Hryllilegt að sjá leirdrulluna leka inn og rústa húsunum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Sveinn Arnarsson skrifa 29. ágúst 2015 19:30 Ljóst er að tjón af völdum vatnavaxtar er mikið í Fjallabyggð. Á Siglufirði stóð yfir viðamikið hreinsunarstarf en hátt í þrjátíu hús skemmdust í vatnsveðrinu í gær. Þá ullu aurskriður miklu tjóni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra heimsótti Fjallabyggð í dag til að kynna sér aðstæður eftir tjónið og fyrr í dag fundaði samráðshópur ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu vegna málsins. Hálfdán Sveinsson rekur gistiheimili segir það hafa verið hryllilegt að sjá leirdrulluna leka inn. „Svona upp úr tólf tek ég eftir því að það er farið að renna kakóbrúnt vatn suður Lækjargötuna. Ég veit ekkert hvað er í gangi ég er í sambandi við men í bænum og þá kemur í ljós að Hvanneyraráin hefur brotist úr árfarvegi sínum og farin að renna niður eyrina. Þetta smájókst, allt þetta svæði var undirlagt, þetta var eins og stöðuvatn. Fyrir rest þá fór að leka niður undir hurðar á hótelinu. Þegar þannig var komið þá var ekkert að gera. Við vorum bara í að bjarga húsgögnum og minnka tjónið eins og kostur var. Það var hryllilegt að sjá leirdrulluna leka inn og rústa húsunum.“ Tjónið hleypur á milljónum. „Það er svolítið erfitt að segja hvað tjónið er mikið. Bara hjá mér hleypur það á einhverjum milljónum. Ég get vel trúað að það hlaupi á tugum ef ekki hundruðum í öllum bænum, bara út frá því sem ég veit núna.“ Hann segir samstöðu bæjarbúa hafa skipt öllu máli í því að lágmarka tjón af vatnavöxtunum. „Það er eitt af þessu yndislega við það að búa á svona stöðum. Fólk stendur saman þegar eitthvað bjátar á. Núna er verið að klára að hreinsa út og henda húsgögnum sem eyðilögðust, bjarga svo það skemmist ekki meira. Svo verður bara ástandið metið á morgun og mánudaginn.“ Ámundi Gunnarsson slökkviliðsstjóri jafnar hamförunum við martröð. „Já bara ein alls herjar martröð það var allt flóandi um allt. Drulla og skítur út um allt, segir hann og trúir því að að mörg hús séu skemmd. „Ótrúlega mörg, ábyggilega þrjátíu eða fjörutíu hús.“ Hann segir mikið hreinsunarstarf fram undan, holræsakerfi bæjarins sé stíflað af þykkum leir og tvær götur ónýtar. „Bærinn er að fara í það að hreinsa upp holræsakerfið og síðan þarf að lagfæra þessar götur tvær sem eru ónýtar. Síðan þarf að endurnýja þessi hús hjá borginni og endurbæta það allt saman.“ Veður Tengdar fréttir Úrhelli á Siglufirði: „Holræsakerfi bæjarins er fullt af drullu“ Hreinsunarstarf er að hefjast á Siglufirði en gríðarlegt úrhelli var þar í gær með tilheyrandi aurskriðum og vatnsflaumi. 29. ágúst 2015 09:59 Úrhelli á Siglufirði: „Hefur gengið djöfullega að eiga við ástandið“ Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir losnað hafi úr snjóflóðavarnargarðinum og farið á hús. 28. ágúst 2015 15:27 Margra daga vinna að hreinsa veginn til og frá Strákagöngum Fulltrúar viðlagatryggingar fóru norður strax í gær til að meta tjónið sem orðið hefur í vatnavöxtunum þar seinustu daga. 29. ágúst 2015 14:43 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Ljóst er að tjón af völdum vatnavaxtar er mikið í Fjallabyggð. Á Siglufirði stóð yfir viðamikið hreinsunarstarf en hátt í þrjátíu hús skemmdust í vatnsveðrinu í gær. Þá ullu aurskriður miklu tjóni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra heimsótti Fjallabyggð í dag til að kynna sér aðstæður eftir tjónið og fyrr í dag fundaði samráðshópur ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu vegna málsins. Hálfdán Sveinsson rekur gistiheimili segir það hafa verið hryllilegt að sjá leirdrulluna leka inn. „Svona upp úr tólf tek ég eftir því að það er farið að renna kakóbrúnt vatn suður Lækjargötuna. Ég veit ekkert hvað er í gangi ég er í sambandi við men í bænum og þá kemur í ljós að Hvanneyraráin hefur brotist úr árfarvegi sínum og farin að renna niður eyrina. Þetta smájókst, allt þetta svæði var undirlagt, þetta var eins og stöðuvatn. Fyrir rest þá fór að leka niður undir hurðar á hótelinu. Þegar þannig var komið þá var ekkert að gera. Við vorum bara í að bjarga húsgögnum og minnka tjónið eins og kostur var. Það var hryllilegt að sjá leirdrulluna leka inn og rústa húsunum.“ Tjónið hleypur á milljónum. „Það er svolítið erfitt að segja hvað tjónið er mikið. Bara hjá mér hleypur það á einhverjum milljónum. Ég get vel trúað að það hlaupi á tugum ef ekki hundruðum í öllum bænum, bara út frá því sem ég veit núna.“ Hann segir samstöðu bæjarbúa hafa skipt öllu máli í því að lágmarka tjón af vatnavöxtunum. „Það er eitt af þessu yndislega við það að búa á svona stöðum. Fólk stendur saman þegar eitthvað bjátar á. Núna er verið að klára að hreinsa út og henda húsgögnum sem eyðilögðust, bjarga svo það skemmist ekki meira. Svo verður bara ástandið metið á morgun og mánudaginn.“ Ámundi Gunnarsson slökkviliðsstjóri jafnar hamförunum við martröð. „Já bara ein alls herjar martröð það var allt flóandi um allt. Drulla og skítur út um allt, segir hann og trúir því að að mörg hús séu skemmd. „Ótrúlega mörg, ábyggilega þrjátíu eða fjörutíu hús.“ Hann segir mikið hreinsunarstarf fram undan, holræsakerfi bæjarins sé stíflað af þykkum leir og tvær götur ónýtar. „Bærinn er að fara í það að hreinsa upp holræsakerfið og síðan þarf að lagfæra þessar götur tvær sem eru ónýtar. Síðan þarf að endurnýja þessi hús hjá borginni og endurbæta það allt saman.“
Veður Tengdar fréttir Úrhelli á Siglufirði: „Holræsakerfi bæjarins er fullt af drullu“ Hreinsunarstarf er að hefjast á Siglufirði en gríðarlegt úrhelli var þar í gær með tilheyrandi aurskriðum og vatnsflaumi. 29. ágúst 2015 09:59 Úrhelli á Siglufirði: „Hefur gengið djöfullega að eiga við ástandið“ Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir losnað hafi úr snjóflóðavarnargarðinum og farið á hús. 28. ágúst 2015 15:27 Margra daga vinna að hreinsa veginn til og frá Strákagöngum Fulltrúar viðlagatryggingar fóru norður strax í gær til að meta tjónið sem orðið hefur í vatnavöxtunum þar seinustu daga. 29. ágúst 2015 14:43 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Úrhelli á Siglufirði: „Holræsakerfi bæjarins er fullt af drullu“ Hreinsunarstarf er að hefjast á Siglufirði en gríðarlegt úrhelli var þar í gær með tilheyrandi aurskriðum og vatnsflaumi. 29. ágúst 2015 09:59
Úrhelli á Siglufirði: „Hefur gengið djöfullega að eiga við ástandið“ Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir losnað hafi úr snjóflóðavarnargarðinum og farið á hús. 28. ágúst 2015 15:27
Margra daga vinna að hreinsa veginn til og frá Strákagöngum Fulltrúar viðlagatryggingar fóru norður strax í gær til að meta tjónið sem orðið hefur í vatnavöxtunum þar seinustu daga. 29. ágúst 2015 14:43