Prestar gifta, ferma og skíra undir borðið Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 21. ágúst 2015 09:00 Kristján Björnsson „Já, við höfum verið að heyra af einstaka dæmum að innheimtan hafi verið öðruvísi, að menn hafi verið að taka við seðlum og ekki veitt kvittun,“ segir séra Kristján Björnsson, formaður Prestafélags Íslands. Hann segir það alvarlegt mál ef slík tilvik koma upp. Dæmi eru um að prestar og kirkjuverðir hafi tekið við greiðslum á sína persónulegu reikninga eða í reiðufé eftir athafnir á borð við giftingar og fermingar en gefi hvorki út reikning né kvittun. Þá hafa komið upp tilfelli þar sem prestar hafa tekið við hærri greiðslum en gjaldskrá um aukaverk presta innan Þjóðkirkjunnar tilgreinir. Inni á Facebook-hópnum „Brúðkaups hugmyndir“ eiga sér stað umræður um greiðslu til presta fyrir athafnir og þar má sjá að nokkrum einstaklingum þykir það óeðlilegt að hafa greitt í reiðufé eða ekki fengið afhentan reikning eða kvittun fyrir vinnunni. Kjararáð ákvarðar laun presta og sömuleiðis gjaldskrá aukaverka. Kristján segir dæmi um það að prestar hafi farið fram á greiðslu fyrir öðrum hlutum en akstri og athafnastjórn en hafi getað gert grein fyrir því sem bendir til þess að ekki hafi verið um brot að ræða. „Við höfum lagt áherslu á það við presta að gjaldskráin er ekki viðmiðunarskrá heldur er þar fast gjald og við eigum að taka það gjald og ekkert annað. Við gefum félagsmönnum upplýsingar um það hvað er leyfilegt að taka.“ Greiðslur vegna aukaverkefna presta eru ekki virðisaukaskattskyldar sem veldur því að sumir gefi ekki út kvittanir enda gagnast slíkt lítið í bókhaldi. Þó segir Kristján að allir prestar og kirkjuverðir geti gefið út kvittanir og ættu að halda sig við þau vinnubrögð. Samkvæmt Ríkisskattstjóra á að gefa út reikning fyrir alla veitta þjónustu ef forðast á formbrot. Þó að reikningur sé ekki gefinn út gæti verið að haldið sé utan um tekjur en ef tekjur eru ekki gefnar upp er um skattalagabrot að ræða. „Við höfum bent á að ganga þannig frá málunum að það sé gegnsætt. Eitt af því er til dæmis að borga í gegnum banka og þá er það rekjanlegt.“ Komið hafa upp tilfelli þar sem Biskupsstofa hefur kallað presta inn á teppið vegna mála af þessum toga.„Ég get ekki neitað því að biskup hefur þurft að kalla presta fyrir. Þetta eru ekki mörg tilvik. Ég man eftir einu fyrir tveimur árum. Ef það kemur kvörtun frá fólki þá kvartar það beint á Biskupsstofu. Þetta er ekki eitthvað sem við eigum að þurfa að hafa í lausu lofti.“ Kristján segir mikilvægt að fólk leiti til Biskupsstofu til að leita upplýsinga eða ef því þykir fyrirkomulag greiðslu vera með óeðlilegum hætti. Fermingar Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
„Já, við höfum verið að heyra af einstaka dæmum að innheimtan hafi verið öðruvísi, að menn hafi verið að taka við seðlum og ekki veitt kvittun,“ segir séra Kristján Björnsson, formaður Prestafélags Íslands. Hann segir það alvarlegt mál ef slík tilvik koma upp. Dæmi eru um að prestar og kirkjuverðir hafi tekið við greiðslum á sína persónulegu reikninga eða í reiðufé eftir athafnir á borð við giftingar og fermingar en gefi hvorki út reikning né kvittun. Þá hafa komið upp tilfelli þar sem prestar hafa tekið við hærri greiðslum en gjaldskrá um aukaverk presta innan Þjóðkirkjunnar tilgreinir. Inni á Facebook-hópnum „Brúðkaups hugmyndir“ eiga sér stað umræður um greiðslu til presta fyrir athafnir og þar má sjá að nokkrum einstaklingum þykir það óeðlilegt að hafa greitt í reiðufé eða ekki fengið afhentan reikning eða kvittun fyrir vinnunni. Kjararáð ákvarðar laun presta og sömuleiðis gjaldskrá aukaverka. Kristján segir dæmi um það að prestar hafi farið fram á greiðslu fyrir öðrum hlutum en akstri og athafnastjórn en hafi getað gert grein fyrir því sem bendir til þess að ekki hafi verið um brot að ræða. „Við höfum lagt áherslu á það við presta að gjaldskráin er ekki viðmiðunarskrá heldur er þar fast gjald og við eigum að taka það gjald og ekkert annað. Við gefum félagsmönnum upplýsingar um það hvað er leyfilegt að taka.“ Greiðslur vegna aukaverkefna presta eru ekki virðisaukaskattskyldar sem veldur því að sumir gefi ekki út kvittanir enda gagnast slíkt lítið í bókhaldi. Þó segir Kristján að allir prestar og kirkjuverðir geti gefið út kvittanir og ættu að halda sig við þau vinnubrögð. Samkvæmt Ríkisskattstjóra á að gefa út reikning fyrir alla veitta þjónustu ef forðast á formbrot. Þó að reikningur sé ekki gefinn út gæti verið að haldið sé utan um tekjur en ef tekjur eru ekki gefnar upp er um skattalagabrot að ræða. „Við höfum bent á að ganga þannig frá málunum að það sé gegnsætt. Eitt af því er til dæmis að borga í gegnum banka og þá er það rekjanlegt.“ Komið hafa upp tilfelli þar sem Biskupsstofa hefur kallað presta inn á teppið vegna mála af þessum toga.„Ég get ekki neitað því að biskup hefur þurft að kalla presta fyrir. Þetta eru ekki mörg tilvik. Ég man eftir einu fyrir tveimur árum. Ef það kemur kvörtun frá fólki þá kvartar það beint á Biskupsstofu. Þetta er ekki eitthvað sem við eigum að þurfa að hafa í lausu lofti.“ Kristján segir mikilvægt að fólk leiti til Biskupsstofu til að leita upplýsinga eða ef því þykir fyrirkomulag greiðslu vera með óeðlilegum hætti.
Fermingar Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira