Mikill fjöldi flóttamanna dvaldi á landamærum Makedóníu og Grikklands í nótt og gerðu þeir tilraun til þess að komast framhjá lögreglu og inn í Makedóníu undir morgunsárið. Lögreglan beitti táragasi á hópinn til þess að dreifa hópnum. Að minnsta kosti fimm slösuðust í átökunum en talið er að allt að 44.000 flóttamenn hafi ferðast í gegnum Makedóníu á síðustu tveimur mánuðum.
Um 160.000 flóttamenn hafa komið til Grikklands frá því í janúar samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum, af þeim hafa um 50.000 komið undanfarin mánuð. Flestir flóttamannana reyna að komast norðar á bóginn til norður- og vestur-Evrópu, margir af þeim til þess að flýja átökin í Sýrlandi. Ef Makedónía lokar landamærum sínum algjörlega er óttast að gríðarlegur fjöldi flóttamanna muni safnast fyrir í Grikklandi.