Íslendingaliðin lentu ekki saman | Liverpool heppið með riðil Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2015 11:59 Birkir Bjarnason. Vísir/Getty Þrjú Íslendingalið voru í pottinum í dag þegar dregið var í riðla í Evrópudeildinni í fótbolta en þau lentu ekki saman í riðli. Enska úrvalsdeildarliðið Tottenham var einkar óheppið með riðil en Spurs þarf að keppa við Anderlecht frá Belgíu, Monakó frá Frakklandi og Qarabag frá Aserbáidjsan. Liverpool lenti í riðli með Rubin frá Rússlandi, Bordeaux frá Frakklandi og Sion frá Sviss. Liverpool hefur aldrei tapað fyrir þessum liðum í Evrópukeppni og menn þar á bæ geta talið sig nokkuð heppna með riðil. Birkir Bjarnason og félagar í Basel eru í riðli með Fiorentina frá Ítalíu, Lech frá Póllandi og Belenenses frá Portúgal. Hólmar Örn Eyjólfsson og Matthías Vilhjálmsson spila með norska liðinu Rosenborg sem lenti í erfiðum riðli með Dnipro frá Úkraínu, Lazio frá Ítalíu og St-Étienne frá Frakklandi. Ragnar Sigurðsson og félagar í rússneska liðinu Krasnodar eru síðan í riðli með Dortmund frá Þýskalandi, PAOK frá Grikklandi og Qäbälä frá Aserbaídsjan. Ajax og Celtic lentu saman í riðli með tyrkneska liðinu Fenerbahce og norska liðinu Molde.Riðlarnir í Evrópudeildinni 2015-2016:A-riðill Ajax (Holland) Celtic (Skotland) Fenerbahce (Tyrkland) Molde (Noregur)B-riðill Rubin (Rússland) Liverpool (England) Bordeaux (Frakkland) Sion (Sviss)C-riðill Dortmund (Þýskaland) PAOK (Grikkland) Krasnodar (Rússland) Qäbälä (Aserbaídsjan)D-riðill Napoli (Ítalía) Club Brugge (Brugge) Legia (Pólland) Midtjylland (Danmörk)E-riðill Villarreal (Spánn) Plzen (Tékkland) Rapid Vín (Austurríki) Dinamo Minsk (Hvíta-Rússland)F-riðill Marseille (Frakkland) Braga (Portúgal) Liberec (Tékkland) Groningen (Holland)G-riðill Dnipro (Úkraína) Lazio (Ítalía) St-Étienne (Frakkland) Rosenborg (Noregur)H-riðill Sporting CP (Portúgal) Besiktas (Tyrkland) Lokomotiv Moskva (Rússland) Skënderbeu (Albanía)I-riðill Basel (Sviss) Fiorentina (Ítalía) Lech (Pólland) Belenenses (Portúgal)J-riðill Tottenham (England) Anderlecht (Belgía) Monakó (Frakkland) Qarabag (Aserbáidjsan)K-riðill Schalke (Þýskaland) APOEL (Kýpur) Sparta Prag (Tékkland) Asteras (Grikkland)L-riðill Athletic (Spánn) AZ (Holland) Augsburg (Þýskaland) Partizan (Serbía) Evrópudeild UEFA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Sjá meira
Þrjú Íslendingalið voru í pottinum í dag þegar dregið var í riðla í Evrópudeildinni í fótbolta en þau lentu ekki saman í riðli. Enska úrvalsdeildarliðið Tottenham var einkar óheppið með riðil en Spurs þarf að keppa við Anderlecht frá Belgíu, Monakó frá Frakklandi og Qarabag frá Aserbáidjsan. Liverpool lenti í riðli með Rubin frá Rússlandi, Bordeaux frá Frakklandi og Sion frá Sviss. Liverpool hefur aldrei tapað fyrir þessum liðum í Evrópukeppni og menn þar á bæ geta talið sig nokkuð heppna með riðil. Birkir Bjarnason og félagar í Basel eru í riðli með Fiorentina frá Ítalíu, Lech frá Póllandi og Belenenses frá Portúgal. Hólmar Örn Eyjólfsson og Matthías Vilhjálmsson spila með norska liðinu Rosenborg sem lenti í erfiðum riðli með Dnipro frá Úkraínu, Lazio frá Ítalíu og St-Étienne frá Frakklandi. Ragnar Sigurðsson og félagar í rússneska liðinu Krasnodar eru síðan í riðli með Dortmund frá Þýskalandi, PAOK frá Grikklandi og Qäbälä frá Aserbaídsjan. Ajax og Celtic lentu saman í riðli með tyrkneska liðinu Fenerbahce og norska liðinu Molde.Riðlarnir í Evrópudeildinni 2015-2016:A-riðill Ajax (Holland) Celtic (Skotland) Fenerbahce (Tyrkland) Molde (Noregur)B-riðill Rubin (Rússland) Liverpool (England) Bordeaux (Frakkland) Sion (Sviss)C-riðill Dortmund (Þýskaland) PAOK (Grikkland) Krasnodar (Rússland) Qäbälä (Aserbaídsjan)D-riðill Napoli (Ítalía) Club Brugge (Brugge) Legia (Pólland) Midtjylland (Danmörk)E-riðill Villarreal (Spánn) Plzen (Tékkland) Rapid Vín (Austurríki) Dinamo Minsk (Hvíta-Rússland)F-riðill Marseille (Frakkland) Braga (Portúgal) Liberec (Tékkland) Groningen (Holland)G-riðill Dnipro (Úkraína) Lazio (Ítalía) St-Étienne (Frakkland) Rosenborg (Noregur)H-riðill Sporting CP (Portúgal) Besiktas (Tyrkland) Lokomotiv Moskva (Rússland) Skënderbeu (Albanía)I-riðill Basel (Sviss) Fiorentina (Ítalía) Lech (Pólland) Belenenses (Portúgal)J-riðill Tottenham (England) Anderlecht (Belgía) Monakó (Frakkland) Qarabag (Aserbáidjsan)K-riðill Schalke (Þýskaland) APOEL (Kýpur) Sparta Prag (Tékkland) Asteras (Grikkland)L-riðill Athletic (Spánn) AZ (Holland) Augsburg (Þýskaland) Partizan (Serbía)
Evrópudeild UEFA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Sjá meira