Tiger Woods í forystu þegar að Wyndham meistaramótið er hálfnað 21. ágúst 2015 22:32 Sólin skein á Tiger í dag. Getty Tiger Woods leiðir ásamt hinum lítt þekkta Tom Hoge eftir tvo hringi á Wyndham meistaramótinu sem nú er hálfnað en þeir hafa leikið hringina tvo á Greensboro vellinum á 11 höggum undir pari. Það eru tvö ár síðan að Tiger hefur farið jafn vel af stað í móti á PGA-mótaröðinni en hann lék annan hring í kvöld á 65 höggum eða fimm undir pari. Þessi fyrrum besti kylfingur heims hefur átt mjög slæmu gengi að fagna á árinu og hrunið niður heimslistan í golfi en að undanförnu hefur hann verið í töluverðum sveiflubreytingum í samstarfi við þjálfara sinn, Chris Como. Tiger sagði við fréttamenn eftir hringinn að góð spilamennska sín í mótinu hingað væri vegna þess að þessar stífu æfingar væru að skila sér en hann þarf nauðsynlega á sigri að halda um helgina til þess að komast inn í úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar. Í öðru sæti, einu á eftir Tiger og Hoge eru reynsluboltarnir Chad Campbell og Davis Love á tíu undir pari en nokkrir kylfingar koma þar á eftir á níu höggum undir. Útsending frá þriðja hring á morgun hefst klukkan 17:00 á Golfstöðinni. Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods leiðir ásamt hinum lítt þekkta Tom Hoge eftir tvo hringi á Wyndham meistaramótinu sem nú er hálfnað en þeir hafa leikið hringina tvo á Greensboro vellinum á 11 höggum undir pari. Það eru tvö ár síðan að Tiger hefur farið jafn vel af stað í móti á PGA-mótaröðinni en hann lék annan hring í kvöld á 65 höggum eða fimm undir pari. Þessi fyrrum besti kylfingur heims hefur átt mjög slæmu gengi að fagna á árinu og hrunið niður heimslistan í golfi en að undanförnu hefur hann verið í töluverðum sveiflubreytingum í samstarfi við þjálfara sinn, Chris Como. Tiger sagði við fréttamenn eftir hringinn að góð spilamennska sín í mótinu hingað væri vegna þess að þessar stífu æfingar væru að skila sér en hann þarf nauðsynlega á sigri að halda um helgina til þess að komast inn í úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar. Í öðru sæti, einu á eftir Tiger og Hoge eru reynsluboltarnir Chad Campbell og Davis Love á tíu undir pari en nokkrir kylfingar koma þar á eftir á níu höggum undir. Útsending frá þriðja hring á morgun hefst klukkan 17:00 á Golfstöðinni.
Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira