Greg Rutherford er nú ríkjandi heimsmeistari, Ólympíumeistari, Evrópumeistari og Samveldismeistari í langstökki.
Greg Rutherford sem er 28 ára gamall stökk lengst 8,41 metra í langstökkskeppninni á HM í Peking og langt á undan Ástralanum Fabrice Lapierre sem stökk næstlengst.
Greg Rutherford varð Ólympíumeistari í London 2012 (8,31 metra sigurstökk), Samveldismeistari í Glasgow 2014 (8,20 m), Evrópumeistari í Zürich 2014 (8,29) og loks heimsmeistari í dag.
„Ég er eiginlega orðlaus. Þetta var magnað kvöld og þetta er ótrúlegt allt saman," sagði Greg Rutherford við BBC.
„Ég hef aldrei staðið mig betur á svona móti. Þetta ár var mjög stressandi en núna get ég ekki beðið eftir því að komast heim og hitt fjölskylduna mína," sagði Rutherford.
Rutherford er fimmti Bretinn sem nær því að vera að vera handhafi allra fjögurra stóru titlanna á sama tíma en hinir eru tugþrautarkappinn Daley Thompson, spretthlauparinn Linford Christie, grindarhlauparinn Sally Gunnell og þrístökkvarinn Jonathan Edwards.
Thompson vann sín fjögur gull í tugþraut frá 1980 til 1984, Christie vann sín gull í 100 metra hlaupi frá 1990 til 1993, Gunnell vann 400 metra grindarhlaup á öllum mótum frá 1990 til 1993 og Edwards vann þrístökkið á öllum þessum fjórum mótum frá 1998 til 2002.



