Vilji ráðherrans þýði lokun skólanna Ólöf Skaftadóttir og Sveinn Arnarsson skrifa 21. ágúst 2015 08:00 Háskólinn á Akureyri Rósa Guðrún Eggertsdóttir „Það hafa ekki verið gerðar erlendar rannsóknir á Byrjendalæsi en það eru margar erlendar rannsóknir sem stuðst var við þegar byrjendalæsið var sett saman,“ segir Rósa Eggertsdóttir, sú sem leiddi þróun kennsluaðferðarinnar Byrjendalæsis við Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri, þegar hún var innt eftir því í hvaða rannsóknir vitnað væri í fréttatilkynningu sem Miðstöðin sendi frá sér í gær. Þar kom fram að Byrjendalæsi væri byggt á erlendum rannsóknum. Birna María Sveinbjarnardóttir, forstöðumaður Miðstöðvar skólaþróunar, segir hins vegar rannsókn á vegum Háskólans á Akureyri og Háskóla Íslands nú standa yfir á árangri Byrjendalæsis sem kennsluaðferð. Niðurstöður þeirrar rannsóknar liggja ekki fyrir og því er ljóst að kennsluaðferð sem innleidd var í um helming grunnskóla landsins hefur ekki verið prófuð eða nægilega vel rannsökuð. Í gær birti Menntamálastofnun ný gögn þess efnis að nemendur kæmu verr út en áður í íslensku, lesskilningi og stærðfræði eftir að Byrjendalæsi var innleitt í skólana. „Ráðherra talar um raunprófaðar aðferðir. Ef hann ætlar að gera það þá þarf að loka öllum skólum landsins því það er ekkert raunprófað hér á landi,“ segir Rósa. Hún segist hins vegar taka undir með ráðherra um að efla þurfi læsi ungmenna. „Þau þurfa að geta lesið þungan texta. Akkillesarhællinn að mínu mati er á miðstigi og unglingastigi og þá er löngu hætt að kenna lestur. Í raungreinum þarf oft að umorða bækur því krakkarnir eru ekki tilbúnir í flókinn texta,“ útskýrir Rósa. „Ráðherra er búinn að stofna menntamálastofnun og virðist ætla að fara að skella einni aðferð að ofan og segja grunnskólum að einungis ein aðferð verði kennd, gamla hljóðaðferðin.“Aðrir þættir gætu haft áhrif Arnór Guðmundsson er forstöðumaður Menntamálastofnunar, sem gaf út gögnin sem hleyptu umræðunum af stað. „Ég er ekki að segja að Byrjendalæsi valdi þessu falli. Við erum að segja að við hefðum ætlað að Byrjendalæsi skilaði sér í bættum árangri nemenda í lestri og það virðist ekki vera,“ útskýrir hann. „Það geta verið aðrir þættir sem hafa áhrif á þetta fall almennt. Þessi samanburður sem við leggjum áherslu á er samanburður áður en þeir hafa verið í Byrjendalæsi og síðan eftir fjögur ár í Byrjendalæsi. Það er ekkert einhlítt,“ segir Arnór og bætir við að Menntamálastofnun geri kröfu um að Miðstöð skólaþróunar við HA rannsaki sjálf árangur aðferðarinnar. „Við viljum ræða þetta á grundvelli gagna. Það er frábært ef þau geta sýnt fram á það með gögnum að Byrjendalæsi virki.“Illugi GunnarssonAðferðirnar verða að virka „Við erum að tala um möguleika barna í námi,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. „Það segir sig sjálft að það getur aldrei orðið þannig að í hverju einasta fagi sé aðferðafræðin prófuð og rannsökuð til hlítar. En þegar um er að ræða grundvallarfögin, eins og til dæmis lestur og stærðfræði, þá hljótum við að gera þá kröfu að hægt sé að færa fyrir því þung rök þegar innleiða á nýjar aðferðir. Þessi grundvallaratriði verða að vera í lagi, ef þau eru ekki í lagi þá er svo margt annað sem klikkar. Auðvitað er það þannig að það er ekki ein aðferð til við það að kenna lestur. Við vitum það að það eru margar aðferðir af því að börnin eru ólík. Þær aðferðir sem við notum, þær þurfa allavega að virka.“ Illugi segir mikilvægt að setja sér markmið um árangur fyrirfram og ákveða hvernig skuli meta aðferðir sem séu innleiddar. „Það eru engin rök að vegna þess að við séum ekki vön að mæla, eða að það sé erfitt að mæla að þá eigi ekki að mæla neitt. Við verðum að setja þá kröfu á háskólana og aðra að svona mikilvægar ákvarðanir eins og kennsluaðferðir í lestri séu mjög vel rannsakaðar áður en þær eru innleiddar.“Kallar eftir fræðilegum skýringum HA „Við tökum þetta mjög alvarlega,“ segir Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri á Akureyri. Hún var nýbúin að fá í hendurnar greininguna frá Menntamálastofnun. Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri segir tölfræðina frá Menntamálastofnun ekki standast. „Mig langar að heyra fræðilegar skýringar Háskólans á Akureyri. Hvort þetta geti staðist.“ Soffía segist slegin yfir því sem fram hefur komið í fjölmiðlum. „Ef þetta er staðreyndin, að þessir skólar eru þetta lægri, þá verðum við að rýna í það hvað er að klikka. Er þetta hreinlega skandall eða þarf að lesa betur í niðurstöður?“ Soffía segist ekki ætla að segja upp samningi í tengslum við Byrjendalæsi við Háskólann á Akureyri að svo stöddu. „En ég á eftir að hitta fólkið þar og taka samræðuna.“ En hver er munurinn á fagmanni og áhugamanni ef aðferðirnar eru ekki prófaðar áður en þær eru innleiddar? „Þau verða að svara fyrir það í Háskólanum á Akureyri. Maður treystir háskólasamfélaginu til að vera með traustan fræðilegan grunn.“ Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Rósa Guðrún Eggertsdóttir „Það hafa ekki verið gerðar erlendar rannsóknir á Byrjendalæsi en það eru margar erlendar rannsóknir sem stuðst var við þegar byrjendalæsið var sett saman,“ segir Rósa Eggertsdóttir, sú sem leiddi þróun kennsluaðferðarinnar Byrjendalæsis við Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri, þegar hún var innt eftir því í hvaða rannsóknir vitnað væri í fréttatilkynningu sem Miðstöðin sendi frá sér í gær. Þar kom fram að Byrjendalæsi væri byggt á erlendum rannsóknum. Birna María Sveinbjarnardóttir, forstöðumaður Miðstöðvar skólaþróunar, segir hins vegar rannsókn á vegum Háskólans á Akureyri og Háskóla Íslands nú standa yfir á árangri Byrjendalæsis sem kennsluaðferð. Niðurstöður þeirrar rannsóknar liggja ekki fyrir og því er ljóst að kennsluaðferð sem innleidd var í um helming grunnskóla landsins hefur ekki verið prófuð eða nægilega vel rannsökuð. Í gær birti Menntamálastofnun ný gögn þess efnis að nemendur kæmu verr út en áður í íslensku, lesskilningi og stærðfræði eftir að Byrjendalæsi var innleitt í skólana. „Ráðherra talar um raunprófaðar aðferðir. Ef hann ætlar að gera það þá þarf að loka öllum skólum landsins því það er ekkert raunprófað hér á landi,“ segir Rósa. Hún segist hins vegar taka undir með ráðherra um að efla þurfi læsi ungmenna. „Þau þurfa að geta lesið þungan texta. Akkillesarhællinn að mínu mati er á miðstigi og unglingastigi og þá er löngu hætt að kenna lestur. Í raungreinum þarf oft að umorða bækur því krakkarnir eru ekki tilbúnir í flókinn texta,“ útskýrir Rósa. „Ráðherra er búinn að stofna menntamálastofnun og virðist ætla að fara að skella einni aðferð að ofan og segja grunnskólum að einungis ein aðferð verði kennd, gamla hljóðaðferðin.“Aðrir þættir gætu haft áhrif Arnór Guðmundsson er forstöðumaður Menntamálastofnunar, sem gaf út gögnin sem hleyptu umræðunum af stað. „Ég er ekki að segja að Byrjendalæsi valdi þessu falli. Við erum að segja að við hefðum ætlað að Byrjendalæsi skilaði sér í bættum árangri nemenda í lestri og það virðist ekki vera,“ útskýrir hann. „Það geta verið aðrir þættir sem hafa áhrif á þetta fall almennt. Þessi samanburður sem við leggjum áherslu á er samanburður áður en þeir hafa verið í Byrjendalæsi og síðan eftir fjögur ár í Byrjendalæsi. Það er ekkert einhlítt,“ segir Arnór og bætir við að Menntamálastofnun geri kröfu um að Miðstöð skólaþróunar við HA rannsaki sjálf árangur aðferðarinnar. „Við viljum ræða þetta á grundvelli gagna. Það er frábært ef þau geta sýnt fram á það með gögnum að Byrjendalæsi virki.“Illugi GunnarssonAðferðirnar verða að virka „Við erum að tala um möguleika barna í námi,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. „Það segir sig sjálft að það getur aldrei orðið þannig að í hverju einasta fagi sé aðferðafræðin prófuð og rannsökuð til hlítar. En þegar um er að ræða grundvallarfögin, eins og til dæmis lestur og stærðfræði, þá hljótum við að gera þá kröfu að hægt sé að færa fyrir því þung rök þegar innleiða á nýjar aðferðir. Þessi grundvallaratriði verða að vera í lagi, ef þau eru ekki í lagi þá er svo margt annað sem klikkar. Auðvitað er það þannig að það er ekki ein aðferð til við það að kenna lestur. Við vitum það að það eru margar aðferðir af því að börnin eru ólík. Þær aðferðir sem við notum, þær þurfa allavega að virka.“ Illugi segir mikilvægt að setja sér markmið um árangur fyrirfram og ákveða hvernig skuli meta aðferðir sem séu innleiddar. „Það eru engin rök að vegna þess að við séum ekki vön að mæla, eða að það sé erfitt að mæla að þá eigi ekki að mæla neitt. Við verðum að setja þá kröfu á háskólana og aðra að svona mikilvægar ákvarðanir eins og kennsluaðferðir í lestri séu mjög vel rannsakaðar áður en þær eru innleiddar.“Kallar eftir fræðilegum skýringum HA „Við tökum þetta mjög alvarlega,“ segir Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri á Akureyri. Hún var nýbúin að fá í hendurnar greininguna frá Menntamálastofnun. Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri segir tölfræðina frá Menntamálastofnun ekki standast. „Mig langar að heyra fræðilegar skýringar Háskólans á Akureyri. Hvort þetta geti staðist.“ Soffía segist slegin yfir því sem fram hefur komið í fjölmiðlum. „Ef þetta er staðreyndin, að þessir skólar eru þetta lægri, þá verðum við að rýna í það hvað er að klikka. Er þetta hreinlega skandall eða þarf að lesa betur í niðurstöður?“ Soffía segist ekki ætla að segja upp samningi í tengslum við Byrjendalæsi við Háskólann á Akureyri að svo stöddu. „En ég á eftir að hitta fólkið þar og taka samræðuna.“ En hver er munurinn á fagmanni og áhugamanni ef aðferðirnar eru ekki prófaðar áður en þær eru innleiddar? „Þau verða að svara fyrir það í Háskólanum á Akureyri. Maður treystir háskólasamfélaginu til að vera með traustan fræðilegan grunn.“
Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira