Volkswagen Tiguan Coupé R Finnur Thorlacius skrifar 24. ágúst 2015 10:09 Volkswagen Tiguan Coupé R. Volkswagen hefur framleitt Tiguan jepplinginn frá árinu 2009 en hingað til hefur hann aðeins verið framleiddur í einni gerð og ekki með aflmiklum vélum. Nú hefur Volkswagen ákveðið að framleiða bílinn í Coupé útfærslu og með öflugri 300 hestafla vél. Er það sama vélin og finna má í Volkswagen Golf R bílnum, 2,0 lítra forþjöppuvél. Þessum bíl verður att gegn Mercedes Benz GLA45 AMG, Audi RS Q3 og komandi BMW X2 M og Range Rover Evoque SVR. Tiguan Coupé R á að verða jafn snöggur og Golf R og taka sprettin í 100 á 5,1 sekúndu. Bíllinn verður lægri á vegi en hefðbundinn Tiguan og með gerbreyttri fjöðrun. Bíllinn á að koma á markað árið 2017. Á sama tíma kemur ný kynslóð Tiguan með aflminni vélum, en einnig Plug-In-Hybrid útgáfa hans sem fær stafina GTE í endann líkt og nýtilkominn Golf GTE. Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english
Volkswagen hefur framleitt Tiguan jepplinginn frá árinu 2009 en hingað til hefur hann aðeins verið framleiddur í einni gerð og ekki með aflmiklum vélum. Nú hefur Volkswagen ákveðið að framleiða bílinn í Coupé útfærslu og með öflugri 300 hestafla vél. Er það sama vélin og finna má í Volkswagen Golf R bílnum, 2,0 lítra forþjöppuvél. Þessum bíl verður att gegn Mercedes Benz GLA45 AMG, Audi RS Q3 og komandi BMW X2 M og Range Rover Evoque SVR. Tiguan Coupé R á að verða jafn snöggur og Golf R og taka sprettin í 100 á 5,1 sekúndu. Bíllinn verður lægri á vegi en hefðbundinn Tiguan og með gerbreyttri fjöðrun. Bíllinn á að koma á markað árið 2017. Á sama tíma kemur ný kynslóð Tiguan með aflminni vélum, en einnig Plug-In-Hybrid útgáfa hans sem fær stafina GTE í endann líkt og nýtilkominn Golf GTE.
Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english