Enski boltinn

Hversu mikilvægt verður þetta sigurmark í mótslok? | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Lennon.
Steven Lennon. Vísir/Stefán
Steven Lennon var hetja FH-inga í Efra-Breiðholtinu í kvöld þegar hann tryggði FH-ingum 1-0 sigur og góða stöðu á toppi Pepsi-deildarinnar.

Sigurmark Steven Lennon kom í uppbótartíma leiksins þegar allt leit út fyrir að FH-ingar væru að tapa tveimur mikilvægum stigum.

Lennon hafði komið inná sem varamaður fyrir Atli Viðar Björnsson en Atli Viðar hafði fengið færi til þess að skora í þessum leik.

Steven Lennon skoraði markið sitt eftir stoðsendingu frá Atla Guðnasyni en þetta er ekki fyrsta markið sem þeir búa til saman.

Steven Lennon fór annars illa með Leiknismenn í Pepsi-deildinni í sumar því hann skoraði þrennu í fyrri leiknum. Ef þessara marka hefði ekki notið við þá væri Leiknisliðið með fjögur fleiri stig en það er með í dag.

Hér fyrir neðan má sjá sigurmarkið hjá Steven Lennon á Leiknisvellinum í kvöld.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×