Pedro varaður við harðstjóranum Van Gaal og hætti við að koma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2015 10:30 Pedro Rodríguez með Andrés Iniesta. Vísir/Getty Spænski framherjinn Pedro gekk í gær frá fjögurra ára samningi við Chelsea en þessi þessi þróun mála kom mörgum á óvörum því allt leit út fyrir að Pedro væri á leiðinni til Manchester United. Chelsea náði hinsvegar samkomulagi við Barcelona og borgar spænska félaginu 21,3 milljónir punda fyrir þennan 28 ára sóknarmann sem hefur verið í stóru hlutverki hjá Barcelona undanfarin ár. Leið Pedro Rodríguez lá í ensku úrvalsdeildina og enskir og spænskir miðlar hafa mikið skrifað um væntanleg félagsskipti hans til Manchester United. Það varð þó ekkert af því. Pedro Rodríguez hætti við á síðustu stundu að vilja fara til Manchester United og enska blaðið Daily Mail segir ástæðuna vera slæmar sögur af harðstjóranum Louis van Gaal, knattspyrnustjóra Manchester United. Meðferð Louis van Gaal á markverðinum Victor Valdes, fyrrum liðsfélaga Pedro hjá Barcelona, átti því væntanlega mikinn þátt í því að Pedro er á leiðinni á Stamford Bridge en ekki á Old Trafford.Sjá einnig:Van Gaal er að eyðileggja Manchester United Victor Valdes á enga framtíð lengur á Old Trafford eftir að Louis van Gaal sakaði hann um að neita að spila með varaliði félagsins. Það er líka annar spænskur markvörður sem hefur fengið að kenna á harðstjóranum Van Gaal en það er spænski landsliðsmarkvörðurinn David De Gea. David De Gea og Pedro þekkjast vel frá landsliðinu. De Gea hefur barist fyrir því að komast til Real Madrid en félögin hafa ekki náð saman og Van Gaal ákvað að henda spænska markverðinum út úr hóp fyrir fyrsta leik tímabilsins og hann hefur ekki fengið að vera með síðan.Sjá einnig:David De Gea spilar ekki fyrir Man Utd fyrr en glugginn lokar Daily Mail segir að hlutirnir hafi byrjað að gerjast á sunnudaginn. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, talaði sjálfur við Pedro eftir 3-0 tapið á móti Manchester City og þá hvatti Cesc Fabregas landa sinn og fyrrum liðsfélaga í Barcelona að koma til sín í London. Enski boltinn Spænski boltinn Tengdar fréttir Stoichkov: Van Gaal er að eyðileggja Manchester United Hristo Stoichkov ber Louis Van Gaal ekki vel söguna en hann segir Hollendinginn vera meðalmann, rétt eins og hann var meðalgóður leikmaður. 11. ágúst 2015 12:30 Pedro búinn að ná samkomulagi við Man. Utd Sky Sports greinir frá því nú í morgun að samningar hafi tekist á milli spænska knattspyrnumannsins Pedro og Man. Utd. 18. ágúst 2015 07:59 Torres: Viss um að Pedro muni aðlagast enska boltanum vel Fernando Torres segir að spænski framherjinn Pedro hafi alla burði til þess að slá í gegn á Englandi en hann virðist vera á förum til Englands frá spænska stórveldinu Barcelona. 13. ágúst 2015 07:22 Manchester City blandar sér í baráttuna um Pedro Spænski framherjinn er eftirsóttur biti en Manchester-liðin sem og Chelsea eru á höttunum eftir þessum lunkna framherja. 11. ágúst 2015 18:45 Líklega síðasti leikur Pedro með Barcelona Pedro vill fara til Man. Utd. 11. ágúst 2015 22:23 Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Sjá meira
Spænski framherjinn Pedro gekk í gær frá fjögurra ára samningi við Chelsea en þessi þessi þróun mála kom mörgum á óvörum því allt leit út fyrir að Pedro væri á leiðinni til Manchester United. Chelsea náði hinsvegar samkomulagi við Barcelona og borgar spænska félaginu 21,3 milljónir punda fyrir þennan 28 ára sóknarmann sem hefur verið í stóru hlutverki hjá Barcelona undanfarin ár. Leið Pedro Rodríguez lá í ensku úrvalsdeildina og enskir og spænskir miðlar hafa mikið skrifað um væntanleg félagsskipti hans til Manchester United. Það varð þó ekkert af því. Pedro Rodríguez hætti við á síðustu stundu að vilja fara til Manchester United og enska blaðið Daily Mail segir ástæðuna vera slæmar sögur af harðstjóranum Louis van Gaal, knattspyrnustjóra Manchester United. Meðferð Louis van Gaal á markverðinum Victor Valdes, fyrrum liðsfélaga Pedro hjá Barcelona, átti því væntanlega mikinn þátt í því að Pedro er á leiðinni á Stamford Bridge en ekki á Old Trafford.Sjá einnig:Van Gaal er að eyðileggja Manchester United Victor Valdes á enga framtíð lengur á Old Trafford eftir að Louis van Gaal sakaði hann um að neita að spila með varaliði félagsins. Það er líka annar spænskur markvörður sem hefur fengið að kenna á harðstjóranum Van Gaal en það er spænski landsliðsmarkvörðurinn David De Gea. David De Gea og Pedro þekkjast vel frá landsliðinu. De Gea hefur barist fyrir því að komast til Real Madrid en félögin hafa ekki náð saman og Van Gaal ákvað að henda spænska markverðinum út úr hóp fyrir fyrsta leik tímabilsins og hann hefur ekki fengið að vera með síðan.Sjá einnig:David De Gea spilar ekki fyrir Man Utd fyrr en glugginn lokar Daily Mail segir að hlutirnir hafi byrjað að gerjast á sunnudaginn. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, talaði sjálfur við Pedro eftir 3-0 tapið á móti Manchester City og þá hvatti Cesc Fabregas landa sinn og fyrrum liðsfélaga í Barcelona að koma til sín í London.
Enski boltinn Spænski boltinn Tengdar fréttir Stoichkov: Van Gaal er að eyðileggja Manchester United Hristo Stoichkov ber Louis Van Gaal ekki vel söguna en hann segir Hollendinginn vera meðalmann, rétt eins og hann var meðalgóður leikmaður. 11. ágúst 2015 12:30 Pedro búinn að ná samkomulagi við Man. Utd Sky Sports greinir frá því nú í morgun að samningar hafi tekist á milli spænska knattspyrnumannsins Pedro og Man. Utd. 18. ágúst 2015 07:59 Torres: Viss um að Pedro muni aðlagast enska boltanum vel Fernando Torres segir að spænski framherjinn Pedro hafi alla burði til þess að slá í gegn á Englandi en hann virðist vera á förum til Englands frá spænska stórveldinu Barcelona. 13. ágúst 2015 07:22 Manchester City blandar sér í baráttuna um Pedro Spænski framherjinn er eftirsóttur biti en Manchester-liðin sem og Chelsea eru á höttunum eftir þessum lunkna framherja. 11. ágúst 2015 18:45 Líklega síðasti leikur Pedro með Barcelona Pedro vill fara til Man. Utd. 11. ágúst 2015 22:23 Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Sjá meira
Stoichkov: Van Gaal er að eyðileggja Manchester United Hristo Stoichkov ber Louis Van Gaal ekki vel söguna en hann segir Hollendinginn vera meðalmann, rétt eins og hann var meðalgóður leikmaður. 11. ágúst 2015 12:30
Pedro búinn að ná samkomulagi við Man. Utd Sky Sports greinir frá því nú í morgun að samningar hafi tekist á milli spænska knattspyrnumannsins Pedro og Man. Utd. 18. ágúst 2015 07:59
Torres: Viss um að Pedro muni aðlagast enska boltanum vel Fernando Torres segir að spænski framherjinn Pedro hafi alla burði til þess að slá í gegn á Englandi en hann virðist vera á förum til Englands frá spænska stórveldinu Barcelona. 13. ágúst 2015 07:22
Manchester City blandar sér í baráttuna um Pedro Spænski framherjinn er eftirsóttur biti en Manchester-liðin sem og Chelsea eru á höttunum eftir þessum lunkna framherja. 11. ágúst 2015 18:45