Ólafur: Bæði liðin vilja sækja Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. ágúst 2015 14:00 Ólafur gerði Stjörnuna að bikarmeisturum í fyrra. vísir/valli „Bara pressa sem við setjum á okkur sjálfar. Við erum í fótbolta til að vinna og höfum farið þannig í alla leiki í sumar. Þessi leikur er engin undantekning,“ sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, aðpurður í samtali við Vísi hvort það væri pressa á Garðbæingum að vinna bikarmeistaratitilinn. Stjarnan mætir Selfossi í bikarúrslitum í dag en þessi lið mættust einnig í úrslitaleiknum í fyrra. Þar vann Stjarnan öruggan 4-0 sigur en Ólafur býst við sterkara Selfossliði en í fyrra. „Já, klárlega. Við vitum það eftir að hafa spilað við þær á tímabilinu, bæði í Lengjubikar og í Pepsi-deildinni. Þetta verður frábær leikur,“ sagði Ólafur en Selfoss vann fyrri leik liðanna í Pepsi-deildinni með tveimur mörkum gegn einu. Stjarnan svaraði fyrir sig með 1-3 sigri í seinni leiknum. „Við nýttum svæðin sem þær gáfu okkur í seinni leiknum og sóknarleikurinn var beittari fyrir vikið. Veðrið truflaði svolítið í fyrri leiknum og við vorum ekki nógu aggresívar í föstum leikatriðum og fengum á okkur tvö mörk úr slíkum atriðum,“ sagði Ólafur sem sér sóknarfæri gegn Selfossi. „Það er pláss fyrir framan og aftan vörnina þeirra. Bæði liðin vilja sækja og það skapast alltaf pláss og það er bara spurning hvort liðið er flinkara að nýta sér það. Það hafa komið mörk í þessum leikjum og það hefur verið spilaður sóknarleikur,“ sagði Ólafur ennfremur en hann segist geta stillt upp sínu sterkasta liði í dag. „Það eru allar heilar og engin meiðsli hafa hrjáð okkur.“ Þjálfarinn segir enga þreytu í Stjörnuliðinu þrátt fyrir þétta dagskrá í ágúst þar sem liðið spilaði m.a. þrjá leiki á sex dögum á Kýpur í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. „Nei, það á bara að vera hamingja að taka þátt í þessu. Auðvitað var þetta erfitt ferðalag og það er erfitt að spila í þessum aðstæðum þarna úti en við vorum vel undirbúnar og stelpurnar eru í góðu formi svo það er engin afsökun,“ sagði Ólafur að endingu.Leikur Selfoss og Stjörnunnar hefst klukkan 16:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Guðmunda: Ferð ekki í bikarúrslitaleik til að tapa Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, segir að Selfyssingar séu reynslunni ríkari eftir bikarúrslitaleikinn í fyrra sem var sá fyrsti í sögu félagsins. 29. ágúst 2015 08:00 Dagný: Kannski eru það örlög að ég vinni bikarinn með Selfossi Dagný Brynjarsdóttir verður í eldlínunni í bikarúrslitaleiknum í ár eftir að hafa misst af þessum stærsta leik sumarsins í fyrra. 29. ágúst 2015 11:00 Ásgerður: Hungrið er vonandi enn meira Ásgerður Stefanía Baldursdóttir leiðir Stjörnuna út á Laugardalsvöllinn í dag þegar Garðbæingar mæta Selfossi í úrslitaleik Borgunarbikarsins. 29. ágúst 2015 10:00 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira
„Bara pressa sem við setjum á okkur sjálfar. Við erum í fótbolta til að vinna og höfum farið þannig í alla leiki í sumar. Þessi leikur er engin undantekning,“ sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, aðpurður í samtali við Vísi hvort það væri pressa á Garðbæingum að vinna bikarmeistaratitilinn. Stjarnan mætir Selfossi í bikarúrslitum í dag en þessi lið mættust einnig í úrslitaleiknum í fyrra. Þar vann Stjarnan öruggan 4-0 sigur en Ólafur býst við sterkara Selfossliði en í fyrra. „Já, klárlega. Við vitum það eftir að hafa spilað við þær á tímabilinu, bæði í Lengjubikar og í Pepsi-deildinni. Þetta verður frábær leikur,“ sagði Ólafur en Selfoss vann fyrri leik liðanna í Pepsi-deildinni með tveimur mörkum gegn einu. Stjarnan svaraði fyrir sig með 1-3 sigri í seinni leiknum. „Við nýttum svæðin sem þær gáfu okkur í seinni leiknum og sóknarleikurinn var beittari fyrir vikið. Veðrið truflaði svolítið í fyrri leiknum og við vorum ekki nógu aggresívar í föstum leikatriðum og fengum á okkur tvö mörk úr slíkum atriðum,“ sagði Ólafur sem sér sóknarfæri gegn Selfossi. „Það er pláss fyrir framan og aftan vörnina þeirra. Bæði liðin vilja sækja og það skapast alltaf pláss og það er bara spurning hvort liðið er flinkara að nýta sér það. Það hafa komið mörk í þessum leikjum og það hefur verið spilaður sóknarleikur,“ sagði Ólafur ennfremur en hann segist geta stillt upp sínu sterkasta liði í dag. „Það eru allar heilar og engin meiðsli hafa hrjáð okkur.“ Þjálfarinn segir enga þreytu í Stjörnuliðinu þrátt fyrir þétta dagskrá í ágúst þar sem liðið spilaði m.a. þrjá leiki á sex dögum á Kýpur í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. „Nei, það á bara að vera hamingja að taka þátt í þessu. Auðvitað var þetta erfitt ferðalag og það er erfitt að spila í þessum aðstæðum þarna úti en við vorum vel undirbúnar og stelpurnar eru í góðu formi svo það er engin afsökun,“ sagði Ólafur að endingu.Leikur Selfoss og Stjörnunnar hefst klukkan 16:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Guðmunda: Ferð ekki í bikarúrslitaleik til að tapa Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, segir að Selfyssingar séu reynslunni ríkari eftir bikarúrslitaleikinn í fyrra sem var sá fyrsti í sögu félagsins. 29. ágúst 2015 08:00 Dagný: Kannski eru það örlög að ég vinni bikarinn með Selfossi Dagný Brynjarsdóttir verður í eldlínunni í bikarúrslitaleiknum í ár eftir að hafa misst af þessum stærsta leik sumarsins í fyrra. 29. ágúst 2015 11:00 Ásgerður: Hungrið er vonandi enn meira Ásgerður Stefanía Baldursdóttir leiðir Stjörnuna út á Laugardalsvöllinn í dag þegar Garðbæingar mæta Selfossi í úrslitaleik Borgunarbikarsins. 29. ágúst 2015 10:00 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira
Guðmunda: Ferð ekki í bikarúrslitaleik til að tapa Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, segir að Selfyssingar séu reynslunni ríkari eftir bikarúrslitaleikinn í fyrra sem var sá fyrsti í sögu félagsins. 29. ágúst 2015 08:00
Dagný: Kannski eru það örlög að ég vinni bikarinn með Selfossi Dagný Brynjarsdóttir verður í eldlínunni í bikarúrslitaleiknum í ár eftir að hafa misst af þessum stærsta leik sumarsins í fyrra. 29. ágúst 2015 11:00
Ásgerður: Hungrið er vonandi enn meira Ásgerður Stefanía Baldursdóttir leiðir Stjörnuna út á Laugardalsvöllinn í dag þegar Garðbæingar mæta Selfossi í úrslitaleik Borgunarbikarsins. 29. ágúst 2015 10:00