Sif Atla: Leið bara eins og ég væri orðin fimmtán ára aftur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2015 18:06 Sif Atladóttir í leik með landsliðinu. Vísir/Getty Sif Atladóttir lék í gær sinn fyrsta leik með sænska liðinu Kristianstad síðan hún eignaðist sitt fyrsta barn í aprílmánuði. Sif var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Akraborginni á X-inu. Sif kom inná sem varamaður þegar Kristianstad-liðið náði í óvænt stig á móti toppliði FC Rosengård í uppgjöri liðanna á Skáni. „Hún Sólveig okkar fæddist fyrir fjórum og hálfum mánuði eða 8. apríl. Mér finnst þetta vera búið að vera langur tími en fjórir og hálfur mánuður hljómar kannski ekki svo langt," sagði Sif en hvernig var að fara aftur í búninginn og keppa. „Það var skemmtilega skrýtin tilfinning. Beta fékk mig til að koma fyrir einni til tveimur vikum og ég er búin að vera æfa með stelpunum. Hún fékk mig til að koma aftur fyrir hinn derby-leikinn sem var á móti Vittsjö GIK. Hún sagði við mig: Þú mætir bara inn í klefa því við þurfum ákveðna orku og lætur eins og þú sért að fara að spila leikinn," rifjaði Sif upp en hún var ekki á samning og tók ekki þátt í þeim leik „Tilfinning að labba inn og vita að ég gæti farið að spila var ólýsanleg. Mér leið bara eins og ég væri orðin fimmtán ára aftur og að koma inn í meistaraflokk FH til að fara að spila fyrsta leikinn. Þetta var æðislegt," sagði Sif. „Leikurinn endaði 0-0 og þetta var hörkuleikur. Við spiluðum rosalega góðan og agaðan varnarleik en fengum líka okkar færi. Við hefðum getað tekið öll þrjú stigin og ég var svolítið svekkt með það eftir leikinn að hafa ekki unnið hann," sagði Sif. „Við höfum oft verið nálægt því að plokka stig af Malmö eða stela sigrinum en alltaf tapað. Þetta er í fyrsta sinn sem við náum stigi á móti þeim. Við höfðum hingað til alltaf tapað á síðustu fimm til tíu mínútunum eða í uppbótartíma," sagði Sif. „Það er flott eftir á að hafa náð 0-0 jafntefli á móti einu af besta kvennaliðinu í heiminum. Þetta stig á eftir að telja mikið í lokin," sagði Sif en hvenær ætlaði hún að koma til baka? „Mánuði eftir að Sólveig fæddist þá var ég farin að stefna á það að koma til baka í september. Þá væri hún orðin fimm mánaða. Ég veit ekki hvort ég verð einhver 90 mínútna manneskja en við sjáum til hvernig þetta fer í mig. Ég get allavega orðið súper-sub," sagði Sif. „Ég er orðin þrítug og hef ágætis reynslu að baki mér. Það er því hægt að henda mér inn og þá hvar sem er á vellinum því ég er búin að spila allar stöður á vellinum. Meira að segja í marki. Ég hef því prófað ýmislegt," sagði Sif létt. „Ég stefndi alltaf á haustið og hver einasta mínúta er bara bónus," sagði Sif en mun hún ná aftur fyrri styrk.? „Ég hef heyrt einhverja mýtu um að konur verði bara betri eftir barnsburð og ég er með nokkrar góðar fyrirmyndir hér fyrir framan mig. Margrét er að spila með mér og ég er búin að fá ótrúlegan stuðning frá henni en hún er nýbúin að ganga í gegnum þetta sjálf," sagði Sif og bætti við: „Við erum líka með frábær dæmi heima á Íslandi í leikmönnum eins og Hörpu Þorsteins og Málfríði Ernu. Fríða er búin að halda hreinu í einhverjar mínútur í vörninni hjá Breiðabliki og hún er komin með þrjú börn. Ég held að maður verði bara sterkari af þessu. Maður nær örugglega að koma sér fyrr niður á jörðina þegar maður sér litla skottu upp í stúku hvort sem að maður tapar leik eða það gengur illa á æfingu. Maður er þá fljótur að koma sér aftur inn í hlutina raunhæft aftur," sagði Sif. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Sjá meira
Sif Atladóttir lék í gær sinn fyrsta leik með sænska liðinu Kristianstad síðan hún eignaðist sitt fyrsta barn í aprílmánuði. Sif var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Akraborginni á X-inu. Sif kom inná sem varamaður þegar Kristianstad-liðið náði í óvænt stig á móti toppliði FC Rosengård í uppgjöri liðanna á Skáni. „Hún Sólveig okkar fæddist fyrir fjórum og hálfum mánuði eða 8. apríl. Mér finnst þetta vera búið að vera langur tími en fjórir og hálfur mánuður hljómar kannski ekki svo langt," sagði Sif en hvernig var að fara aftur í búninginn og keppa. „Það var skemmtilega skrýtin tilfinning. Beta fékk mig til að koma fyrir einni til tveimur vikum og ég er búin að vera æfa með stelpunum. Hún fékk mig til að koma aftur fyrir hinn derby-leikinn sem var á móti Vittsjö GIK. Hún sagði við mig: Þú mætir bara inn í klefa því við þurfum ákveðna orku og lætur eins og þú sért að fara að spila leikinn," rifjaði Sif upp en hún var ekki á samning og tók ekki þátt í þeim leik „Tilfinning að labba inn og vita að ég gæti farið að spila var ólýsanleg. Mér leið bara eins og ég væri orðin fimmtán ára aftur og að koma inn í meistaraflokk FH til að fara að spila fyrsta leikinn. Þetta var æðislegt," sagði Sif. „Leikurinn endaði 0-0 og þetta var hörkuleikur. Við spiluðum rosalega góðan og agaðan varnarleik en fengum líka okkar færi. Við hefðum getað tekið öll þrjú stigin og ég var svolítið svekkt með það eftir leikinn að hafa ekki unnið hann," sagði Sif. „Við höfum oft verið nálægt því að plokka stig af Malmö eða stela sigrinum en alltaf tapað. Þetta er í fyrsta sinn sem við náum stigi á móti þeim. Við höfðum hingað til alltaf tapað á síðustu fimm til tíu mínútunum eða í uppbótartíma," sagði Sif. „Það er flott eftir á að hafa náð 0-0 jafntefli á móti einu af besta kvennaliðinu í heiminum. Þetta stig á eftir að telja mikið í lokin," sagði Sif en hvenær ætlaði hún að koma til baka? „Mánuði eftir að Sólveig fæddist þá var ég farin að stefna á það að koma til baka í september. Þá væri hún orðin fimm mánaða. Ég veit ekki hvort ég verð einhver 90 mínútna manneskja en við sjáum til hvernig þetta fer í mig. Ég get allavega orðið súper-sub," sagði Sif. „Ég er orðin þrítug og hef ágætis reynslu að baki mér. Það er því hægt að henda mér inn og þá hvar sem er á vellinum því ég er búin að spila allar stöður á vellinum. Meira að segja í marki. Ég hef því prófað ýmislegt," sagði Sif létt. „Ég stefndi alltaf á haustið og hver einasta mínúta er bara bónus," sagði Sif en mun hún ná aftur fyrri styrk.? „Ég hef heyrt einhverja mýtu um að konur verði bara betri eftir barnsburð og ég er með nokkrar góðar fyrirmyndir hér fyrir framan mig. Margrét er að spila með mér og ég er búin að fá ótrúlegan stuðning frá henni en hún er nýbúin að ganga í gegnum þetta sjálf," sagði Sif og bætti við: „Við erum líka með frábær dæmi heima á Íslandi í leikmönnum eins og Hörpu Þorsteins og Málfríði Ernu. Fríða er búin að halda hreinu í einhverjar mínútur í vörninni hjá Breiðabliki og hún er komin með þrjú börn. Ég held að maður verði bara sterkari af þessu. Maður nær örugglega að koma sér fyrr niður á jörðina þegar maður sér litla skottu upp í stúku hvort sem að maður tapar leik eða það gengur illa á æfingu. Maður er þá fljótur að koma sér aftur inn í hlutina raunhæft aftur," sagði Sif.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Sjá meira