, fara úr karakter og spyrja viðkomandi sem verður fyrir þessu hvort hann sé að skemmta sér? Ertu góður? Og það hefur aldrei gerst að fólk hefur sagt að þetta sé of mikið, fólki finnst þetta bara æðislegt.“Ank, öflugur munkur, að kljást við Tornado.Ástrós SifStrangar öryggisreglur Hann segir fyllsta öryggis gætt. „Við setjum okkur aldrei í lífsháska, það eru mjög strangar reglur hvað öryggi varðar.“ Ef einhver lemur einhvern í handlegg þá er sá handleggur óvirkur, sama á við um fótlegg en ef einhver verður fyrir höggi í búkinn þá er viðkomandi alvarlega særðu. Vopnin þeirra eru úr eftirgefanlegri froðu sem er sprautað inn í mót sem harðnar. Úr verður vopn sem hörðum kjarna með eftirgefanlegri miðju sem gefur þyngd venjulegs sverðs, en gefur eftir við högg. „Þetta er í rauninni frekar mikil almenn skynsemi, ekki berja í haus, ekki berja í klof og síðan er heiðarleikareglan númer eitt. Þú verður að gera þetta skemmtilegt fyrir andstæðinginn þinn. Ef ég slæ þig með hamri, þá vil ég ekki bara að þú viðurkennir að hæft þig. Ég vil sjá þig falla til jarðar með dramatískum tilburðum og sýna virkilega að þú hafi orðið fyrir höggi.“ Spurður um ákafann í þessum bardögum þá segir hann aðeins þá leikmenn sem hafa lokið svokallaðri Sash-þjálfun hafa heimild til að berjast af miklum ákafa. Til að öðlast Sash-réttindin svokölluðu þarf viðkomandi að geta sýnt fram á að hann geti barist harkalega án þess að meiða andstæðing sinn.Hetjustælar á fyrsta degi koma mönnum ekki langt Hann segir marga sem koma nýja inn í þennan leik eiga það til að vilja vera hetja á fyrsta degi og bjarga málunum með því einu að sveifla sverði. „Það er svolítið mótað af tölvuleikjum í dag, þar sem þú ert bara ein hetja sem reddar öllu. Ef þú ætlar að gera það í þessum hóp, þú getur reynt það, en þú munt deyja mjög fljótt. Viðkomandi gengur kannski upp að öflugum óvini sem er partur af sögunni og þú ætlar að drepa hann í einu höggi, það gengur ekki alveg. Af því að til þess að verða öflugur leikmaður þá þarftu að eyða miklum tíma í spilinu. Þú færð reynsluspil sem þú getur eytt í hæfileika, þar á meðal hæfileika til að fá öflugri brynju, árásir og fleira. Ef þú ætlar að mæta þarna sem hetja númer 1, þá deyrðu mjög fljótt sem hetja númer 1.“Ragnar. Þessi maður hefur mörg andlit.. Og fáir hafa séð þau öll."Vísir/Ástrós SifSóttu Drekahátíð í Þýskalandi Benedikt hefur ekki einungis larpað á Íslandi því fyrr í sumar ferðuðust sex úr hópnum, þrír stjórnendur og þrír leikmenn, til Þýskalands þar sem þeir tóku þátt í Drekahátíðinni nærri Dusseldorf. Um tíu þúsund manns sækja þá hátíð og hann segir það hafa gengið eins og í sögu, þvert á það sem hann bjóst við. „Auðvitað eru svindlarar inn á milli. Sumir koma þarna bara til að hakkast á öðrum og fá útrást fyrir sína innbyrðis reiði,“ segir Benedikt. Hann segir þessa hátíð fullkomna fyrir sérþarfir larpara. Þeir sem vilja einbeita sér að leiklistinni, hlutverkaleiknum, geta gert það en þeir sem vilja fá að skylmast og berjast allan daginn geta einblínt á þann þátt. Leiðtogarnir í þeim leik eru drekar sem atvinnuleikarar túlka en þeir kalla til sín hetjur frá öllum heimshornum sem berjast fyrir sinn dreka. „Það er nóg fyrir alla, ef þú vilt vera barbari sem lemur alla eða diplómati sem er að reyna að finna lausnir á vandamálum. Það eru stjórnarfyrirkomulög þarna úti sem er mjög áhugaverð og það er rosalega mikil pólitík. Við lærðum þarna úti hvað það er mikilvægt að fá leikmennina til að sækja söguna sjálfir. Við lentum svolítið í því að fólk þyrfti að láta mata sig til að hafa gaman. Við höfum virkjað fólk í því að skapa eigin skemmtun sem hefur virkað mjög vel.“Heiðarleiki umfram allt annað Það er því ljóst að mikill kraftur er í larpinu á Íslandi. Félagsstarfið er öflugt þó aðeins sé larpað á sumrin. Nánast ógerningur er að larpa yfir vetrarmánuðina á Íslandi. Þeir mánuðir eru hins vegar nýttir í búningaföndur og skipulagningu. Þeir sem hafa áhuga á að ganga til liðs við larparana er bent á að leita að hópnum Íslenskt larp, rauntímaspunaspil á Facebook. En hvað þarf til að gerast meðlimur? „Þú þarft að mæta með sjálfan þig og ekkert annað,“ segir Benedikt en hópurinn er með vopna- og búningaleigu. Það sem má alls ekki í þessum hópi er að mæta með alvöru vopn, í nútímalegum klæðnaði og vera óheiðarlegur. „Heiðarleikareglan er það sem gildir hjá okkur fyrst og fremst.“ Fréttaskýringar Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið
Þeir sem áttu leið á þjónustustöð N1 við Hringbraut síðastliðið sunnudagskvöld ráku margir hverjir upp stór augu þegar þeir sáu hóp af furðuverum ræða saman sín á milli um ævintýri dagsins. Þarna mátti sjá orka, dísir og aðrar verur sem þekkjast úr ævintýrasögum svala þorsta og hungri með gosdrykkjum og skyndibita. Þessi hópur hittist jafnan í Öskjuhlíð á sunnudögum og stundar þar svokallað LARP, Live Action Role Playing, eða rauntímaspunaspil eins og það er kallað á íslensku.Hér má sjá drísil að nafni Worm. Hann er lægstur í valdapíramída orka ættbálksins en er að vinna sig upp sem þrælaþjálfi.Birta Malín Eyjólfsdóttir„Þetta er hópur sem hefur stækkað gífurlega frá byrjun,“ segir Benedikt Aron Guðnason í samtali við Vísi um hópinn. Um 320 manneskjur tilheyra þessum félagsskap sem hefur vaxið og dafnað síðustu ár. Um sex manneskjur komu að stofnun hans árið 2013 en að jafnaði taka um fimmtíu manns þátt í hverju spili. Áður höfðu einhverjir reynt að koma slíkum félagsskap af stað en ekki með viðlíka árangri og þessi sem starfræktur er í dag.Útrás fyrir sköpunargleði og hreyfingu Leikin er svokölluð miðaldarfantasía þar sem leikmennirnir fara i allra kvikinda líki. Staðalímyndin af þessum leik eru vopnuð átök, bardagar með sverðum, sleggjum og kylfum, en þeir sem larpa leggja áherslu á leikurinn snúist ekki eingöngu um það. Í hópnum er margt áhugafólk um fatahönnun, leðurvinnslu og annað handverk. Þannig fæst jafnt útrás fyrir sköpunargleði og hreyfingu í þessum félagsskap þar sem mikilvægasta reglan er heiðarleikareglan.Þessi er ekki öll þar sem hún sýnist.Ástrós SifUm er að ræða lifandi leiklist þar sem er fyrir fram ákveðið sögusvið. Leikmönnunum er skipt í fylkingar þar sem aðalatriði er ekki að bera sigur af hólmi heldur að skapa áhugaverðar og skemmtilegar aðstæður. „Það er mjög algengt, sérstaklega í okkar samfélagi að hlutirnir séu keppni, það eru tvö lið og eitt verður að vinna. Hjá okkur snýst þetta um að búa til góðan hlutverkaleik,” segir Benedikt. Við erum aldrei of gömul til að leika okkur Þessi hegðun kann að virðast fremur framandi fyrir marga en er mjög rík í samfélaginu í einhverju formi. Margir eiga sér sinn karakter heima fyrir og annan þegar kemur að vinnu. Þá fá aðrir sína útrás í íþróttum og hafa búningapartí notið töluverðra vinsælda á meðal Íslendinga sem hafa tekið hrekkjavökusiðnum fagnandi, enda ekki á hverjum degi sem útrás fyrir sköpunargleðina er jafn samþykkt og um það leyti. „Það gerðu allir þetta þegar þeir voru börn, en í gegnum samfélagsþróunina hefur okkur verið kennt að við eigum að vera alvarleg og með front, það er mikilvægt, en það má ekki gleyma þessari hlið, maður er aldrei of gamall til að leika sér, það er bara mýta,“ segir Benedikt og tekur sig sem dæmi.Tor'Gruk, einnig kallaður Chief. Þessi ógurlegi orki er hæstráðandi innan orka ættbálksins þar til einhver innan hans véfengir hans rétt til að ráða og skorar hann á hólm.Birta Malín Eyjólfsdóttir„Ég er mjög góð manneskja að eðlisfari og það er mjög hollt fyrir mig að fá að vera einhver sem er vondur og grófur í þessum leik. Á sama tíma þá færðu að upplifa ótrúlega mörg sjónarhorn og aðstæður sem þú gerir ekki í venjulegu lífi.“ Utanaðkomandi áhugasamir Benedikt segir LARP-hópinn í raun taka þessa hegðun á næsta stig og gengst fyllilega við því að þetta sé fremur öfgakennt. „Við erum náttúrlega erkinördar,“ segir Benedikt glottandi. „Við erum svo sterkur hópur að við tökum gagnrýni með bros á vör,“ svarar hann enn fremur þegar hann er spurður hvort larparar verði fyrir fordómum á Íslandi. Hann segir engin alvarlegt atvik hafa komið upp, einu sinni eða tvisvar hafi þau hitt fyrir einstaklinga sem setja út þessa hegðun. „En yfirleitt er fólk mjög opið og áhugasamt um að fá að vita hvað þetta snýst um.“Wobba'Jack að slá á drumbuna til að æsa upp ættbálkinn.Birta Malín EyjólfsdóttirÓvænt hetja reis upp Í Öskjuhlíðinni á sunnudag lék Benedikt til að mynda orka sem hneppir aðra leikmenn í þrældóm. Sögusviðið er ákveðið fyrir fram, margir fara inn í leikinn með háleit markmið um að vera hetjur eða skúrkar en svo eru aðrir sem velja að vera bleyður. Einn úr hópnum hafði til að mynda tekið það á sig að vera klækjarefur en reyndist síðan hetja á ögurstundu. Sá var í haldi orkanna en náði að flýja og brenna orkaþorpið. Upphófst mikil leit orkanna að þrælnum í öðrum þorpum þar til það fór svo að strokuþrællinn gaf sig fram og skoraði aðalorkan á hólm. Hér má sjá eyðileggingaraflið Tornado fara hamförum á meðal leikmanna.Ástrós Sif„Ég verð að viðurkenna það var mjög hetjulegt af honum. Hann var ekki í neinni brynju, hann var með einn galdur sem gaf honum auka brynjustig. Síðan var hann með galdra sem hann notaði ekki. Hann ákvað að taka heiðarlegt einvígi við þennan orka því honum fannst hann hafa svikið sig eitthvað þegar hann gerði hann að þræl. Upp úr því spannst einn besti bardagi sem ég hef verið í. Hann tók fimmtán mínútur og við vorum báðir mjög þreyttir. Þrátt fyrir að hafa verið í engri brynju þá náði hann að særa þennan orka ágætlega, aðallega með orðum.“ Reyna eftir fremsta megni að halda karakter Hann segir leikmennina reyna eftir fremsta megni að fara aldrei úr karakter en það geti reynst nauðsynlegt, sérstaklega þegar viðkomandi leikmenn leika orka. „Það eru af og til augnablik þar sem þú verður að gera það. Það er mjög mikilvægt fyrir þá sem eru orkar sem eru að ræna fólki og hneppa það í þrældóm, þetta er aldrei alvöru erfiðisvinna, en við erum mjög gróf. Við erum að segja: „ÁFRAM MEÐ ÞIG!“ og „ÞÚ ERT RÆFILL!“. Á slíkum augnablikum getur verið nauðsynlegt að stoppa leikinn, fara úr karakter og spyrja viðkomandi sem verður fyrir þessu hvort hann sé að skemmta sér? Ertu góður? Og það hefur aldrei gerst að fólk hefur sagt að þetta sé of mikið, fólki finnst þetta bara æðislegt.“Ank, öflugur munkur, að kljást við Tornado.Ástrós SifStrangar öryggisreglur Hann segir fyllsta öryggis gætt. „Við setjum okkur aldrei í lífsháska, það eru mjög strangar reglur hvað öryggi varðar.“ Ef einhver lemur einhvern í handlegg þá er sá handleggur óvirkur, sama á við um fótlegg en ef einhver verður fyrir höggi í búkinn þá er viðkomandi alvarlega særðu. Vopnin þeirra eru úr eftirgefanlegri froðu sem er sprautað inn í mót sem harðnar. Úr verður vopn sem hörðum kjarna með eftirgefanlegri miðju sem gefur þyngd venjulegs sverðs, en gefur eftir við högg. „Þetta er í rauninni frekar mikil almenn skynsemi, ekki berja í haus, ekki berja í klof og síðan er heiðarleikareglan númer eitt. Þú verður að gera þetta skemmtilegt fyrir andstæðinginn þinn. Ef ég slæ þig með hamri, þá vil ég ekki bara að þú viðurkennir að hæft þig. Ég vil sjá þig falla til jarðar með dramatískum tilburðum og sýna virkilega að þú hafi orðið fyrir höggi.“ Spurður um ákafann í þessum bardögum þá segir hann aðeins þá leikmenn sem hafa lokið svokallaðri Sash-þjálfun hafa heimild til að berjast af miklum ákafa. Til að öðlast Sash-réttindin svokölluðu þarf viðkomandi að geta sýnt fram á að hann geti barist harkalega án þess að meiða andstæðing sinn.Hetjustælar á fyrsta degi koma mönnum ekki langt Hann segir marga sem koma nýja inn í þennan leik eiga það til að vilja vera hetja á fyrsta degi og bjarga málunum með því einu að sveifla sverði. „Það er svolítið mótað af tölvuleikjum í dag, þar sem þú ert bara ein hetja sem reddar öllu. Ef þú ætlar að gera það í þessum hóp, þú getur reynt það, en þú munt deyja mjög fljótt. Viðkomandi gengur kannski upp að öflugum óvini sem er partur af sögunni og þú ætlar að drepa hann í einu höggi, það gengur ekki alveg. Af því að til þess að verða öflugur leikmaður þá þarftu að eyða miklum tíma í spilinu. Þú færð reynsluspil sem þú getur eytt í hæfileika, þar á meðal hæfileika til að fá öflugri brynju, árásir og fleira. Ef þú ætlar að mæta þarna sem hetja númer 1, þá deyrðu mjög fljótt sem hetja númer 1.“Ragnar. Þessi maður hefur mörg andlit.. Og fáir hafa séð þau öll."Vísir/Ástrós SifSóttu Drekahátíð í Þýskalandi Benedikt hefur ekki einungis larpað á Íslandi því fyrr í sumar ferðuðust sex úr hópnum, þrír stjórnendur og þrír leikmenn, til Þýskalands þar sem þeir tóku þátt í Drekahátíðinni nærri Dusseldorf. Um tíu þúsund manns sækja þá hátíð og hann segir það hafa gengið eins og í sögu, þvert á það sem hann bjóst við. „Auðvitað eru svindlarar inn á milli. Sumir koma þarna bara til að hakkast á öðrum og fá útrást fyrir sína innbyrðis reiði,“ segir Benedikt. Hann segir þessa hátíð fullkomna fyrir sérþarfir larpara. Þeir sem vilja einbeita sér að leiklistinni, hlutverkaleiknum, geta gert það en þeir sem vilja fá að skylmast og berjast allan daginn geta einblínt á þann þátt. Leiðtogarnir í þeim leik eru drekar sem atvinnuleikarar túlka en þeir kalla til sín hetjur frá öllum heimshornum sem berjast fyrir sinn dreka. „Það er nóg fyrir alla, ef þú vilt vera barbari sem lemur alla eða diplómati sem er að reyna að finna lausnir á vandamálum. Það eru stjórnarfyrirkomulög þarna úti sem er mjög áhugaverð og það er rosalega mikil pólitík. Við lærðum þarna úti hvað það er mikilvægt að fá leikmennina til að sækja söguna sjálfir. Við lentum svolítið í því að fólk þyrfti að láta mata sig til að hafa gaman. Við höfum virkjað fólk í því að skapa eigin skemmtun sem hefur virkað mjög vel.“Heiðarleiki umfram allt annað Það er því ljóst að mikill kraftur er í larpinu á Íslandi. Félagsstarfið er öflugt þó aðeins sé larpað á sumrin. Nánast ógerningur er að larpa yfir vetrarmánuðina á Íslandi. Þeir mánuðir eru hins vegar nýttir í búningaföndur og skipulagningu. Þeir sem hafa áhuga á að ganga til liðs við larparana er bent á að leita að hópnum Íslenskt larp, rauntímaspunaspil á Facebook. En hvað þarf til að gerast meðlimur? „Þú þarft að mæta með sjálfan þig og ekkert annað,“ segir Benedikt en hópurinn er með vopna- og búningaleigu. Það sem má alls ekki í þessum hópi er að mæta með alvöru vopn, í nútímalegum klæðnaði og vera óheiðarlegur. „Heiðarleikareglan er það sem gildir hjá okkur fyrst og fremst.“