Innlent

Veðurstofan varar við mikilli úrkomu á Suðausturhorninu næstu daga

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ferðafólk er beðið um að athuga veðurspár vel áður en haldið er af stað.
Ferðafólk er beðið um að athuga veðurspár vel áður en haldið er af stað. Vísir/Pjetur Sigurðsson
Veðurstofan varar við talsverðri eða mikilli rigningu allt frá Mýrdalsjökli austur á Austfirði og einnig á norðanverðum Ströndum næstu tvo sólarhringana. Hætta er á skriðuföllum á Suðausturlandi auk þess sem búist er við vexti í ám. Rigning getur farið upp í allt að 100 millimetra á láglendi.

Veðurstofan biður fólk um að fylgjast vel með veðurspám áður en lagt er af stað í ferðir á Suðausturhorninu og á norðanverðum Ströndum þar sem búist er við mikilli úrkomu. Hætta er á skriðuföllum, einkum á þjóðvegunum undir Vatnajökli auk þess sem ár geta orðið varasamar vegna vatnavaxta allt frá Fjallabaki og alveg austur á Austfirði. Þeir sem hyggja á ferðir á hálendinu á þessum slóðum eru beðnir um að athuga það að ár geta orðið illfærar vegna mikillar úrkomu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×