Allt í ólestri Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. ágúst 2015 07:00 Stemningin er svolítið súr í kringum skólabyrjun þegar menntamálaráðherra og kennsludoktorar rífast um vonlausar kennsluaðferðir í fjölmiðlum. Ég sem foreldri hef síðustu daga staðið hálf máttlaus á hliðarlínunni, raulað með mér „Það er gott að lesa“ sem er nýtt lag Þjóðarátaks um læsi og gúglað byrjendalæsi á fimm mínútna fresti með litlum árangri þrátt fyrir að geta lesið mér ágætlega til gagns. Það eina sem ég veit er að byrjendalæsi er fjölbreytt og einstaklingsmiðuð kennsluaðferð sem kemur í stað hljóðaaðferðarinnar sem kennd hefur verið í tugi ára, þar sem einfaldar setningar á borð við Sísí á ís eru lesnar endurtekið. Hvergi finn ég svör við því hvaða aðferð sé notuð í staðinn í byrjendalæsi til að kenna börnunum að blása lífi í bókstafi og umbreyta þeim í orð, síðan setningar, svo sögur. Tvær háskólagráður og ég skil ekki lestrarkennslu barnanna minna. Þvílíkur vanmáttur. Þetta minnir mig á þegar ég ætlaði að hjálpa dóttur minni með einfalda deilingu fyrir nokkrum árum og komst að því að hún hafði ekki lært neina ákveðna aðferð til þess. Þá átti hvert barn að finna það hjá sjálfu sér hvernig best sé að deila 8 í 94. Ekki veit ég hvort leiðin að réttu svari hafi átt að koma af himni ofan eða birtast henni í draumi en þessi ekki-aðferð varð til þess að lítið varð um svör þegar dæmin urðu of flókin fyrir puttatalningu. Ég vil gjarnan svara kalli grunnskólanna og taka minn skerf af ábyrgðinni. Sýna áhuga og stuðning. Á móti kalla ég eftir skýrum aðferðum frá sérfræðingunum, leiðbeiningum til að aðstoða við heimanám, upplýsingum um stærðfræðiformúlur og lestrarkennslu. Kæri grunnskóli, ég óska eftir samstarfi við þig! Þangað til kenni ég gömlu góðu gardínuna í deilingu og í gær keypti ég lestrarbókina Við lesum, með Sísí, Ása og Lísu í aðalhlutverki, handa forskólabarninu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Tengdar fréttir Ekki ljóst hver ber ábyrgðina Forsvarsmenn miðstöðvar skólaþróunar hafna því að kennsluaðferðir Byrjendalæsis hafi orðið til þess að les-skilningi nemenda hafi hrakað. Menntamálaráðherra ætlar að koma í veg fyrir að slík aðferð verði innleidd aftur án þess að hún sé prófuð fyrst. 20. ágúst 2015 19:39 Ekki ráðherrans að velja aðferðir við lestrarkennslu Rósa Eggertsdóttir er upphafsmaður að þróun byrjendalæsis. Hún svarar fyrir gagnrýni og setur spurningamerki við að ráðherrann skipi fagmönnum hvernig eigi að kenna börnum. 22. ágúst 2015 08:00 Hlustaðu á lagið sem á að fá íslensk börn til þess að lesa "Það er gott að lesa, fyrir barn eins og þig,“ syngur Ingó veðurguð. 24. ágúst 2015 09:46 Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Stemningin er svolítið súr í kringum skólabyrjun þegar menntamálaráðherra og kennsludoktorar rífast um vonlausar kennsluaðferðir í fjölmiðlum. Ég sem foreldri hef síðustu daga staðið hálf máttlaus á hliðarlínunni, raulað með mér „Það er gott að lesa“ sem er nýtt lag Þjóðarátaks um læsi og gúglað byrjendalæsi á fimm mínútna fresti með litlum árangri þrátt fyrir að geta lesið mér ágætlega til gagns. Það eina sem ég veit er að byrjendalæsi er fjölbreytt og einstaklingsmiðuð kennsluaðferð sem kemur í stað hljóðaaðferðarinnar sem kennd hefur verið í tugi ára, þar sem einfaldar setningar á borð við Sísí á ís eru lesnar endurtekið. Hvergi finn ég svör við því hvaða aðferð sé notuð í staðinn í byrjendalæsi til að kenna börnunum að blása lífi í bókstafi og umbreyta þeim í orð, síðan setningar, svo sögur. Tvær háskólagráður og ég skil ekki lestrarkennslu barnanna minna. Þvílíkur vanmáttur. Þetta minnir mig á þegar ég ætlaði að hjálpa dóttur minni með einfalda deilingu fyrir nokkrum árum og komst að því að hún hafði ekki lært neina ákveðna aðferð til þess. Þá átti hvert barn að finna það hjá sjálfu sér hvernig best sé að deila 8 í 94. Ekki veit ég hvort leiðin að réttu svari hafi átt að koma af himni ofan eða birtast henni í draumi en þessi ekki-aðferð varð til þess að lítið varð um svör þegar dæmin urðu of flókin fyrir puttatalningu. Ég vil gjarnan svara kalli grunnskólanna og taka minn skerf af ábyrgðinni. Sýna áhuga og stuðning. Á móti kalla ég eftir skýrum aðferðum frá sérfræðingunum, leiðbeiningum til að aðstoða við heimanám, upplýsingum um stærðfræðiformúlur og lestrarkennslu. Kæri grunnskóli, ég óska eftir samstarfi við þig! Þangað til kenni ég gömlu góðu gardínuna í deilingu og í gær keypti ég lestrarbókina Við lesum, með Sísí, Ása og Lísu í aðalhlutverki, handa forskólabarninu.
Ekki ljóst hver ber ábyrgðina Forsvarsmenn miðstöðvar skólaþróunar hafna því að kennsluaðferðir Byrjendalæsis hafi orðið til þess að les-skilningi nemenda hafi hrakað. Menntamálaráðherra ætlar að koma í veg fyrir að slík aðferð verði innleidd aftur án þess að hún sé prófuð fyrst. 20. ágúst 2015 19:39
Ekki ráðherrans að velja aðferðir við lestrarkennslu Rósa Eggertsdóttir er upphafsmaður að þróun byrjendalæsis. Hún svarar fyrir gagnrýni og setur spurningamerki við að ráðherrann skipi fagmönnum hvernig eigi að kenna börnum. 22. ágúst 2015 08:00
Hlustaðu á lagið sem á að fá íslensk börn til þess að lesa "Það er gott að lesa, fyrir barn eins og þig,“ syngur Ingó veðurguð. 24. ágúst 2015 09:46
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun