Löngum hafa konur sem hafa ekki kosið hormóna getnaðarvarnir þurft að treysta á aðrar leiðir líkt og smokkinn, lykkjuna eða hettuna.
Þessar verjur henta ekki öllum af ýmsum ástæðum og langar þá marga að reyna fyrir sér með náttúrulegri leiðum án utanaðkomandi inngripa.
Náttúrulega leiðin hafa oft verið nefndar sem tvær leiðir, önnur þar sem samfarir eru rofnar og hin þar sem konan fylgist með slímhúð og líkamshita til að reikna út hvenær frjósama tímabil tíðahringsins er.
Rofnar samfarir eru ekki fullkomlega öruggar því alltaf er möguleiki á að sáðfruma slæðist með fyrir sáðlát og erfitt getur verið að halda aftur að sér þegar á hólminn er komið.
Hin náttúrulega leiðin krefst þess að mælingar séu framkvæmdar daglega og að kona læri inn á eigin líkama. Þetta hentar best þeim sem eru með reglulegan tíðahring.

Í hverjum tíðahringi er um fimm daga langur gluggi þar sem möguleiki er á getnaði. Það er gott að hafa í huga að sáðfrumur geta lifað allt að fimm daga í leggöngunum og því er talað um fimm daga gluggi þó egglos sé í raun ekki nema bara einn dagur.
Þannig að með því að taka líkamshita á hverjum degi með tölvunni þá reiknar hún út fyrir þig og lætur vita hvort hægt sé að stunda óvarðar samfarir eða ekki.
Þetta gæti því bæði verið kostur fyrir þær konur sem vilja fara náttúrulegri leið og stýra sínum barneignum. Ef farið er rétt að þá er þetta ein öruggasta getnaðarvörnin.