Syngja og spila tónlist frægra kvenna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. ágúst 2015 10:45 Þær Þórhildur, Helga, Kristjana og Lára Sóley eru ábúðarmiklar yfir hlutverki sínu. MYND/Daníel Starrason „Við ætlum að flagga tónlist kvenna sem hafa orðið frægar fyrir lagasmíðar og flutning, þar má nefna Joni Mitchell, Carole King, Tracy Chapman, Christina McVie og Joan Baez, svo verðum við líka með okkar eigið efni,“ segir Lára Sóley Jóhannsdóttir. Hún er ein af norðlenskum konum í KÍTÓN (félagi kvenna í tónlist) sem halda tónleika í Hlöðunni, Litla Garði, í kvöld sem hefjast klukkan 20 30. Lára Sóley bæði syngur og spilar á fiðlu, meðal annars í Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og er útnefndur bæjarlistamaður Akureyrar og kveðst svo heppin að fá að starfa við sitt áhugamál. Aðrar úr félaginu sem koma fram eru Helga Kvam píanóleikari, Kristjana Arngrímsdóttir söngkona og Þórhildur Örvarsdóttir söngkona. „Við komum svolítið úr ólíkum áttum í tónlistinni en langaði að gera eitthvað saman og minnast um leið 100 ára kosningaafmælis kvenna. Svo viljum við líka vekja athygli á KÍTÓN hér fyrir norðan og helst stækka hópinn,“ segir Sóley. Hún tekur fram að sérstakir gestir verði með þeim í kvöld, þær Ásdís Arnardóttir sem leikur á selló og kontrabassa og Ásta Soffía Þorgeirsdóttir sem spilar á harmóníku og stundar háskólanám í þeirri grein í Noregi. Fyrir utan tónleika kvöldsins í Gömlu hlöðunni hafa þær norðlensku KÍTÓN-konur skipulagt tónleika á Græna hattinum í september og þá þriðju og síðustu í röðinni í Akureyrarkirkju í október. „Þá verða gestir með okkur,“ segir Lára Sóley. „Nokkrar úr KÍTÓN í Reykjavík, kórar og fleiri. Væntanlega kvennakórar? „Já, reyndar er einn karlstjórnandi,“ svarar Lára Sóley. „Ég veit ekki nema ég klæði hann í kjól!“ Menning Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Við ætlum að flagga tónlist kvenna sem hafa orðið frægar fyrir lagasmíðar og flutning, þar má nefna Joni Mitchell, Carole King, Tracy Chapman, Christina McVie og Joan Baez, svo verðum við líka með okkar eigið efni,“ segir Lára Sóley Jóhannsdóttir. Hún er ein af norðlenskum konum í KÍTÓN (félagi kvenna í tónlist) sem halda tónleika í Hlöðunni, Litla Garði, í kvöld sem hefjast klukkan 20 30. Lára Sóley bæði syngur og spilar á fiðlu, meðal annars í Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og er útnefndur bæjarlistamaður Akureyrar og kveðst svo heppin að fá að starfa við sitt áhugamál. Aðrar úr félaginu sem koma fram eru Helga Kvam píanóleikari, Kristjana Arngrímsdóttir söngkona og Þórhildur Örvarsdóttir söngkona. „Við komum svolítið úr ólíkum áttum í tónlistinni en langaði að gera eitthvað saman og minnast um leið 100 ára kosningaafmælis kvenna. Svo viljum við líka vekja athygli á KÍTÓN hér fyrir norðan og helst stækka hópinn,“ segir Sóley. Hún tekur fram að sérstakir gestir verði með þeim í kvöld, þær Ásdís Arnardóttir sem leikur á selló og kontrabassa og Ásta Soffía Þorgeirsdóttir sem spilar á harmóníku og stundar háskólanám í þeirri grein í Noregi. Fyrir utan tónleika kvöldsins í Gömlu hlöðunni hafa þær norðlensku KÍTÓN-konur skipulagt tónleika á Græna hattinum í september og þá þriðju og síðustu í röðinni í Akureyrarkirkju í október. „Þá verða gestir með okkur,“ segir Lára Sóley. „Nokkrar úr KÍTÓN í Reykjavík, kórar og fleiri. Væntanlega kvennakórar? „Já, reyndar er einn karlstjórnandi,“ svarar Lára Sóley. „Ég veit ekki nema ég klæði hann í kjól!“
Menning Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira