Arna Stefanía Guðmundsson, hlaupadrottning úr FH, kom fyrst í mark í flokki 20-22 ára kvenna í 400 metra grindahlaupi á Flanders Cup í Antwerpen í Belgíu
Morgunblaðið greinir frá þessu á vef sínum í kvöld, en Arna Stefanía hljóp á 57,60 sekúndum. Gamla metið var 58,23, sem Arna Stefanía setti í vor. Er þetta því í annað sinn sem hún setur nýtt met á árinu.
Tveir aðrir keppendur voru í eldlínunni. Fjóla Signý Hannesdóttir, úr HSK, hljóp á 1:02,27 í sama hlaupi og Arna Stefanía.
Guðmundur Heiðar Guðmundsson, samherji Örnu úr FH, lenti í þriðja sæti, en hann hljóp á 55,06 sekúndum. Það er persónulegt met hjá Guðmundi.
Arna Stefanía bætti eigið Íslandsmet í Belgíu
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa
Enski boltinn

Þór ekki í teljandi vandræðum með Val
Körfubolti

„Gefur okkur mikið sjálfstraust“
Körfubolti

Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum
Körfubolti


Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi
Körfubolti

Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn
Enski boltinn
